Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 29. nóvember–1. desember 20162 Fréttir Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 gæða dekk á góðu verði É g er algjörlega búin að fá upp í kok af þessu ástandi. Hér eftir mun ég keyra sjálf til Ísafjarðar og sækja póstinn minn,“ segir Ásgerður Soffía Nönnudóttir, íbúi á Þingeyri. Um talsverðan spotta er að ræða því leiðin frá Þingeyri til Ísafjarðar er um 50 kílómetra löng og liggur yfir Gemlufallsheiði sem er stundum ófær. Soffía ætlar hins vegar að leggja þetta á sig vegna meintra bresta í þjónustu Íslands- pósts við Þingeyri. Þrír pakkar til hennar hafa týnst á undanförnum mánuðum og hending er ef bréfpóst- urinn berst á rétt heimilisfang. Sömu sögu segir annar íbúi, Jón Reynir Sig- urðsson. Í svari frá Íslandspósti kem- ur fram að nýr starfsmaður hafi ný- lega tekið við þjónustunni og fylgst verði vel með málinu. Skírnargjöf glataðist Pósthúsinu á Þingeyri var lokað fyrir tveimur árum og þjónustan flutt til Ísafjarðar. Þar er pósturinn flokkaður og síðan hefur starfsmaður Íslands- pósts keyrt með póstinn yfir til Þing- eyrar. „Til að byrja með gekk þetta ágætlega en síðan öflugur starfs maður hætti í sumar þá hefur þjónustan verið í fullkomnum ólestri. Starfsmanna- veltan hefur verið gríðarleg og ég held að fimmti einstaklingurinn sé að sinna þessu verkefni núna,“ segir Soffía. Þrír pakkar sem hún átti von á að utan hafi týnst í meðförum Íslandspósts og það sé hending ef bréfpóstur berst til hennar. „Ég panta reglulega frá Ali Ex- press og á undanförnum mánuð- um hafa þrír pakkar ekki skilað sér. Í kerfi póstsins er aftur á móti skráð að pakkarnir hafi skilað sér til Þingeyrar en þeir bárust aldrei. Sá síðasti barst til Þingeyrar 10. nóvember en ég hef ekki séð tangur né tetur af honum,“ segir Soffía. Annar pakki hafi verið skírnargjöf fyrir nýjasta barnabarn Soffíu sem var, eins og gefur að skilja, afar óheppilegt. Gjöfin átti að berast í sumar eða fyrir um fimm mánuð- um. „Þegar ég hafði samband við Ís- landspóst vegna þessara sendinga þá var mér sagt að það myndi taka þrjá mánuði að hafa upp á þessum pökkum. Ég hef ekkert heyrt í þeim síðan,“ segir Soffía. Viðkvæmar persónu upplýsingar á víð og dreif Þá hafi liðið heill mánuður í haust þar sem enginn bréfpóstur barst á heimili hennar. „Áttræður nágranni minn, sem býr tveim götum frá mér, hefur þrívegis komið með bréf sem áttu að berast mér. Það er ljóst að við í fjölskyldunni fáum aðeins brot af þeim persónulega pósti sem okk- ur á að berast. Í þessum pósti eru viðkvæmar persónuupplýsingar, eins og bankayfirlit og annað, sem maður kærir sig kannski ekki um að fari út um allt,“ segir Soffía og bætir við að hún treysti ekki Íslandspósti lengur. Að hennar sögn hefur hún margoft sent kvartanir til Íslands- pósts á Ísafirði. „Það eru alltaf sömu svörin. Að þjónustan verði bætt og að þetta sé einstakt mál. Ég veit hins vegar að margir aðrir í þorpinu eru að upplifa það sama. Það er eins og Íslandspóstur haldi að fólk tali ekki saman,“ segir Soffía. Pósturinn týndur í tvo mánuði Annar Þingeyringur, Jón Reynir Sig- urðsson, hafði sömu sögu að segja. Hann dvelur í Reykjavík nú um stundir og borgaði 6.900 krónur í september til þess að fá póstinn áframsendan suður. „Pósturinn minn var týndur í