Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 11
Helgarblað 2.–5. desember 2016 Fréttir 11 jólagjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin fást www.mytouch.rocks Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. fæst á www.mytouch.rocks Rúmfatalagerinn hagnast um rúman hálfan milljarð n Töluverð aukning milli ára n Móðurfélagið skuldar tengdum félögum 7 milljarða n Engin óvissa um rekstrarhæfi R úmfatalagerinn hagnaðist um 532 milljónir króna á síðasta rekstrarári og jókst hagnaðurinn um 233 milljónir króna milli ára. Samkvæmt ársreikningi Rúm­ fatalagersins ehf. fyrir rekstrarárið frá 1. mars 2015 til loka febrúar 2016 námu heildareignir 2,2 milljörðum króna í lok rekstrarársins, eigið fé var jákvætt um rúmar 600 milljónir króna en skuldir námu 1,6 milljörð­ um króna, þar af ríflega 460 milljónir við tengd félög. Rétt úr kútnum Ljóst er á þessu að tekist hefur að rétta verulega af rekstur Rúm­ fatalagersins sem árið 2013 tapaði 114 milljónum, auk þess sem eigið fé hans var neikvætt um rúmar 278 milljónir. Skuldastaða félagsins var þá reyndar um 1,7 milljarðar. Annað sem breyst hefur verulega er upp­ hæð ábyrgða sem Rúmfatalagerinn gekkst undir vegna tengdra félaga. Árið 2013 námu þær 15,3 milljörðum króna og gerði endurskoðunar­ fyrirtækið KPMG athugasemd við þá staðreynd í ársreikningnum – sagði að veruleg óvissa ríkti um áfram­ haldandi rekstrarhæfi félagsins ef ábyrgðirnar féllu á félagið. Stjórn­ endur Rúmfatalagersins voru þó vissir um að ábyrgðirnar myndu ekki lenda á félaginu. Þessi ábyrgð hefur lækkað veru­ lega síðan þá. Í ársreikningi 2016 kemur fram að félagið hafi ábyrgst greiðslur vegna tengdra félaga sem nemi um 623 milljónum króna sem stjórnendur telja enn ólíklegt að lendi á félaginu. Skuldugt móðurfélag Móðurfélag Rúmfatalagersins og fleiri fyrirtækja, til dæmis Ilvu, er Lagerinn Iceland ehf. Móðurfélagið hagnaðist um 2,6 milljarða króna á síðasta rekstrarári, þar sem mestu munaði um áhrif dótturfélaga upp á rúman milljarð. Heildareignir námu 5,6 milljörðum króna. Eigið fé þess var þó neikvætt um tæpa 1,4 milljarða króna og skuldir þess námu tæpum 7 milljörðum. Þrátt fyrir stöðu eigin fjár og skuldir segir í ársreikningum að skuldir Lagersins Iceland séu við tengd félög. „Mun móðurfélag þess halda áfram að styðja við rekstur fé­ lagsins og ríkir þar af leiðandi engin óvissa um áframhaldandi rekstrar­ hæfi félagsins.“ Skakkaföll Jákups Aðaleigandinn er sem fyrr fær­ eyski athafnamaðurinn, Jákup á Dul Jacob sen sem stofnaði meðal annars Rúmfatalagerinn á níunda áratug síðustu aldar. Hann hefur verið um­ svifamikill í viðskiptalífinu undan­ farin ár en árið 2013 var greint frá því að félag hans, L­Investments ehf., hefði farið í 31 milljarðs króna gjald­ þrot þar sem aðeins fengust þrjár milljónir króna greiddar upp í kröfur í þrotabúið. L­Investments hét áður Lagerinn ehf. og kom fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem einn af stærstu skuldurum viðskipta­ bankanna. Skuldaði félagið Lands­ bankanum rúma 28,9 milljarða króna og Kaupþingi 1,6 milljarða. Þrátt fyrir skakkaföllin í hruninu virðist Jákup enn sterkefnaður og af afkomu Rúmfatalagersins að dæma er allt á réttri leið. n Réttir úr kútnum Jákup á Dul Jacobsen, stofnandi og aðaleigandi Rúm- fatalagersins, gekk í gegnum skakkaföll í hruninu en Rúm- fatalagerinn er að rétta úr kútnum. