Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Page 11
Vikublað 15.–17. nóvember 2016 Fréttir 11 » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá: Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel® Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation. Vonast til að fá nýra áður en barnið fæðist eru nú á formlegum biðlista eftir ígræðslu n Biðin eftir lífgjöf getur tekið á komin varðandi líffæraígræðslur í Svíþjóð. „Okkur líst illa á þetta. Þetta gekk vel í fyrra, átta ígræðslur, en síðan ekki fyrr en í byrjun þessa mánaðar sem eitthvað gerist í ár. Fólk er því orðið áhyggjufullt og engin svör hafa fengist. Á tímabili vonaði maður að þetta væri bara sveifla, það kæmu kannski 5–6 mánuðir og svo myndu hrannast inn líffæri. En það virðist ekki ætla að gerast.“ Og líkt og DV greindi frá þá fást skýringar víst ekki fyrr en eftir fund lækna og Sjúkra- trygginga ríkisins við forráðamenn verkefnisins í Svíþjóð. Það er eitt að vera á biðlista svo veikur og vita í raun aldrei hvenær kallið kemur, en þegar nauðsynleg líffæri eru ekki að berast til að hægt sé að grynnka á biðlistanum og færa fólki aukin lífsgæði og raun lífsgjöf þá verður það enn erfiðara. Aðspurður hvernig það sé að vera á bið eftir ein- hverju sem hann veit að muni bæta líf hans svo mjög segir Hannes að hann geti ekki leyft sér að hugsa um það allan daginn. „Fyrst þegar maður byrjaði þá var spenna, eins og að geta ekki lagt frá sér símann, en nú eiginlega er þetta að koma aftur í hausinn á mér. Ef síminn hringir á óvenjulegum tíma þá kippist maður til. Ef ég gerði ekk- ert annað en að hugsa um það myndi ég ekki gera neitt annað. Maðurinn lagar sig að aðstæðum.“ Á von á öðru barni í janúar En þótt lífið sé ekki alltaf einfalt eða auðvelt fyrir nýrnasjúklinga í þessum sporum þá minnir Hannes á að hann sé fjarri því hættur að lifa. „Ég er kvæntur og ég á fjögurra ára gamalt barn og ég á von á öðru barni í janúar. Þannig að ég er ekkert hættur að lifa en þetta er afskap- lega heftandi. Ég er ekki að ferðast mikið. Lengi vel gátum við ekki far- ið um Ísland, það var auðveldara að ferðast um heiminn en Ísland. Því það er bara nýtilkomin blóðskilun á Akur eyri þannig að maður getur far- ið norður og verið á Akureyri. Ég get ekki verið meira en þrjá daga frá vél- inni. Ef ég væri meira en viku þá væri það lokaför.“ Eðlilegra að afskrá sig en skrá sig Eitt þeirra mála sem oftar en einu sinni hafa dagað uppi á Alþingi er frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf sem víða er kveðið á um. Það merkir að gengið er út frá því að einstaklingur sem lætur lífið vilji að líffæri hans séu notuð til ígræðslu nema hann hafi áður gefið skriflega yfirlýsingu um annað. Hér á landi er gengið út frá ætlaðri neitun. Ítrekað hafa verið lögð fram frumvörp sem ekkert hefur orðið úr. Aðspurður hvort það þurfi ekki að fara að breyta þessu hér segir Hannes að svo sé. „En það er ekki lausn. Það er einn af mörgum þáttum eins og kynn- ingarstarf og umfjöllun um málefni líffæragjafa. Maður er þakklátur fyrir að á undanförnum 3–4 árum hefur verið mikil umræða um líffæra- gjafir í fjölmiðlum. Það hafa komið fram einstaklingar sem misst hafa ættingja og þeir hafa gefið líffæri og rætt hvað það hafi hjálpað þeim í sorgarferlinu og annað, og einstak- lingar sem þegið hafa líffæri. Ég held að ætlað samþykki myndi hjálpa til við lengri tíma viðhorfsbreytingu í samfélaginu. Svo er eðlilegt ef fólk er mjög á móti þessu þá skráir það sig bara úr þessu. Það eru meiri lík- ur á að einstaklingur sem er á móti líffæragjöf skrái sig út en að einstak- lingur sem vill gefa líffæri finni sér tíma til að skrá sig á líffæralista.