Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 43
Helgarblað 2.–5. desember 2016 Skrýtið Sakamál 31 Gerum við Apple vörur iP one í úrvali Sérhæfum okkur í Apple Allskyns aukahlutir s: 534 1400 n Peggy Knobloch hvarf sporlaust árið 2001 n Alræmdur nýnasisti grunaður um ódæðið H ver urðu örlög hinnar níu ára gömlu Peggy Knobloch, sem hvarf sporlaust frá heimili sínu í Bæjaralandi? Þetta er spurning sem Þjóð­ verjar hafa spurt sig allt frá þeim örlagaríka degi í maí árið 2001. Aðstandendur stúlkunnar, sem stundum var kölluð hin þýska Made­ leine McCann, fengu ákveðin svör við spurningum sínum í sumar þegar líkamsleifar hennar fundust, 15 kíló­ metrum frá heimili hennar. Og í vik­ unni fengu aðstandendur enn frekari svör þegar DNA­rannsókn leiddi í ljós að alræmdur nýnasisti, Uwe Bönhardt, virðist hafa átt þátt í hvarf­ inu. Dæmdur í lífstíðarfangelsi Hvarfið á Peggy vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún sást síðast skammt frá heimili sínu í Lichtenberg í Bæjaralandi þann 7. maí 2001. Hundruð lögreglumanna tóku þátt í leitinni á sínum tíma og þyrlur sveimuðu yfir nágrenninu svo vikum skipti. Allt kom fyrir ekki – ekki fannst Peggy. Það var ekki fyrr en í júlí í sumar að einhver svör fengust um örlög hennar. Maður sem var að tína mat­ sveppi gekk þá fram á líkamsleifar og leiddi DNA­rannsókn í ljós að þarna væri komin fram Peggy Knobloch. Rannsókn lögreglu varð til þess að andlega vanheill maður, Ulvi Kulac, var dæmdur fyrir aðild að hvarfinu árið 2004 og dæmdur í lífstíðarfang­ elsi. Tæpum tíu árum síðar, eða árið 2014, var hann látinn laus eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að fangelsisdómurinn hefði verið byggður á veikum grunni. Alræmd samtök Eftir að líkamsleifarnar fundust í sumar fór rannsókn lögreglu á fullt aftur. Tekin voru DNA­sýni og þau send í rannsókn og þá komu tengslin við Uwe Bönhardt í ljós. Erfðaefnin fundust á fötum Peggy. Bönhardt var einn af liðsmönnum þýsku nýnasista­ og hryðjuverkasamtak­ anna NSU (þ. Nationalsozialistischer Untergrund). Samtökin eru talin hafa staðið á bak við bankarán og morð á að minnsta kosti tíu manns árin 2002 til 2007; átta tyrkneskum innflytjendum, grískum ríkisborgara og þýskri lögreglukonu. Bönhardt og félagi hans úr samtökunum, Uwe Mundlos, frömdu sjálfsvíg árið 2011 eftir að hafa framið vopnað bankarán í borginni Eisenach. Dauðalisti NSU­samtökin komust einmitt í um­ ræðuna í Þýskalandi í nóvember 2011 eftir að öflug sprenging varð í íbúðar­ húsi í borginni Zwickau í austurhluta Þýskalands það ár. Nokkrum klukku­ stundum áður höfðu Bönhardt og Mundlos framið fyrrgreint rán, en þeir bjuggu í húsinu sem sprakk, ásamt Beate Zschäpe sem talin er að hafa sprengt húsið í loft upp. Beate, Bönhardt og Mundlos voru elskend­ ur. Í húsarústunum fundust meðal annars DVD­diskar þar sem ábyrgð var lýst á morðunum tíu og skotvopn sem notuð voru við morðin. Þá fannst dauðalisti með nöfnum 88 einstak­ linga í Þýskalandi; stjórnmálamanna, þingmanna og fulltrúa tyrkneskra og íslamskra samtaka í Þýskalandi. Fjöldi nafna á listanum, 88, þyk­ ir þó ekki vera nein tilviljun. Talan er vinsæl meðal nýnasista en hún er eins konar stytting á orðtakinu „Heil Hitler“, en H er áttundi stafurinn í stafrófinu. Beate er nú fyrir dómi, ákærð fyrir aðild að morðunum árin 2002 til 2007. Beate ber vitni Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að Beate væri reiðubúin að bera vitni um meint ódæðisverk Bönhardts gegn Peggy á sínum tíma. Ekki liggur fyrir hvers vegna Bönhardt nam stúlkuna á brott og myrti eins og margt bendir til. Fer lögregla nú meðal annars yfir tölvur sem Bönhardt notaðist við til að kanna hvort eitthvað komi fram sem varpað gæti betra ljósi á örlög stúlkunnar. Mathias Grasel, verjandi Beate, sagði við þýska fjölmiðla að skjólstæðingur sinn væri reiðu búinn að svara spurningum um hvarf stúlk unnar. Vitnaleiðslur fara fram í næstu viku. n Þremenningarnir Uwe Bönhardt, sem er lengst til hægri á myndinni, er grun- aður um aðild að hvarfinu. Erfðaefni úr honum fundust á fötum Peggy. Fyrir miðri mynd er Beate Zschäpe og Uwe Mundlos er til vinstri. Fimmtán ára ráðgáta virðist loksins vera leyst Fannst látin Peggy hvarf árið 2001. Líkams- leifar hennar fundust í sumar. Fyrir dómi Beate er sögð vera reiðu- búin til að bera vitni gegn fyrrverandi elskhuga sínum, Uwe Bönhardt. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.