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Syndir, Sigrar og Sviðin jörð n Ris og fall Brautarholtsbræðra n Eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar n Dauðir kjúklingar í fjöru árum og reiknaði Búnaðar bankinn út að framleiðendur væru að greiða 120 krónur með hverju kílói af kjúklingi. Brautarholtsfeðgar töpuðu einnig á svínarækt og í árslok 2002 skuldaði Brautarholtsbúið 1,2 milljarða. Þeir voru þó ekki einu framleiðendurn­ ir sem töpuðu á þessum árum. Of­ framleiðsla var á öllu kjöti á þessum árum og framleiðendur buðu neyt­ endum sem hagstæðast verð í ör­ væntingarfullri tilraun til að halda rekstri gangandi. Til marks um erfið­ leikana, þá hættu tíu svínabú rekstri á árinu 2002. KB banki tók svo yfir reksturinn í Brautarholti og sá Kristinn um að reka búið. Staða fyrirtækja þeirra var erfið og Síld & fiskur rekið með tapi. Í árslok 2003 hætti Kristinn af­ skiptum af rekstri fyrirtækisins og í janúar 2004 var Svínabúið í Brautar­ holti og félag sem hélt utan um fast­ eignir Síldar & fisks lýst gjaldþrota. Þá fór Nesbú einnig á hliðina. Í árs­ lok skulduðu fyrirtæki Brautarholts­ feðga rúma fimm milljarða. Líkt og segir í umfjöllun Morgunblaðsins er ljóst að þeir feðgar hefðu þurft að eiga meira eigið fé þegar þeir keyptu upp hin og þessi fyrirtæki. Þá greiddu þeir of hátt verð fyrir Síld & fisk og Nesbú. Eftir gjaldþrot félaganna sak­ aði forstjóri SS Kristinn Gylfa um að mismuna kröfuhöfum. Kristinn hafði tekið á sig miklar persónu­ legar ábyrgðir í tengslum við rekstur fyrir tækja sinna. Fyrirtækin störfuðu áfram og fólk hélt vinnu. Kristinn sagði í samtali við DV árið 2004: „Ég er búinn að fá bú mitt afhent aftur og get um frjálst höfuð strokið á nýjan leik. Það hefur enginn tap­ að á mér persónulega, heldur eru þetta kröfur vegna ábyrgða minna á skuldum fyrirtækjanna, hvers skiptalokum er ólokið, en þar eru eignir upp í skuldir og fyrirtækin nú í blómlegum rekstri.“ Leyniskýrsla Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að það félag sem tapaði mest á gjaldþroti Móa var Mjólkur félag Reykjavíkur (MR). Það fyrirtæki sá um alla fóðursölu til Kristins og bræðra. Skuldasöfnun MR olli mikl­ um deilum en Kristinn Gylfi var stjórnarformaður MR þar til í árs­ byrjun 2003. MR afskrifaði 345 milljónir vegna fyrirtækja tengdum Brautarholtsfeðgum. Þá greindi DV frá því í júlí 2004 að félagsmenn í MR vildu opinbera rannsókn á meintum brotum Kristins. Þar var fyrirsögnin „Leyniskýrsla afhjúpar spillingu svínakóngs“. Þar sagði: „Í greinargerð sem Þórarinn Við­ ar lögmaður tók saman að beiðni stjórnar MR er dregin upp sú mynd að Kristinn Gylfi og Sigurður Eyjólfs­ son, fyrrverandi framkvæmdastjóri MR, hafi brotið gegn félaginu þegar þeir létu það lána fyrirtæki í eigu Kristins Gylfa, Svínabúinu Brautar­ holti ehf., 41 milljón króna í bein­ hörðum peningum. Þess utan þykir hafa farið langt út fyrir öll venjuleg viðmið hversu miklum skuldum fyrir tæki í eigu Kristins Gylfa og fjölskyldu hans fengu að safna hjá MR vegna fóðurkaupa allt fram á síðasta ár. Endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers metur tap MR vegna viðskiptanna 465 milljón­ ir króna. Er tapinu lýst sem alvarlegu áfalli fyrir félagið. Tapið nam 195 milljónum króna vegna kjúklinga­ búsins Móa, 159 milljónum vegna Svínabúsins í Brautarholti og 111 milljónum vegna eggjaframleiðsl­ unnar Nesbús.“ Þá sagði lögmaðurinn að Kristinn hefði verið vanhæfur í starfi frá hausti 2002 og fram að aðalfundi í mars 2003 þar sem hann hafi setið beggja megin borðsins. „Fara ekki út og eru í þröngu rými“ Árið 2011 birti DV frétt með fyrir­ sögninni „Fara ekki út og eru í þröngu rými“. Þar sagði að aðbúnaður hænsna væri ekki í samræmi við reglugerð um vistvæna vottun. Sagði Árni Stefán Árnason lögfræðingur að hann hefði heimsótt Brúnegg. En fullyrt hefur verið að Matvælastofn­ un hafi vitað af blekkingum gagnvart neytendum í meira en áratug. Vit­ að er að staða Brúneggja var mikið rædd innan Matvælastofnunar á síð­ asta ári og vildu einstaka starfsmenn Óvart Dauðum fuglum var sturtað niður í fjöru fyrir neðan Brautarholt. Ósáttir bræður Páll, föðurbróðir Kristins, var ósáttur við að svínaskít væri sturtað í sjóinn í tonnatali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.