“ Hannes bendir á að kannanir hafi sýnt að átta af hverjum tíu Íslending- um segjast fylgjandi líffæragjöf, en fæstir hafa fyrir því að skrá þann vilja sinn eða ræða við nána ættingja. Það leiðir til þess að aðstandendur eru spurðir og þeim finnst erfitt að taka slíka ákvörðun. Svo fer að 40 prósent aðstandenda látins ættingja hafna brottnámi líffæra til ígræðslu hér, sem er svipað hlutfall og þekkist annars staðar. Fyrir utan lifandi gjafa þá er andlát vegna heiladauða forsenda þess að unnt sé að nýta líffæri látinna einstaklinga til ígræðslu. Frá einum látnum einstaklingi er mögulegt að gefa allt að sjö einstaklingum nýtt og betra líf. Stór gjöf „Þetta er rosastór gjöf,“ segir Hannes og strýkur yfir magann þar sem nýrað úr móður hans var grætt í hann fyrir um 16 árum. Þegar kemur að nýraígræðslu, sem er algengasta líffærið sem grætt er í Íslendinga, er eitt nýra sett, yfir- leitt í kviðarholið. Þú færð ekki nýra nema bæði nýrun séu hætt að starfa. „Menn geta alveg lifað eðlilegu lífi með annað nýra í kannski 50 pró- senta starfsemi, við erum með „back- up“. Í mínu tilfelli er allt farið og það sem ég er með hérna,“ segir hann og strýkur aftur yfir kviðinn, „það hlunk- ast aðeins áfram. Það er ekki fyrr en nýrnastarfsemin er komin niður fyrir 10 prósent að maður þarf á þessari meðferð að halda og farinn að finna veruleg einkenni.“ Vonast eftir nýra áður en barnið fæðist Eftir rúm sjö ár í blóðskilun og tæp tvö ár á formlegum biðlista eftir nýraígræðslu liggur því beinast við að spyrja Hannes, hvað hann telji að hann þurfi að bíða lengi enn. „Læknirinn var að grínast með að þetta ætti að koma fyrir jólin. Ég er reyndar að flytja um mánaðamótin þannig að ég vona að það komi þá svo ég sleppi við það,“ segir hann glettinn. „En það væri gott að geta klárað þetta áður en barnið fæðist,“ segir Hannes sem er þó fljótur að bæta við að björninn sé ekki unninn þegar ígræðslu er lokið. „Nýrað er meðferð, ekki lækning. Ég hef farið í gegnum þetta áður og ég segi alltaf við fólk: Gefið ykkur ár til að jafna ykkur. Ég veit af mönnum sem hefur fundist þeir svo hraustir eftir 3–4 mánuði að þeir rjúka út á vinnumarkað- inn og þá hrynur allt. Menn verða að gæta sín. Eftir nokkurn tíma, ár eða tvö, kemur jafnvægi en menn eru auðvitað mismunandi. Sumir kenna sér aldrei meins eftir ár, en aðrir eru að kljást við þetta áfram. Fyrsta nýrað sem gefið var á Íslandi er enn starfandi.“ n „Ég er ekkert hættur að lifa en þetta er afskaplega heftandi. „Ég myndi þiggja nýra frá hverjum sem er í dag“ Svanur fékk nýra frá föður sínum 16 ára gamall en síðan það gaf sig er lífið á biðlistanum þrautin þyngri Hinum megin við vegginn þar sem Hannes er í blóðskilun liggur annar ungur maður, Svanur Halldórsson, 32 ára, í sömu erindagjörðum. DV hefur áður sagt frá baráttu hans fyrir nýju nýra eftir að hann biðlaði til fólks í von um að einhver vildi gefa honum nýra í ágúst síðastliðnum. Nú, tæpum þremur mánuðum síðar, er hann enn í sömu sporum og þá. Hann mætir þrisvar í viku í blóðskilun, fjórar og hálfa klukkustund í senn. „Ég fékk fyrsta nýrað þegar ég var 16 ára, frá pabba,“ segir Svanur í samtali við blaðamann meðan hann