Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 12
Helgarblað 2.–5. desember 201612 Fréttir upplýsa neytendur um ástandið hjá Brúneggjum. Það var ekki gert og er á ábyrgð yfirstjórnar MAST. Árni Stefán sagði í samtali við DV: „Eftir heimsóknina kynntum við okkur reglugerðina um vistvæna vottun og vorum öll sammála um að aðstaða dýranna væri ekki í sam­ ræmi við reglugerðina. Fuglarnir fá ekki að fara út og eru í frekar þröngu rými. Þetta gefur neytandanum blekkjandi mynd af því sem um er að ræða.“ Í frétt DV sagði enn fremur að þröngt væri um fuglana. „Samkvæmt reglugerð um vist­ væna vottun frá 1998 skal gæta þess að hænsnin njóti eðlislægs atferlis í hvívetna, þau skuli vera í lausagöngu í húsi og njóta útvistar þegar aðstæð­ ur leyfa auk þess sem hús og útig­ erði skulu vera þurr og hús vel loft­ ræst, hæfilega björt og auð þrífanleg. Árni Stefán segir að svo hafi ekki ver­ ið á eggjabúinu. „Það er alveg af og frá að segja að þær geti notið eðlis­ lægs atferlis, það mundi hver sem er viðurkenna það. Auk þess sáum við engin útigerði, þau voru í glugga­ lausu rými sem var lýst upp með raf­ magnslýsingu og ammóníakslyktin var slík að við eigin lega flúðum út.“ Tveimur dögum síðar gerði Krist­ inn athugasemd við frétt DV: „Því er algerlega hafnað að Brúnegg ehf. hafi staðið í óbeinum blekkingum varðandi aðbúnað hænsnanna. Aldrei hefur verið gefið í skyn að þær gangi úti eða bíti gras. Hollusta afurðanna veltur ekki síst á gæðum fóðursins sem hænurnar eru aldar á og þar njóta hænur Brúneggja hins besta. Aðbúnaður hænsnanna hjá Brúneggjum er í samræmi við reglugerð um vistvæna vottun að öðru leyti en því að ekki er hægt að koma því við að hleypa hænunum úr húsi.“ Kristinn sagði einnig að hænun­ um liði mjög vel hjá sér og að grund­ vallaratriði í vistvænni vottun væri að hænurnar væru ekki í búrum. „Við höfum áhuga á að koma þeim út og æskilegt væri að vera með einhvers konar útiaðstöðu fyrir dýrin. Það kemur kannski í framtíð­ inni.“ Lítið fyrir sér fara Frá árinu 1980 hefur verið yfir tvö hundruð sinnum fjallað sérstaklega um Kristinn í fjölmiðlum með ýms­ um hætti, viðskipti, yfirtöku, kaup á fyrirtækjum og sóðaskap. Síðustu ár hefur Kristinn ekki verið mikið í sviðsljósinu. Í viðtali við Bænda­ blaðið sagði hann stefnuna að hænurnar gætu farið úr húsi. Þá lýsti Kristinn lífi hænsna sinna eins og þær lifðu lúxuslífi í hús­ um Brúneggja. Það var einnig gert á heimasíðu fyrirtækisins sem nú er búið að loka. Kristinn sagði um „sældarlíf“ hænsnanna: „Þegar þær vakna á morgnana fá þær sér að borða og fara svo að huga að varpi. Þær verpa mest fyrri part dags. Síðan eftir hádegi, þegar þær eru farnar úr hreiðri, er bland­ að geði við aðrar hænur, sinna þörf­ um sínum og svo fara þær í svo­ kallað rykbað. Þá þyrla þær ryki og undirburðinum yfir sig og hrista sig síðan vel. Þetta er mikilvægur hluti af þeirra lífsháttum. Þær eru mikið á ferðinni og njóta þess að fara um húsið.“ Þarna var Kristinn að tala um húsnæði Brúneggja í Stafholtsveggj­ um en myndskeið MAST var tekið í því húsnæði og sýndi hryllilegan að­ búnað. Á síðustu dögum hefur Kristinn verið á allra vörum. Í umfjöllun Kast­ ljóss kom fram að fyrirtækið hefur ítrekað, allt frá árinu 2007, brotið lög um velferð dýra og er nú sakað um að blekkja neytendur. Samfélagið logaði og þúsundir einstaklinga létu í sér heyra á samskiptamiðlum. Lýstu þeir yfir að þeir ætluðu ekki að kaupa aftur egg frá fyrirtækinu. Melabúð­ in reið á vaðið og greindi frá því að hún ætlaði ekki að selja vörur fyrir­ tækisins. Krónan, Hagkaup og Bónus fylgdu í kjölfarið. „Ég biðst afsökunar á því að