Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 54
Helgarblað 2.–5. desember 201642 Fólk Sérmerktu persónulegu gjafavörurnar ALLT MERKILEGT GarðatorG 3, Garðabæ - S: 555 3569 - Sala@alltmerkileGt.iS - alltmerkileGt.iS Pantaðu í netversluninni Hægt er að fá bæði sent heim eða sækja í nýju versluninni okkar! Allt merkilegt 10 árA Heimsfrægar leikkonur segja frá einelti sem þær urðu fyrir Erfið skólaár stjarnanna Þ eir sem verða að þola einelti gleyma því ekki. Það á líka við um stjörnurnar í Hollywood. Skólafélagar Steven Spielberg kölluðu hann nörd, Tom Cruise var strítt vegna þess að hann glímdi við lestrar erfiðleika og Kate Winslet var kölluð feitabolla. Og þær þrjár heimsfrægu stjörnur sem fjallað er um hér á síðunni urðu fyrir miklu aðkasti í skóla vegna þess að þær þóttu vera öðruvísi og féllu ekki inn í hópinn. Á þeim sannaðist að sá hlær best sem síðast hlær. Skóla­ félagarnir sem níddust á þeim á sín­ um tíma vildu í dag örugglega vera í þeirra sporum. n Jennifer Lawrence Óskarsverðlaunaleikkonan varð fyrir svo miklu einelti sem barn að hún skipti margoft um skóla. Í gagnfræðaskóla niðurlægði skólasystir hennar hana þegar hún fékk hana til að hjálpa sér við að dreifa afmælisboðskorti til skóla­ félaganna, en Lawrence var ekki boðið í það afmæli. Winona Ryder Winona Ryder varð fyrir grófu ofbeldi í skóla. Nokkrir skólafélagar hennar réðust á hana, slógu höfði hennar við dyr og þegar hún féll í jörðina spörkuðu þeir í hana og börðu hana. Eftir atvikið var henni vísað úr skóla meðan hinir ungu ofbeldisseggir héldu áfram skólagöngu eins og ekkert hefði í skorist. Seinna, þegar Ryder var orðin fræg Hollywood­stjarna, gekk einn ofbeldis­ mannanna að henni á kaffihúsi og bað hana um eiginhandar áritun. Hún spurði hann hvort hann myndi eftir að hafa gengið í skrokk á skólasystur sinni á árum áður. Hann sagði að sig rámaði í það. „Þetta var ég, farðu til fjandans,“ sagði Ryder. Sandra Bullock Móðir Söndru Bullock var óperusöngkona og tók dóttur sína með sér í ferðalög til Evrópu. Þegar Bullock sneri aftur í skólann í Bandaríkjunum var henni miskunnarlaust strítt vegna klæðnaðar síns, sem var mjög evrópskur. Bullock segist enn muna nöfnin á öllum þeim krökkum sem hæddu hana og lumbruðu á henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.