Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 32
Helgarblað 2.–5. desember 20166 Bækur Það ólgar blátt blóð um lófa-línur Sigurðar Pálssonar á kápu nýjustu bókar hans, Ljóð muna rödd. Þetta af-kastamikla skáld hefur rödd sína enn á ný, starir inn í tómið og óendan- leikann og lætur sig dreyma; hlýðir röddum og þreifar á heillagrip- um, rétt eins og skáldin gera. Verkið byggir á fjór- um köflum sem tengj- ast frumefnunum eldi, jörð, lofti og vatni í yfir heitum sínum og ramma þannig inn með klassískum hætti einhvers konar heildarhugsun sem er Sigurði töm. Frá upphafi ferilsins hafa fimm þriggja-ljóðabóka-söfn litið dagsins ljós, Vega-safn, Námu- safn, Línu-safn, Tíma-safn en síðasti þríleikur Sigurðar innihélt Ljóðorku- titlana þrjá; Ljóðorkusvið, Ljóðorku- þörf og Ljóðorkulind. Það var einhver áhugaverð frumorka í gangi í þessu Orku-safni, stundum eitthvað hrá- slagalegt en alltaf fágað, alltaf með- vitað og alltaf stutt í húmorinn, eins og búast má við af Sigurði Pálssyni. Í Ljóð muna rödd eru þessi ein- kenni á sínum stað en að einhverju leyti hleypir skáldið okkur nær sér en oft áður, fínstilltur tregi og innblásinn kærleikur ylja manni, en um leið er táknheimurinn, sem vísar jafnan út fyrir sig og inn í sig, í algleymið, skáldskapinn, söguna og persónu- legar upplifanir; hann er á sömu hraðferð og hefur verið. Lífsþróttur- inn í verkinu stendur auðvitað upp úr í huga hins meðvitaða lesanda: Lífsviljinn þar sem skáldið „syngur áfram“ í ljósi þeirrar staðreyndar að Sigurður hefur síðustu misseri glímt við erfiðan sjúkdóm, snertir við öll- um og við öðlumst hlutdeild í hug- rekki skáldsins við lesturinn. En æðruleysið er líka aðdáunar- vert í ljóðunum þar sem „Galopið galtóm / bíður eftir ljósinu“ í ljóðum eins og Jörðin bíður í kaflanum Jörð (37). „Að vera lifandi / er að halda glaðværri spurn / og undrun / sem kviknar á hverjum morgni // fellur eins og / manna / brauð af himnum“ (49) segir Sigurður í VII hluta Raddir í loftinu. Lífshvatningin, lofsöngurinn til lífs, skáldskapar, orða og drauma birtist í slíkum hendingum og af þeim er nóg í enn einu frjóvgu verki Sigurðar. Röddin er styrk þó hún titri á stundum og fyrrnefndur þáttur Raddir í loftinu gríðarsterkur. Á stangli í verkinu eru óvænt skot úr áttum sem maður er ekki alltaf viss um að eigi heima þarna, en það er ekki óvanalegt í verkum Sigurðar og ekki víst að frásögustíllinn á sumum prósaljóðunum falli hinum knappast þenkjandi af ljóðunnendum í geð. En þegar saman er tekið þá er verkið svellandi óður til lífsins, óður til ástarinnar og sjónarhorns skáld- skaparins, sem er ljósið sem lýsir; hin eilífa bergvatnsá, birtan. Skáldið syngur „hinu hverfula dýrðaróð … hinu horfna saknaðaróð … hinu ókomna fagnaðaróð“ (70) og það er óhætt að segja að það sé þess virði að vera í föruneyti þess á ferðalaginu; því það er í átt þessarar birtu „sem stöð- ugt vex með kvöldinu“ (75) og fyll- ir mannskepnuna heilagri gleði. Ég leyfi mér að óska þess að kraftaverkin auki spönn við aldur skáldsins og að sjötta trílógían líti öll dagsins ljós; því í manninum er enn ljós og sú harka sem til þarf að varpa litbrigðum þess, kristölluðum, yfir hversdag okkar hinna. n Frá fyrstu línu til þeirrar síðustu Arnaldur Máni Finnsson skrifar Bækur Ljóð muna rödd Höfundur: Sigurður Pálsson Útgefandi: JPV 81 bls. „Verkið er svellandi óður til lífsins, óður til ástarinnar og sjónar­ horns skáldskaparins, sem er ljósið sem lýsir; hin eilífa bergvatnsá, birtan. Skammt er síðan þjóðin öll beið með öndina í hálsin-um eftir fréttum af afdrif-um rjúpnaskyttu sem lenti í villum á Héraði. Friðriks Rúnars Garðarssonar var leitað í á annan sólarhring af hundruð björg- unarsveitarfólks. Sjálfsagt hafa margir talið Friðrik af enda afar fátítt í seinni tíð að menn lifi af tvær næt- ur týndir á fjöllum. Þeim mun meiri var léttirinn og gleðin þegar Friðrik fannst síðan heill á húfi ásamt hundi sínum. Því er þetta rifjað upp hér að