Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Page 40
Helgarblað 26.–29. ágúst 2016
67. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Fékk hún
hland fyrir
hjartað?
Broddi „sjomli“
n Útvarpsgoðsögnin á RÚV,
Broddi Broddason, bauð óvænt
upp á langan fróðleiksmola um
nýyrðin „sjomli“ og „sjomla“ í
hádegisfréttum RÚV á fimmtu-
dag. „Sjomli“ hafði komið fyrir í
máli formanna femínistafélags
Verzló í fréttinni á undan. Við
gefum Brodda orðið:
„Orðið sjomli, í kvenkyni
sjomla, er ekki að finna í ís-
lenskri orðabók en er talsvert
notað í óformlegu máli. Orðið
er afbökun á gamli eða gamla.
Gamli í merkingunni félagi og er
í raun notað í samtölum við vini
á öllum aldri. Sjomli mætti segja
að væri töffari en flottari félagi
en gamli. Í slangurorðabók er
þó minnst á þetta ágæta orð,
þar er til dæmis að finna orðið
sjomlisjommsjomm sem merk-
ir nettasti gaurinn á svæðinu.
Rekja má vinsældir orðsins til
smáskífu
Friðriks
Dórs,
Auðuns
Blön-
dal og
Sveppa
frá 2011
sem heitir
Sjomli.“
Pissublautar
klósettsetur
n Sú frétt sem Broddi var að út-
skýra fjallaði um að kynjamerk-
ingar hafa nú verið fjarlægðar af
klósettum Verzlunarskóla Íslands
til að auðvelda þeim nemend-
um lífið sem ekki eru vissir hvaða
kyni þeir tilheyra. Framtakið virð-
ist mælast vel fyrir hjá nemendum
en Vigdís Hauksdóttir, þingkona
Framsóknarflokksins, er allt ann-
að en hrifin.
„Aumingja
stelpurnar
að fara á út-
pissuð kló-
sett – fyrir
þetta borga
foreldr-
ar skóla-
gjöld!!!“
skrifar hún
á Facebook-
síðu sína.
S
igríður Ýr Unnarsdóttir ætl-
ar að hefja meistaranám í Há-
skóla Íslands í byrjun sept-
ember, en fyrst ætlar hún að
setja heimsmet í ekinni vegalengd
á svokölluðu pocket-mótorhjóli.
„Ég veit ekkert um mótorhjól, en
hugmyndin var bara svo fyndin og
skemmtileg að ég og bandarískur
vinur minn ákváðum að sækja um til
heimsmetabókar Guinness að fá að
setja þetta met,“ segir hún við DV.
Sigríður er gefin fyrir ævintýri,
en vinur hennar og mótorhjólafé-
lagi, Mike Reid, er að hennar sögn
enn meiri ævintýramaður. „Nýlega
fórum við þvert yfir Bandaríkin á
mótorhjóli og svo aftur til baka, og
söfnuðum dágóðri fjárhæð fyrir góð-
gerðarsamtök, og í lok ferðarinnar
datt okkur heimsmetið í hug.“ Í ljós
kom að heimsmetið á pocket-hjóli
væri sennilega mögulegt að slá.
Sigríður Ýr hefur þó aldrei svo
mikið sem sest á svona smámótor-
hjól. „Þetta er pínulítið hjól, pass-
ar kannski fyrir 8 ára barn, svo að
maður þarf að sitja á því með hnén
upp að öxlum. Það kemur sér vel að
hafa stundað jóga um árabil, því að
við munum sitja á hjólunum í allt að
10 tíma á dag.“ Með í för verður þriðji
aðilinn sem hefur góða þekkingu á
hjólunum.
Víðast hvar er harðbannað að aka á
svona smáhjólum á venjulegum um-
ferðargötum. „Við ákváðum að hjóla
í gegnum nokkur miðríki Banda-
ríkjanna, nánar tiltekið frá Ohio og
niður til Nýju-
Mexíkó. Lögin
reyndust nægi-
lega sveigjan-
leg þar.“ Ferðin
hefst þann 5.
september með
fallhlífarstökki í
Ohio og svo munu þremenningarnir
hoppa upp á hjólin og leggja í 2.500
kílómetra ferðalag sem endar á mót-
orhjólasýningu í Nýju-Mexíkó þar
sem tekið verður á móti þeim með
pomp og prakt.
Lokaundirbúningur stendur nú
yfir, en Sigríður flýgur utan á laugar-
daginn. n
ragga@dv.is
Í keng á pínulitlu mótorhjóli
Ævintýrakonan Sigríður Ýr hyggur á heimsmet
Ævintýrakona!
Sigríður Ýr ætlar að setja
heimsmet. Mynd Sigtryggur Ari