Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 2
Helgarblað 2.–5. desember 20162 Fréttir FÁKASEL - FYRIR ALLA Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050 matur, drykkur og skemmtun Arnaldur og Yrsa ódýrari en í fyrra N ýjustu bækur metsölu- höfundanna Arnaldar Indriða sonar og Yrsu Sig- urðardóttur eru í flestum tilfellum mun ódýrari en bækur þeirra á sama tíma í fyrra. Munað getur allt að 11 prósentum á verði bókanna milli verslana. Bónus býður lægsta verðið. Þetta leiðir verðkönnun DV í fjórum völdum verslunum í ljós. Mikil hækkun í fyrra DV hefur á undanförnum árum framkvæmt verðkönnun á bókum þessara tveggja vinsælustu höf- unda landsins í lok nóvember/ byrjun desem- ber en rithöf- undarnir senda án undantekn- ingar frá sér bækur fyrir jólin. Miklar verðhækkanir voru á bókum þeirra milli ár- anna 2014 og 2015 sem skýrðust að hluta til af breytingum á virðis- aukaskattþrepinu í ársbyrjun 2015. En hækkunin reyndist langt um- fram hana. Í ár hefur orðið breyting á. Mest reyndist hækkunin milli ára 34 prósent. Lægra verð en í fyrra Bók Arnaldar, Petsamo, er ódýrust í Bónus og kostar 4.479 krón- ur en Þýska húsið kostaði á sama tíma í fyrra 4.798 krónur. Bókin er dýrust í Hagkaupum og Pennanum Eymundsson, þar sem hún kostar tæpar 5 þúsund krónur. Allar versl- anir bjóða þó nýjustu bók rithöf- undarins á lægra verði en á sama tíma í fyrra. Sama má segja um Af- lausn Yrsu. Hún er að vanda ódýr- ust í Bónus á 4.498 krónur, en Sogið kostaði þar 4.545 krónur í fyrra. Bók Yrsu er, líkt og bók Arnaldar, á mjög svipuðu verði í hinum verslunun- um þremur. Þar sem aðeins munar krónu á Hagkaupum og Pennanum Eymundsson annars vegar, þar sem hún er dýrust, og A4 hins vegar. Finndu lægsta verðið Þegar verð á titlunum milli verslana er borið saman má sjá að það get- ur munað 11 prósentum á lægsta og hæsta verði á Petsamo Arnaldar, eða sem nemur 520 krónum. Munurinn á Aflausn Yrsu er 10,5 prósent, eða sem nemur 501 krónu. Verðkönnunin var gerð eftir há- degi fimmtudaginn 1. desember og miðast verð við það. Hafa ber í huga að miklar sveiflur hafa verið á verð- lagningu versl- ananna bara í þessari viku og þær í einhverjum tilfellum lækkað um mörg hundruð krónur á aðeins fáein- um dögum. Bókaunnendur og neytendur eru því hvattir til að fylgjast vel með því ekki er útilokað að verð muni lækka frekar þegar nær dregur jólum. n n Verðkönnun á vinsælustu höfundum landsins n Allt að 11 prósenta munur Svona hefur verðið á metsöluhöfundunum þróast Arnaldur Indriðason Kamp Knox (2014) Þýska húsið (2015) Petsamo (2016) Bónus 4.159 kr. 4.798 kr. 4.479 kr. Hagkaup 4.099 kr. 5.499 kr. 4.999 kr. Penninn Eymundsson 5.799 kr. 5.894 kr. 4.999 kr. A4 5.689 kr. 5.989 kr. 4.998 kr. Yrsa Sigurðardóttir DNA (2014) Sogið (2015) Aflausn (2016) Bónus 4.198 kr. 4.545 kr. 4.498 kr. Hagkaup 4.999 kr. 5.699 kr. 4.999 kr. Penninn Eymundsson 5.799 kr. 5.499 kr. 4.999 kr. A4 5.689 kr. 6.889 kr. 4.998 kr. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is E r þetta rétt? Er þetta rétt? Er þetta virkilega rétt?“ spurði fjögurra barna fjölskyldufaðir á höfuðborgarsvæðinu þegar hann rak augun í tölurnar í lottóinu á laugardag. Maðurinn hafi keypt sér miða á lotto.is og trúði vart sínum eigin augum þegar hann sá að hann var með allar tölurnar réttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Fjölskyldufaðir- inn var annar tveggja vinningshafa í lottóinu og fær í sinn hlut 22,6 millj- ónir króna. Vinningurinn gat vart komið á betri tíma, að sögn vinn- ingshafans, þar sem fjölskyldan er stór, jólin að koma og húsnæði fjöl- skyldunnar að springa utan af henni. Kona mannsins varð undrandi þegar hún heyrði köll mannsins og taldi í fyrstu að hann væri að fá hjartaáfall. Hún hljóp því til hans en sem betur fer var um að ræða gleðiöskur. „Starfsfólk Íslenskrar getspár óskar þessum heppna vinn- ingshafa innilega til hamingju. Hinn miðinn er ekki kominn fram og biðj- um við þá sem keyptu sér Lottómiða hjá N1 Borgarnesi síðastliðinn laugardag að kíkja nú vel á miðann sinn, það gætu hugsanlega leynst rúmlega 22,6 milljónir á honum,“ segir í tilkynningunni. n ritstjorn@dv.is Fjögurra barna faðir vann 22,6 milljónir króna „Er þEttA rétt? Er þEttA rétt?“ Betri kaup en í fyrra Ljóst er að bækur metsölu­ höfundanna Arnaldar og Yrsu eru víðast hvar á lægra verði en bækur þeirra í fyrra, miðað við athugun DV. Flensan ekki enn komin Ekkert bendir til að að inflúensa sé að breiðast út í samfélaginu, að sögn embættis landlæknis. Enginn hefur greinst með inflúensu frá því í lok september, samkvæmt upplýsingum frá veirufræðideild Landspítala. Í þeim mánuði greindust tólf manns með inflúensu A, eldri borgarar að mestu. Gera má ráð fyrir árlegri inflúensu eins og venjulega í seinni hluta desember eða janúar, segir á vef landlæknis. Frestað í bili Brottflutningi hins fimm ára gamla Eyjólfs Kristins Elvusonar hefur verið frestað um sinn en ráðgert var að hann yrði sendur út til Noregs 4. desember næstkomandi. Þar átti hann að verða fóstraður til 18 ára aldurs. Þetta staðfestir móðuramma Eyjólfs, Helena Brynjólfsdóttir, með færslu í Facebook-hópnum „Baráttan um barnið“. „Það er ennþá verið að vinna í málinu og við látum vita strax þegar nýjar fréttir berast. Ég veit að þetta leggst á hjörtu okkar allra,“ segir Helena. Heimildir DV herma að málið sé á viðkvæmu stigi en að tillaga að lausn málsins hafi borist til innlendra stofnana og unnið sé að því hörðum höndum að fá farsæla lausn á málinu. Fram kom í frétt Stundarinnar nýlega að aðstandendum hafi verið ráðlagt að hætta að berjast fyrir framtíð drengsins í gegnum fjölmiðla ef til greina ætti að koma að Eyjólfur Kristinn yrði fóstraður hérlendis. Það rímar við upplifun DV því aðstandendur Eyjólfs hafa verið ófáanlegir til viðtals í vikunni. Það kom þó fram í stuttu spjalli við aðstandendur að bjartsýni ríkti meðal þeirra um að farsæl lausn væri innan seilingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.