Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 35
Helgarblað 2.–5. desember 2016 Fólk Viðtal 23 5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21 mikil áhrif á eftirhrunsárin, hvort sem það var til góðs eða ills. Það er að minnsta kosti öruggt að hann sameinaði ekki þjóðina. Hann er náttúrlega mjög umdeildur og ég held að allir hafi sterka skoðun á honum. Ég hef á tilfinningunni að næsta þing verði mun friðsælla, margir sem voru oft með mikil læti eru á leiðinni út. Nú verða Píratar hins vegar sterkir og spurning hvort jarðsprengjusvæðið verði í kringum þá.“ Gleraugu Geirs og ráðalaus Bjarni „Mér finnst ekki aðalatriði að túlka stjórnmálamenn nákvæmlega eins og þeir eru. Ég bý til eins konar hliðarkaraktera sem mér finnst henta pólitíska söguþræðinum hverju sinni. Í þessari ríkisstjórn fannst manni eiginlega eins og Framsóknarflokkurinn hafi leitt. Hann kom með stór loforð sem fólk keypti og Sigmundur fékk að vera forsætisráðherra þótt hann fengi minna fylgi. Manni fannst ekki eins og Sjálfstæðisflokkurinn nyti sín al- veg. Í flestum myndunum mínum er Bjarni Ben því frekar ráðalaus, um- komulaus og segir lítið. Ég er samt ekkert viss um að hann sé þannig í raun og veru.“ Er einhver persóna í stjórnmálun­ um undanfarin ár sem þér finnst sér­ staklega skemmtilegt að teikna? „Já, ég hafði til dæmis alltaf mjög gaman af því að teikna Geir Haarde, ég var kominn með svo skemmti- lega leið til að vinna með gleraugun hans. Það var svolítið langt á milli augnanna, augabrúnirnar eins og þær væru fastar ofan á gleraugun- um, og augun inni í gleraugunum sem náðu eiginlega út fyrir andlitið,“ segir Halldór og hlær. Áttu þér einhverja óska­ ríkisstjórn – sem skop­ myndateiknari frekar en borgari? „Já, ætli það væri ekki bara þjóðstjórn … eða kannski yrðu það of margir. Í augnablik- inu hef ég mjög gaman af Óttari og Benedikt, sem eru alltaf saman einhvern veginn. Svo yrði örugglega hægt að fara enn lengra með Óttar í túlkunum. Ég verð að viðurkenna að ég orðinn örlítið þreyttur á Bjarna, en kannski fær hann bara nýtt hlutverk hjá mér. Það væri reyndar líka gaman að fá Kötu inn til að geta teiknað hana meira. Og jafnvel Sam- fylkingargaurinn. Ég sá hann á fótboltapöbb um daginn og leist svo- lítið vel á hann … Nei, nú er ég orðinn allt of já- kvæður!“ Brandarar sem enginn hefur samið áður Halldór skapar skop- myndirnar sínar heima við skrifborðið sitt á Kárastígnum en þar býr hann ásamt Hlíf Unu Bárudóttur sem er einnig lærður teiknari. Saman eiga þau von á sínu fyrsta barni í mars á næsta ári, en fyrir á Halldór þrjá stráka í kringum tvítugt. Vinnurútína skop- myndateiknarans er að lesa blöðin vel og kynna sér mál málanna í morgunsárið, vinna í öðrum verkefnum fram að hádegi. Á meðan fæð- ast einhverjar hugmyndir sem hann byrjar svo að skissa seinni partinn. „Oftast byrja ég á að finna málefnið. En stundum byrja ég á einhverri líkingu, eða tilf- inningu fyrir brandara – sem ég þarf svo að máta við einhver mál.“ Ef illa gengur að finna hugmynd- ir leggur hann sig með tónlist í græj- unum og þegar hann rankar við sér er hann yfirleitt kominn með ein- hverja skondna hugmynd. „Þetta kveikir á skrýtnu stöðunum í heilan- um.“ Hann teiknar með pennastöng með vatnsheldu bleki og vatnslitar ofan í og skilar myndinni á sjöunda tímanum. Halldór segist leggja mikið upp úr því að vinna með fjölbreyttan húmor í myndunum, frá fimmaura- bröndurum til margræðra menn- ingarlegra tilvísana. „Ég geri fimm myndir á viku og hef teiknað meira en þrjú þúsund myndir í gegnum árin. Ef ég væri alltaf í hnyttnum „one-linerum“ og einföldum bröndurum færi ég að endurtaka mig of mikið. Þess vegna vil ég stundum vera með margræð- ar myndir sem fólk þarf að spá og spekúlera í, svo vil ég stundum vera súrrealískur – óvæntur og skrýtinn – og koma með brandara sem enginn hefur samið áður. Mér finnst þurfa að vera ákveðið jafnvægi í þessum fimm myndum sem ég teikna á viku – eins og á einni hlið á vínyl- plötu, það er grípandi lagið og langa leiðinlega lagið.“ Kemur oft fyrir að fólki nái hrein­ lega ekki bröndurunum? „Já, það kemur oft fyrir. Oft er það eldra fólk, eða mjög ungt fólk. Maður sér þetta betur núna með Facebook, hversu mörg „like“ myndirnar fá. Góðar hugmyndir geta svo klikkað á alveg furðuleg- ustu smáatriðum. Oft þarf ég að teikna myndir tvisvar, er með góða hugmynd en finnst hún einfaldlega ekki virka í fyrra skiptið.“ Túttumyndir og rétttrúnaður „Pólitíska skopmyndin er að vissu leyti íhaldssamt fag í myndheim- inum. Jafnvel þegar maður skoðar myndir frá því um 1900 getur maður lesið vel í pólitík þess tíma. Húmor- inn hefur ekki breyst það mikið, og leiðin til að segja skoðun sína hefur ekki breyst mikið. Það þarf alltaf að vera einhver greining eða boðskap- ur, þú getur sett þetta fram með kaldhæðni, líkingum, merkingum, og tilvísunum í sögu, menningu, blandað saman ólíkum hlutum og látið undirliggjandi sannleika koma fram á kaldhæðinn hátt. Listin hefur farið í gegnum mikinn rússíbana síðustu tvö hundruð árin – í gegn- um módernisma, póstmódernisma, myndasögur orðið æ skrýtnari, tón- listin farið í allar áttir, Björk komin í 3D og svo framvegis – en samt er pólitíska skopmyndin nánast Skemmtilegheitin sigra reiðina „Ég upplifi mig ekki sem eitthvað að- þrengdan í starfinu þó að ég fái ekki að teikna túttumyndir. M y n d s iG Tr y G G u r a r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.