tvo mánuði. Ég frétti af pósti frá mér á sveitabæ í Arnarfirði og einnig á bæ í Dýra- firði. Þá var eitthvað af bréfunum sett inn um póstlúguna á húsinu mínu á Þingeyri. Ég hringdi í póst- inn og sagði að ég væri að íhuga að fá mér bréfdúfur,“ sagði Jón Reynir. Síðustu misseri hafa bréf borist af og til en sjálfur er hann sannfærð- ur um að allur pósturinn berist honum ekki. Munur á Þingeyri og Flateyri Þá segist Jón Reynir hafa átt von á pakka á haustmánuðum sem í voru varahlutir fyrir bílinn hans, sem var á þeim tímapunkti sundurrifinn á verkstæði í þorpinu. „Ég fékk bara fylgibréfið en sjálfur pakkinn fór til Flateyrar. Ég bað Íslandspóst um að redda þessu í hvelli, enda kostnað- ur og óþægindi sem fylgdu þessu fyrir mig og ekki við mig að sakast þótt starfsfólk Íslandspósts þekki ekki muninn á Þingeyri eða Flat- eyri. En það var ekki hægt að verða við því,“ segir Jón Reynir. Að hans mati hefur verið viðvarandi stjórn- unarvandi hjá Íslandspósti á Ísa- firði og starfsmannaveltan eftir því. „Þetta er almenningsfyrirtæki og reksturinn er alltaf að hnigna. Það er afar sorglegt,“ segir hann. Íslandspóstur fylgist náið með Í svari frá Íslandspósti kemur fram að fyrirtækið taki skyldur sínar mjög alvarlega og vilji eftir fremsta megni koma í veg fyrir að mál sem þessi komi upp. „Það er nýr starfsmaður sem sér um póstútburð á Þingeyri en hann hefur verið að læra inn á starf- ið. Búið er að fara yfir vinnuferlið með viðkomandi starfsmanni og eins um mikilvægi þess að lesa vel á póstinn áður en hann er borinn út eða afhentur. Fylgst verður náið með málinu í framhaldinu,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Mér er algjörlega nóg boðið“ Soffía ætlar að keyra 100 kílómetra til að sækja póstinn sinn á Ísafirði Íslandspóstur á Ísafirði Viðskiptavinir á Þingeyri telja viðvarandi stjórnunarvanda og mikla starfsmannaveltu hjá Íslandspósti á Ísafirði valda óásættanlegri þjónustu. „Þegar ég hafði samband við Íslandspóst vegna þessara sendinga þá var mér tjáð að það myndi taka þrjá mánuði að hafa upp á þessum pökkum. Ég hef ekkert heyrt í þeim síðan. Gómaður með fíkniefni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni 26 kannabisplöntur, 85,18 grömm af marijúana og 24,76 grömm af kókaíni, en efnin fund- ust við leit lögreglu í húsnæði í Kópavogi fyrr á þessu ári. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi, en hann á nokkurn sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2000. Auk þess að sæta þriggja mánaða fang- elsi var manninum gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna og sakarkostnað, samtals 270 þúsund krónur. Tvö innbrot á Suðurnesjum Tvö innbrot í heimahús voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum undir helgina. Í dagbók lögreglu segir að í báðum tilvikum hafi húsráðendur ver- ið fjarverandi um einhvern tíma. Ekki liggja fyrir nákvæmar upp- lýsingar um hversu miklu stolið var en ljóst er að um var að ræða fjármuni og skartgripi. Málin eru í rannsókn. Lögregla vill af þessu tilefni minna á mikilvægi þess að fólk gangi vel og tryggilega frá heimilum sínum áður en að heiman er haldið. Jafnframt að nágrannavarsla reynist vel og að það sé því gagnlegt að tilkynna nágrönnum um væntanlega brottför.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.