liggur innan um aðra sjúklinga á deildinni og blóðskilunarvélin vinnur sína vinnu. Hann greindist fyrst með nýrnasjúkdóm þegar hann var ungbarn en hann háði honum ekki fyrstu árin. Hann stundaði íþróttir og var heilsuhraustur þótt hann hafi af og til þurft að leggjast inn á spítala vegna sýkinga sem fylgja sjúkdómnum. Hann slapp við blóðskilunarvélina á sínum tíma en þegar gjafanýrað fór að gefa sig í janúar í fyrra sáu menn í hvað stefndi. Gjafanýrað hafði haldið honum gangandi í á sext- ánda ár, sem Svanur segir að sé meðallíftími nýra eftir ígræðslu sem þessa. Ljóst var að hann þyrfti nýtt nýra og eftir nokkurra mánaða undirbúningsrannsóknir var hann, í október 2015, kominn á hinn formlega biðlista eftir nýju nýra frá Svíþjóð, þar sem lifandi gjafi hefur ekki enn komið til sögunnar. Hann segir að lífið á biðlistanum taki á. „Þetta ruglar mann alveg, maður veit ekkert í hvað stefnir, maður hefur engin svör og enga sýn á framtíðina. Það gengur ekki að þurfa að vera í svona stöðu, þetta er alveg ömurlegt.“ Hann segir að líf hans snúist nú um að halda sér gangandi þar til hið fullkomna nýra finnst fyrir hann. „Ég hef ekki fókus í að gera eitthvað annað í lífinu en bara þetta eins og er. Það snýst bara allt um þetta, og að halda sér gangandi. Sérstaklega andlega, þetta er mjög erfitt andlega.“ Hann segir að það hafi ekki auðveldað biðina að vita að flöskuháls hafi myndast varðandi nýru sem Íslendingar eru að fá frá Svíþjóð, eins og komið hefur fram. Hinn möguleikinn sé alltaf að fá lifandi gjafa, nokkuð sem hann heldur einnig í vonina um. Þótt tíðni lifandi gjafa hér á landi sé mjög há miðað við það sem gengur og gerist annars staðar, hátt í 70 prósent, segir Svanur að ýmislegt þurfi að ganga upp. „Það þarf að vera rétti blóðflokkurinn aðallega og vefjaflokkur en líka að það séu einhvers konar tengsl milli líffæragjafa og líffæraþega. Það er krafa núna, en það þyrfti bara að afnema hana að mínu mati. Ég myndi þiggja nýra frá hverjum sem er í dag. Maður er orðinn það örvæntingarfullur. Skiljanlega, þetta er bara alltaf barátta. En best er ef nýrað er úr einhverjum nánum ættingja.“ En hvernig er að þurfa að leita til fjölskyldu eða ættingja með slíka bón? „Það er erfitt. Þetta er siðferðislega erfið spurning þannig að ég fæ alltaf hjálp frá mínum nánustu og fólk er upplýst um stöðu mína. Ég fer ekki beint upp að fólki og bið það um að skrá sig. Fólk er upplýst um mína stöðu en ég ýti aldrei á fólk, ég skil viðhorf annarra. Það tekur langan tíma að hugsa sig um að vilja að gefa. En þetta þarf bara að koma frá hjartanu, vera meðvituð ákvörðun hjá þeim sem ætlar að gefa.“ Þannig að þar til leysist úr þeim hnút sem kominn er upp varðandi biðlistann eftir nýrum úr hinu norræna samstarfi er það blóðskilunarvélin sem heldur Svani gangandi. „En það verður að opna augu almennings fyrir því hversu miklu máli þetta skiptir. Og þessi listi er þannig að ég er ekki númer neitt. Ég er bara númer eitt til tólf. Þetta snýst bara um að bíða eftir hinu fullkomna nýra frá Svíþjóð.“ 11. nóvember 2016 Helgarblað 11.