Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 2.–5. desember 201614 Fréttir Hreinsun á kjólum 1.600 kr. Opið Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00 Hringbraut 119 - Einnig móttaka á 3.hæð í Kringlunni hjá Listasaum - Sími: 562 7740 - Erum á Facebook Í fangelsi vegna samkeppnis- brota Steingrímur Birkir Björnsson, framkvæmdastjóri fagsölu­ sviðs BYKO, var í Hæstarétti á fimmtudag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir brot á samkeppnislögum. Fjórir aðrir starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar hlutu fangels­ isdóma í málinu en dómarnir eru að stærstum hluta skilorðs­ bundnir. Málið snýst um verðsamráð á grófvörum árin 2010 og 2011. Alls voru tólf manns ákærðir upphaflega í málinu. Þeir voru starfsmenn BYKO, Húsasmiðj­ unnar og Úlfsins. Þeir voru handteknir í mars 2011. Ellefu af þessum tólf voru sýknaðir í héraðsdómi í apríl í fyrra en Hæstiréttur sneri dómnum við að hluta. Stefán Árni Einarsson, fyrr­ verandi framkvæmdastjóri vöru­ stýringarsviðs Húsasmiðjunn­ ar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrverandi vörustjóri á þunga­ vörusviði Húsasmiðjunnar, voru dæmdir til níu mánaða fangels­ isvistar en dómarnir voru báð­ ir skilorðsbundnir. Aðrir fengu styttri dóma, skilorðsbundna. Sjö mannanna voru dæmdir til að greiða málsvarnarlaun sín að fullu. Í tilfelli Steingríms Birkis er um að ræða tæpar sjö millj­ ónir króna. RARIK bregst við orkuþörf risahótels n Þurfti að grípa til aðgerða til að anna eftirspurn og frekari aðgerða þörf R aforkuþörf nýs lúxushótels á Hnappavöllum sem opnað var í sumar er svo mikil að til að anna henni hefur RARIK þurft að grípa til aðgerða og þörf er á frekari að­ gerðum til að tryggja afhendingu rafmagns. Truflanir ekki hótelinu að kenna Það var í júní síðastliðnum sem opn­ að var nýtt og stórt fjögurra stjörnu lúxushótel á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls, milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Hótelið, sem heitir Fosshótel Jökulsárlón, er sagt það stærsta sinnar tegundar í dreifbýli með 104 herbergi. Eins og gefur að skilja útheimtir slík starfsemi um­ talsverða orku og þegar vart varð truflana á raforkuafhendingu á svæðinu í kring fóru einhverjir að velta fyrir sér hvort nýja hótelinu væri hugsanlega um að kenna. DV leitaði skýringa á þessum orðrómi hjá RARIK. Þar fengust þau svör að ekki væri rétt sem DV hafði heyrt að hótelið væri að taka svo mikla raforku til sín að það orsakaði raf­ magnsleysi á svæðum í kring. „Hins vegar er rétt að hótelið tekur umtalsvert rafmagn og til að anna því hefur þurft að grípa til að­ gerða og þarf að grípa til frekari að­ gerða,“ segir í svari RARIK. Trufl­ anir eigi sér hins vegar eðlilegar skýringar. Veður, viðgerðir og áflug fugla RARIK er með afhendingarstað frá Landsneti á Hólum við Höfn í Hornafirði þaðan sem liggur um 125 kílómetra 19kV háspennulögn að Skaftafelli í Öræfum sem sér við­ skiptavinum á svæðinu frá Horna­ fjarðarfljóti vestur að Skaftafelli fyrir raforku. Samkvæmt upplýs­ ingum frá RARIK hefur verið unnið markvisst að endurnýjun á þessari línulögn frá því fyrir síðustu alda­ mót með jarðstreng, sem er nú 100 kílómetra af leiðinni í jörð en 25 kílómetra í loftlínu. „Ef bilun verður á þessari löngu lögn eða ef vinna þarf við breytingar og viðgerðir á henni veldur það að jafnaði einhverju straumleysi með­ an á vinnu stendur. Loftlínuhlut­ inn er meiri truflanavaldur vegna veðurs og áflugs fugla. Þær trufl­ anir sem orðið hafa á raforkuaf­ hendingu á svæðinu hafa tengst bilunum og áflugi á línuhlutann, nema sú síðasta sem var 29. nóv­ ember sl. vegna tenginga á nýrri strenglögn við Steinavötn.“ Lausn í árslok 2017 Talsmenn RARIK segja að alltaf hafi legið fyrir að grípa þyrfti til aðgerða til að auka flutningsgetu dreifikerfisins þegar nýja hótelið á Hnappavöllum færi í fullan rekstur. „Sú lausn sem RARIK telur besta er að fá nýtt úttak hjá Landsneti úr Byggðalínunni nálægt Hnappa­ völlum og voru strax hafnar við­ ræður við Landsnet um þá lausn. Nú liggur fyrir að framkvæmdir við þetta úttak á Byggðalínunni geti hafist í byrjun næsta árs og verði væntanlega lokið í árslok 2017.“ Annar álagi Í svari fyrirtækisins segir að dreifi­ kerfið hafi hingað til annað því álagi sem verið hefur á svæðinu, en verið sé að koma fyrir spennustill­ um á dreifikerfið við Reynivelli til að tryggja spennuástand á svæð­ inu í vetur og þangað til úttakið við Hnappvelli verður komið í rekstur. Einnig verði færanlegri dísilvél komið fyrir við Smyrla­ bjargaárvirkjun til að anna álaginu á mesta álagstíma á komandi vetri. „Þegar nýr afhendingarstaður Landsnets við Hnappavelli verður komin í gagnið mun rekstrar­ öryggi dreifikerfisins milli Hafnar og Skaftafells aukast til muna, bæði vegna bilana og nýtenginga, þar sem hægt verður að reka kerfið frá tveimur afhendingarstöðum á Byggðalínu.“ n „Hótelið tekur um- talsvert rafmagn og til að anna því hefur þurft að grípa til aðgerða og þarf að grípa til frekari aðgerða. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Stórt og glæsilegt RARIK segir að grípa hafi þurft til aðgerða til að bregðast við aukinni raforkuþörf í Ör- æfum með tilkomu Fosshótels Jökulsárlóns sem opnað var í sumar. Frekari aðgerða sé enn þörf. Mynd FoSShoTeL.iS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.