ný- verið kom út bókin Hrakningar á heiðavegum hjá Veröld. Bókin er úrval hrakningasagna úr fjögurra binda útgáfu þeirra Pálma Hannes- sonar og Jóns Eyþórssonar, Hrakn- ingar og heiðavegir, sem út komu á árunum 1949 til 1957. Þær bækur hafa lifað með eldri kynslóðum og eru löngu ófáanlegar, jafnvel er fá- títt að þær sé að finna á fornsölum. Sá sem þetta skrifar á í fórum sín- um þrjár hinar fyrstu en hefur aldrei komið höndum yfir fjórðu bókina. Því er útgáfa úrvalsrits þessa, sem tekið er saman af Bjarna Þorsteins- syni, gleðiefni fyrir unnendur þjóð- legs fróðleiks og bókaunnendur alla. Í bókinni er 31 saga og hefur Pálmi Hannesson skráð þær flestar, eða níu talsins. Hefðu þær að ósekju mátt vera enn fleiri því Pálmi var mikill stílsnillingur. Sögur hans eru afar vel skrifaðar, þær veita góða inn- sýn í hugarheim þeirra sem berjast hafa þurft við óblíð náttúru öfl í óbyggð- um. Gildir þar einu hvort hefur haft betur, náttúran eða maðurinn. Þá er heimilda- vinna Pálma með miklum ágætum, þar sem því verður viðkomið, þó að oft hafi hann þurft að reiða sig nær ein- göngu á frásagnir ýmist þeirra sem atburðina lifðu eða annarra sem fjær stóðu. Af öðrum sögum í bókinni er það að segja að þær eru misjafn- lega stílaðar en flestar þó býsna vel. Mikill fengur er að frásögnum af hrakningum þeim sem ritaðar eru upp beint eftir þeim sem þær lifðu og sömuleiðis þeim sem sjálf- ir hafa ritað sína upplifun. Þannig er til að mynda um háskaför Stefáns frá Möðrudal, sem fleiri kunna að þekkja sem Stórval, en þá frásögn ritaði Erla skáldkona, Guðfinna Þor- steinsdóttir. Stefán lagði upp í ferð með póst frá Möðrudal á Fjöllum og yfir á Jökuldal en lenti í miklum hrakningum á heimleið. Broslegt er að lesa um böggulinn sem Stefán var beðinn fyrir og bar með sér af trú- mennsku í öllum sínum erfiðleikum. Kom í ljós að böggullinn hafði að geyma vaðmálsbuxur nýjar, sem Stefáni hefðu gagnast vel hefði hann aðeins litið í böggulinn. En trúmennska Stefáns var slík að ekki datt honum það í hug. Kemur þá óneitanlega í hug les- anda saga Nóbelskáldsins af brauðinu dýra í Innan- sveitarkroniku. „Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir.“ Einna síst er frásögnin af hvarfi Reynistaðabræðra. Sú saga var áður kunn flest- um landsmönnum en líklega hefur nokkuð fennt yfir hana og líklegt að yngri kynslóðir þekki hana lítt, eða alla vega síður en eldri kynslóðir. Frásögnina ritaði Jón Eyþórsson en ekki er örgrannt um að sá er hér heldur um penna hefði óskað sér þess að Pálmi Hannesson hefði heldur ritað hana. Ekki er að efa að Pálmi hefði til að mynda getað sett sig inn í hugarheim Jóns Austmanns þegar hann ríður á leið til byggða í hjálparleit, einn og illa haldinn, og lætur líf sitt við þá för. Sögurnar snerta margar lesandann sökum þess hversu hryggilegar þær eru. Oft hefur fólk farið af stað með meira kappi en for- sjá og haldið út í válynd veður í full- komnu tilgangsleysi. Erfitt er þó að setja sig inn í hugarheim þeirra sem um ræðir, sitjandi í hlýjunni heima við og hafa sjaldnast haft ástæðu til að leggja út í illviðri eða hættur. Útgáfa bókarinnar Hrakningar á heiðavegum er þarfaverk og ber að þakka Bjarna Þorsteinssyni og Veröld framtakið. Bókin sjálf er til sóma, þar fá sögurnar að njóta sín líkt og þær voru ritaðar og gefnar út á sínum tíma. Helst má kvarta und- an því að erfitt er fyrir lítt staðkunn- uga að gera sér grein fyrir leiðarlýs- ingum og stöðum. Hefði mátt bæta úr þessu með því að láta kort fylgja hverri frásögn og hefði það lyft upp- lifun lesenda mjög. n Þörf útgáfa Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Bækur Hrakningar á heiðavegum Höfundar: Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson Útgefandi: Veröld 282 bls. Bjarni Þorsteinsson Því er útgáfa úrvalsrits þessa, sem tekið er saman af Bjarna Þorsteinssyni, gleðiefni fyrir unnendur þjóðlegs fróðleiks og bókaunn- endur alla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.