–14. nóvember 2016 6 Fréttir A lgjört hrun hefur orðið á fjölda þeirra nýrna sem ís- lenskir nýrnasjúklingar hafa fengið til ígræðslu á árinu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir. Átta nýrna- ígræðslur voru framkvæmdar í fyrra í tengslum við verkefnið en aðeins ein það sem af er þessu ári. Það var nú í byrjun mánaðarins sem sjúklingur fór út til Svíþjóðar. Sjúklingar sem bíða eftir ígræðslu eru uggandi og aðstandendur verk- efnisins hér á landi eru áhyggjufullir yfir þróuninni. Boðað hefur verið til fundar með fulltrúum Sahlgrenska- háskólasjúkrahússins í Gautaborg síðar í þessum mánuði þar sem skýr- inga á þessu verður leitað. Tólf Ís- lendingar eru nú formlega á biðlista eftir nýrnaígræðslu. Úr átta niður í einn „Við viljum fá skýringar,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteym- is Landspítalans, um fundinn. Runólfur segir að nýrnaígræðslur hafi gengið mjög vel undanfarin ár og Íslendingar séu með mjög hátt hlut- fall nýrnabilaðra sem hafa ígrætt nýra. Það sé fyrst og fremst því að þakka að við séum með mikið af lifandi gjöfum. En ígræðslur fyrir þá sem ekki hafa völ á lifandi gjafa fara fram erlendis. Um er að ræða samstarf milli Norðurland- anna undir merkjum ígræðslustofn- unarinnar Scandiatransplant sem starfrækir líffærabanka. Líffæri sem Íslendingar gefa fara í bankann og ígræðsla fer oftast fram á Sahlgrenska- háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð sem er samstarfssjúkrahús verkefnisins. Þannig hefur það verið frá árinu 2010, en í ár hefur myndast einhver flöskuháls varðandi nýru. „Það voru átta tilfelli í fyrra og fimm til sex á ári að meðaltali árin þar á undan síðan þetta færðist til Gauta- borgar frá Kaupmannahöfn. En í ár fór sá fyrsti út núna í þessum mánuði. Það er mjög sláandi samanborið við fjölda síðustu ára,“ segir Runólfur. „Byggt á því þá fer að myndast órói meðal þeirra sem bíða. Aðgengið hef- ur verið gott en það breyttist núna.“ Hann segir þó að þetta eigi ekki við um önnur líffæri, en eftirspurnin eftir nýrum er langmest. Höfum gefið mikið í samstarfið „Þetta er sérstök staða, ekki síst í ljósi þess að við höfum verið að gefa mik- ið af líffærum síðastliðin tvö ár í þetta samstarf.“ Runólfur bendir á að í sumum til- vikum geti líffæri sem komi héðan til dæmis hentað best sjúklingum í Danmörku eða Finnlandi og fara til Sahlgrenska, þar sem ígræðslurnar eru gerðar í langflestum tilvikum. „Það hefur verið mikill vilji til að gefa líffæri meðal fólks hér sem hefur verið í þeirri aðstöðu. Þess vegna finnst fólki sláandi þegar ígræðslu- tíðnin dettur svona niður,“ segir Runólfur. Hann bendir á að fyrir liggi samstarfssamningur vegna verkefnis- ins en þar sé ekki kveðið nákvæmlega á um fjölda líffæra sem Íslendingar eigi að fá úthlutað á ári hverju. „En það er búið að boða til fundar með þeim. Samningsaðilinn hér er Sjúkratryggingar Íslands og það verður fundur með fulltrúum Sahlgrenska í lok þessa mánaðar þar sem farið verður yfir þetta mál.“ Vilja svör Sem stendur hafa menn því engar skýringar fengið á þessari niðursveiflu. „Í sumum tilfellum geta verið skýr- ingar. Það er þannig með nýru að sum- ir einstaklingar geta staðið höllum fæti því þeir eru með mótefni í blóði sem beinist gegn þeim líffærum sem völ er á. Þá fá þeir ekki þennan valkost og bíða lengur. Við viljum fara vel yfir málið og fá skýringar á því hvað hef- ur gert það að verkum að þetta hefur dottið svona niður. Við erum búin að senda þeim erindi út af því og það tek- ur þá tíma að fara yfir þessi mál síð- ustu mánuði til að geta gefið viðhlít- andi svör og það er stefnt að því síðar í mánuðinum. Það eru enn tæpir tveir mánuðir eftir af árinu en okkur fannst rétt að leita eftir því að fara yfir stöðu mála eins og mikilvægt er í samstarfi þjóða um svona mikilvægt mál. Verk- efnið hefur gengið vel síðan við flutt- um okkur til Gautaborgar árið 2010, en svo kemur þetta skeið núna sem við erum ekki alveg ánægð með. Við telj- um að það þurfi að skoða hverju sætir.