Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Qupperneq 26
Vikublað 15.–17. nóvember 201618 Sport
Skráðu þig í Bed&Breakfast klúbbinn
okkar og fáðu betri kjör
s: 426 5000 — booking@bbkefairport.is — bbkeflavik.com
Ertu á leið í flug?
Við geymum bílinn frítt,
keyrum þig á flugvöllinn og
sækjum þig við heimkomu
Meðalmenn ensku
úrvalsdeildarinnar
n Þetta eru leikmennirnir sem eru á pari við tölfræðilegt meðaltal helstu flokka
Þ
egar kemur að tölfræði í
knattspyrnu eru leikmenn
oftar en ekki flokkaðir eftir
því hvort þeir skari fram úr
eða séu að leika undir pari;
bestur og lélegastur. En einhvers
staðar mitt á milli þessara andstæðu
póla afrekanna leynist meðaltalið.
Breska dagblaðið Telegraph birti
á dögunum áhugaverða úttekt um þá
leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar
sem leikið hafa á eða sem næst töl-
fræðilegu meðaltali í hinum ýmsu
flokkum. Úttektin byggir á tölfræði
allra þeirra leikmanna sem byrjað
hafa að minnsta kosti fimm úrvals-
deildarleiki á tímabilinu. Meðal-
tal mismunandi tölfræðiupplýsinga
fyrir hina ýmsu þætti síðan fundið og
meðalmenn deildarinnar afhjúpaðir.
Þetta eru þeir, eftir flokkum. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Skotfimi
Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur átt
erfitt uppdráttar það sem af er tímabili og miðið hefur
einnig verið að svíkja hann þegar hann kemst í færi. Sama
má segja um þýsku stjörnuna Mesut Özil hjá Arsenal sem
þrátt fyrir að hafa verið í markastuði í Meistaradeildinni hefur ekki stillt miðið í deild.
46,15% skota þeirra félaga hitta markið sem er örlítið yfir meðaltali leikmanna deildar-
innar, sem er 45,8% Þegar kemur að skotnýtingu, þ.e. að klára færin sín, er Christian
Benteke, framherji Crystal Palace, algjör meðalmaður. Skorar úr 14,8% skota sinna sem er
einmitt meðaltalið.
Sendingar
Hvorugur þeirra Raheem Sterling,
leikmanns Manchester City, né Jermain
Defoe, leikmanns Sunderland, er þekktur
fyrir sendingagetu sínu, og með réttu. Að
meðaltali enda 79,8% sendinga þeirra á
samherja. Tölfræði sem Pep Guardiola,
stjóri City, gæti haft áhyggjur af í ljósi þess
hversu mikla áherslu hann leggur á að lið
hans haldi boltanum.
Þegar kemur að heppnuðum sending-
um á vallarhelmingi andstæðinganna
eru Marcos Alonso, bakvörður Chelsea,
og Modou Barrow, framherji Swansea,
algjörir meðalmenn. 73,2% sendinga þeirra,
sóknarmegin við miðju, enda á samherja.
Fyrirgjafir
Craig Dawson leikmaður West Brom er að
upplagi miðvörður og hefur því oft og tíðum
verið ankannalegur í bakvarðarstöðunni
sem hann er nú að leysa. Sérstaklega þegar
kemur að því að flengja fyrirgjafir inn í teig.
Tölfræðin sýnir að hann getur bætt sig.
24,02% fyrirgjafa hans finna samherja, sem
er rétt undir meðaltali deildarinnar.
Skallaeinvígi
Ætla mætti að sú staðreynd að hann er
nærri tveir metrar á hæð veitti Joel Matip,
varnarmanni Liverpool, ákveðið forskot í
loftinu. Hinn hávaxni miðvörður vinnur þrátt
fyrir það aðeins 50,6% skallaeinvíga sem
hann fer í. Þegar litið er til sóknarskalla, þá
er Benteke aftur meðalmaður þegar kemur
að því að hitta markið með því að skalla
knöttinn. Aðeins 37,5% tilrauna hans með
höfðinu enda á markinu.
Tæklingar
Það kemur kannski fæstum á óvart að David Luiz, miðvörður Chelsea, er miðlungstækl-
ari. Ásamt sex öðrum leikmönnum, Gael Clichy, Joe Ledley, Jake Livermore, Duncan
Watmore, Yannick Bolasie og Geoff Cameron, sem vinna aðeins 72,7% tæklinga sinna.
Varnarskipulag stjóra Chelsea er þó slíkt að liðið hefur, þrátt fyrir meðalmennsku Luiz,
haldið hreinu í fimm leikjum í röð.
Knattrak
Tveir leikmenn, hvor á sínum enda vallarins,
eru meðalmenn þegar kemur að því að rekja
knöttinn fram hjá andstæðingum sínum.
Troy Deeney, framherji Watford, og Matt
Lowton, varnarmaður Burnley, sjá við
andstæðingum sínum í 55,4% tilfella.
Markvarsla
Hinn skrautlegi, og oft og tíðum mistæki,
markvörður Watford, Heurelho Gomes, er
meðalmarkvörður þegar kemur að því að
verja skot. Hann ver 67,8% þeirra skota sem
enda á marki hans, meðaltal deildarinnar
er 67,4%.