Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Blaðsíða 6
Vikublað 18.–20. október 20166 Fréttir Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. AUGNVÍTAMÍN Augnheilbrigði Við aldursbundinni augnbotnahrörnun eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Stefán Karl heim í dagsleyfi Leikarinn góðkunni, Stefán Karl Stefánsson, fékk að fara heim af sjúkrahúsi í gær, mánudag, en hann gekkst á dögunum und­ ir aðgerð þar sem æxli í brisi var fjarlægt. „Það þýðir að ég má fara heim og máta mig við heimilis­ lífið í nokkra klukkutíma en fer svo aftur á spítalann upp úr kvöldmat. Ég er ennþá á miklum lyfjum og má almennt ekki gera neitt, til dæmis er ég með upp­ áskrifað að ég má ekki stunda nein heimilisstörf í 8 vikur (mæli með þessu bara fyrir það),“ sagði Stefán Karl á Facebook­síðu sinni. Hann mun gangast undir fyrirbyggjandi lyfjameðferð á næstu vikum og stendur með­ ferðin í sex mánuði. Reyndu að selja Emmessís í fyrra n Hófu söluferli og opnuðu gagnaherbergi n KS boðið að kaupa S litastjórn Sparisjóðabankans (SPB) og Eignarhaldsfélagið Arev ehf. gerðu árangurslausa tilraun til að selja Emmessís á fyrri hluta síðasta árs. Sam­ kvæmt heimildum DV höfðu eigend­ ur ísgerðarinnar þá samband við yfir tuttugu fyrirtæki eða fjárfestahópa og buðu þeim að gera tilboð í fyrirtækið. Sjö þeirra undirrituðu trúnaðaryfir­ lýsingu og fengu í kjölfarið aðgang að gagnaherbergi en ekkert ásættanlegt tilboð barst. Ekki auglýst Emmessís var þangað til í ágúst síð­ astliðnum í eigu samlagshlutafélags­ ins Arev NI (áður Arev N1). Einka­ hlutafélagið SPB, sem varð til í kjölfar þess að slitabú SPB lauk nauðasamn­ ingum fyrr á þessu ári, á 60 prósenta hlut í Arev NI en Eignarhaldsfélag­ ið Arev, sem er í eigu JST Holding, einkahlutafélags Jóns Scheving Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra verðbréfafyrirtækisins Arev, á hin 40 prósentin. Samkvæmt upplýsingum DV höfðu þáverandi eigendur ísgerðar­ innar samband við yfir tuttugu hópa eða fyrirtæki sem þeir töldu líklega tilbjóðendur og var fyrirtækið ekki auglýst til sölu. Heimildir DV herma að Kaupfélag Skagfirðinga hafi verið boðið að leggja fram tilboð. Það hafi þó aldrei undirritað trúnaðaryfirlýs­ ingu og því ekki verið í hópi þeirra sem fengu aðgang að gagnaher­ berginu þar sem finna mátti ítarleg gögn um Emmessís. Söluferlið hafi staðið fram á mitt síðasta ár. Ekki náðist í Sigurjón R. Rafnsson, að­ stoðarkaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, við vinnslu fréttarinn­ ar. Eiga Hnetutopp Þegar ekkert ásættanlegt tilboð barst hófu eigendurnir viðræður við Ís­ landsbanka, stærsta lánardrottinn ísgerðarinnar, um endurfjármögn­ un Emmessíss. Þeim samning­ um lauk fyrr á þessu ári og eins og kom fram í DV þann 7. október þá keypti hópur fjárfesta undir forystu Einars Arnar Jónssonar, sem oft er kenndur við Nóatún, 90 prósenta hlut í fyrirtækinu í ágúst. Hópurinn samanstendur af Gyðu Dan Johan­ sen, fjárfesti og eiginkonu Ara Ed­ wald, forstjóra Mjólkursamsölunnar (MS), Þóri Erni Ólafssyni, fyrrver­ andi framkvæmdastjóra Sector við­ skiptaráðgjafar, og Ragnari Birgis­ syni, framkvæmdastjóra Emmessíss og fyrrverandi formanni Samtaka ís­ lenskra sparisjóða. Fjárfestarnir fóru, eins og kom fram í frétt DV, inn í hluthafahópinn þegar þeir lögðu fyrirtækinu til 50 milljónir króna í hlutafé en rekstur þess hefur verið þungur síðustu ár. Einar, Þórir og Gyða settust þá öll í stjórn fyrirtækisins. Einkahlutafélagið Hnetutoppur, sem var stofnað í júlí síðastliðnum, greiddi 43 milljónir fyrir 77% hlut í Emmessís í hlutafjáraukningunni í ágúst. Samkvæmt upplýsingum DV heldur félagið á eign Einars, Þóris og Gyðu í ísgerðinni. Ragnar Birgisson greiddi sjö milljónir króna fyrir 13% hlut. Einkahlutafélagið SPB er að fullu í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ). Stjórnarformaður SPB er Haukur C. Benediktsson, fram­ kvæmdastjóri ESÍ. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Emmessís Ísgerðin er til húsa í sömu byggingu og Mjólkursamsalan sem átti og rak fyrirtækið í áratugi eða til ársins 2007. Boðið að kaupa Samkvæmt heimildum DV var stjórnendum Kaupfélags Skagfirðinga boðið að gera tilboð í Emmessís í byrjun árs 2015. Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri og Sigurjón R. Rafnsson er aðstoðarkaupfélagsstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.