Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Síða 15
Vikublað 15.–17. nóvember 2016 Fréttir Erlent 15 Bláuhúsin v. Faxafen s: 568 1800 s: 588 9988 s: 511 2500 Kringlunni Skólavördustíg 2 Bestir í sjónmælingum Tímapantanir í síma 5 Danmörk Danir skipa fimmta sætið í þessum undirflokki og 9. sætið í það heila á lista Legatum. Það sem dregur Dani helst niður er heilbrigðiskerfi landsins, en þar eru Danir í 23. sæti. Danir standa þó vel að vígi hvað varðar efnahag þar sem þeir eru í 6. sæti og hvað varðar menntunarstig þar sem þeir eru í 7. sæti. 7 Þýskaland Þýskaland er eitt öruggasta ríki heims og öruggasta ríki Evrópu með íbúafjölda yfir 10 milljónir. Þetta er raunin þrátt fyrir að hryðju- verkaógn hafi reglulega skotið upp kollinum undanfarin misseri. Þjóðverjar skora hátt í öllum undirflokkum, en neðstir eru þeir þegar kemur að persónulegu frelsi einstaklinga þar sem Þjóðverjar eru í 21. sæti. 6 Noregur Noregur skorar hæst á lista Legatum þegar allar breytur og allir undirflokkar hafa verið reiknaðir saman. Þeir eru þó í 6. sæti þegar kemur að flokknum öryggi og velferð. Þess má geta að Norðmenn eru á topp 15 listanum í öllum undirflokkum. 8 Sviss Sviss er eitt öruggasta ríki heims og það þarf í raun ekki að koma á óvart. Sviss er í fjórða sæti á lista Legatum þegar allir undirflokkar hafa verið teknir saman, en þess má geta að Sviss er í 1. sæti þegar kemur að flokknum menntun. Þar eru lögð til grundvallar atriði á borð við fjölda nemenda á hvern kennara, gæði háskóla og afstöðu nemenda til gæða náms sem þeir stunda svo dæmi séu tekin. 10 Svíþjóð Svíar rétt skríða inn á topp 10 listann að þessu sinni en þeir geta þó ágætlega við unað enda í 8. sæti á lista Legatum í heildina. Svíar skara ekki beint fram úr í neinum undirflokkum en eru ekki heldur neðarlega í neinum sem heitið getur. Efst eru þeir í 3. sæti í flokknum hagkerfi en þar er tekið tillit til þátta eins og markaðsstærðar, atvinnuleys- is, verðbólgu og hagvaxtar. Neðstir eru þeir þó í 18. sæti í flokknum félags- legur auður en þar er að finna atriði sem lúta að félagslegum þáttum. Má þar nefna traust gagnvart náunganum, tækifæri til vinamyndunar, þátt- töku í góðgerðastarfi, traust til lögreglu og kosningaþátttöku. 9 Austurríki Nágrannaríki Sviss, Austurríki, er of-arlega á lista þegar kemur að öryggi og velferð þegna. Austur ríki er einu sæti neðar en Ísland, í 15. sæti, í heildina. Það eru aðallega tveir flokkar sem draga Austurríki niður á heildarlistan- um; heilbrigðiskerfið (25. sæti) og persónulegt frelsi (23. sæti).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.