“ Tólf á biðlista Eins og sakir standa eru tólf nýrna- sjúklingar nú á formlegum biðlista eftir nýrnaígræðslu á Íslandi en nokkrir til viðbótar á undirbúnings- stigi sem felur í sér viðamiklar undir- búningsrannsóknir. „Það er misskilningur margra að halda að nú þegar þeir séu komnir með nýrnabilun þurfi bara eitt sím- tal til Svíþjóðar og þeir séu komnir á lista. Það er ekki svo. Það er þung meðferð og undirbúningsrannsóknir sem tengjast ígræðslum.“ n Vissir þú þetta um líffæraígræðslu? n Líffæri sem Íslendingar gefa fara í líffærabanka Scandiatransplant en ígræðsla þeirra fer oftast fram Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. n Árangur af líffæraígræðslum er orðinn afar góður. n Stærsta vandamálið er enn skortur á líffærum til ígræðslu. n Nýru eru þau líffæri sem oftast eru grædd í Íslendinga, eins og aðra. n Hlutfall lifandi gjafa sem gefa nýra er mjög hátt hér á landi og undanfarna tvo áratugi hafa þeir verið um 70% af öllum nýragjöfum. n Önnur líffæri en nýru koma nær eingöngu frá látnum líffæragjöfum. n Frá einum látnum gjafa hafa komið líffæri sem hjálpað hafa sex einstaklingum. Ein n látinn einstaklingur getur mögulega gefið SJÖ einstaklingum nýtt og betra líf. n Andlát vegna heiladauða er forsenda þess að unnt sé að nýta líffæri látinna einsta k- linga til ígræðslu. n Læknar koma frá Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu og framkvæma brottnám og fara með líffærin til Gautaborgar. n 80% einstaklinga segjast myndu samþykkja að líffæri þeirra yrðu notuð til ígræðsl u ef sú staða kæmi upp, samkvæmt könnunum. n Fæstir hafa fyrir því að skrá þann vilja sinn og ræða hann við nána ættingja. Það leiðir til þess að aðstandendur eru spurðir og þeim finnst erfitt að taka slíka ákvörðun . n Allt að 40% aðstandenda látins ættingja hafna brottnámi líffæra til ígræðslu hér á landi, sem er svipað hlutfall og þekkist annars staðar. n Víða er kveðið á um ætlað samþykki sem merkir að gengið er út frá því að einstak- lingur sem lætur lífið vilji að líffæri hans séu notuð til ígræðslu nema hann hafi áður gefið skriflega yfirlýsingu um annað. n Hér á landi er hins vegar gengið út frá ætlaðri neitun. Ítrekað hafa framlögð frum- vörp að lögum um ætlað samþykki dagað uppi á Alþingi. Sífellt fleiri lönd hafa breytt lögum sínum og gera nú ráð fyrir ætluðu samþykki. n Þú getur skráð þig sem líffæragjafa á vefsíðu Landlæknis: www.donor.landlaeknir. is Heimild: Félag nýrnasjÚkra, www.nyra.is sigurður mikael jónsson mikael@dv.is „ Í ár fór sá fyrsti út núna í þessum mánuði. Það er mjög sláandi samanborið við fjölda síðustu ára. Einn fEngið nýrA þAð sEm Af Er ári n Íslendingum gengur illa að fá ígræðslu í gegnum norrænt samstarf Vill svör Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans, segir fækkunina sláandi og vill fá svör. Óútskýrð fækkun Í fyrra gengust átta Íslendingar undir nýrna- ígræðslu á Sahlgrenska-há- skólasjúkrahúsinu í Gautaborg og nutu þar góðs af hinu norræna samstarfi. Það sem af er ári hefur aðeins einn farið til Svíþjóðar í þeim erindagjörðum. mynd 123rF.com Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp, í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.