Brúnegg hafi ekki farið hundrað pró­ sent eftir vistvænu reglugerðinni. Við viðurkennum það og það er stað­ reynd,“ sagði Kristinn Gylfi Jónsson í samtali við DV og vildi meina að myndir Kastljóss væru af gömlum hænum. Sagði Gylfi að ef viðskipta­ vinir sneru ekki til baka væri rekstur­ inn búið spil. Þá sagði Kristinn óvíst til hvaða ráða yrði gripið ef ljóst væri að fyrirtækinu yrði ekki bjargað: „Fækka fuglunum, hugsanlega slátra þeim. Eggin eru viðkvæm fram­ leiðsluvara og það segir sig sjálft að við geymum þau ekki endalaust. Þannig að þá er ekkert eftir nema að snúa lyklinum.“ Framtíðin Kristinn er ekki í sömu stöðu og þegar hann fór í gegnum eitt stærsta gjald­ þrot Íslandssögunnar. Í frétt á Stund­ inni kemur fram að Brúnegg ehf. sem selur egg sín á 40 prósent hærra verði hefur hagnast um 215 milljónir á síð­ ustu sjö árum. Á meðan Kristinn og bróðir hans rökuðu inn seðlum gerði MAST athugasemdir við reksturinn en í eftirlitsskýrslunni sagði meðal annars að fuglar væru skítugir og meira og minna fiðurlausir. Þá var músaeitur í eggjageymslu, lirfur og dauðar mýs en allt í allt 21 frávik frá lögum um dýravernd. Í Mosfellsbæ voru dauðir fuglar á jörðinni. En yfir­ stjórn gaf ekki greint ljós á að upp­ lýsa neytendur um hvernig var í pott­ inn búið í Borgarfirði. „Loftgæði eru mjög slæm í öllum húsum. Þar sem er lágt til lofts, sér­ staklega innst í húsunum var loft­ ið það þungt (ammoníakslykt) að skoðunarmenn áttu erfitt með að anda.“ Kristinn útilokar ekki að það þurfi að slátra öllum fiðurfénaði ef ekki tekst að endurnýja viðskiptasam­ bönd. Hann hefur í sínum rekstri slátrað hænum eftir að þær ljúka sínu hlutverki og selt þá sem vist­ vænar unghænur. Ekki fara allar hænur í verslanir, Sorpa sér um að urða dauðar hænur fyrir Brúnegg. Brúnegg hefur í gegnum tíðina selt varphænur sínar sem vistvænar unghænur eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag. Kristinn Gylfi segir í samtali við DV söluna hafa verið óverulega. „Það hefur nú ekki verið mikið í gegnum árin en markaðurinn hefur verið ákaflega lítill. Við höfum ekki slátrað í þeim tilgangi að selja ung­ hænur á þessu ári. Þessum fugli hefur því eðlilega verið fargað með viðurkenndum aðferðum. Við erum eini aðilinn sem hefur reynt að gera einhver verðmæti úr unghænum og þetta hefur verið óverulegt en það hefur alltaf verið einhver mark­ aður fyrir það sem kallað er súpu­ hænur. Þetta hefur verið selt í búð­ um,“ segir Kristinn Gylfi en vildi ekki segja hvaða verslanir væri um að ræða sem byðu upp á hænur sem hafa verpt sínu síðasta eggi fyrir Brúnegg. n Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is Umhugsunarefni Kristinn var í miklum persónulegum ábyrgðum. Þá var jörð hans að Brautarholti veðsett. Uppboð var stöðvað þegar í ljós kom að um óðalsjörð var að ræða. Leyniskýrsla sögð afhjúpa svínakóng Þórarinn Viðar lögmaður gagnrýndi að Krist- inn hefði lánað eigin fyrirtæki fjármuni MR. Brúnegg ehf. gagnrýnt Árið 2011 gagn- rýndi Árni Stefán lögfræðingur Brúnnegg og sagði aðstöðu óviðunandi. Stórhuga bændur Þegar allt lék í lyndi í bræðraveldi. Bræðurnir ætluðu sér stóra hluti. Ásamt föðurnum fyrir framan nýja svínabúið. F.v.: Jón Bjarni Jónsson, Björn Jónsson, Kristinn Gylfi Jónsson, Ólafur Jónsson og Jón Ólafsson. Hryllilegur aðbúnaður Mynd úr Kastljósi. Brautarholt Brautarholtsbúið lenti í kröggum og skuldaði 1,2 milljarða króna í árslok 2002. Blekktu neytendur „Ég biðst afsökunar á því að Brúnegg hafi ekki farið hundrað prósent eftir vistvænu reglugerðinni,“ sagði Kristinn við DV. mynd SigtryggUr ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.