Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 34
Helgarblað 2.–5. desember 20168 Bækur Það er sjálf-sagt að velta því fyrir sér hvaða for-merki eru sett þegar saga er sögð og hvaða forsendur þarf að samþykkja til að framvinda sögu nái máli. Rýmið er nokkuð gott þegar höfundur setur viðeigandi merkimiða á vöruna, en lesandinn hefur styttri þráð þegar það læðist hægt og bítandi að honum að hér sé um Brúnegg að ræða í hrærunni. Að minnsta kosti er Eyland Sigríð- ar Hagalín hvorki ástar- né spennu- saga að mínu viti þótt hún sé áhugaverð atlaga að íslenskum vís- indaskáldskap fyrir fullorðna. Eins má segja að káputexti, hvar segir að einbúi í eyðifirði skrifi „annál þess sem á undan er gengið“ sé villandi því framvinda sögunnar er nánast línuleg og skiptir um sjónarhorn á milli nokkurra aðalpersóna. Sú sem opnar bókina er lang- samlega áhugaverðust og stíllinn sem höfundur notar í þeim köfl- um ber þess merki að hún getur vel tekist á við að finna hugsun sinni farveg á sviði fagurbókmennta, en þó nokkuð vantar upp á að persónusköpun Hjalta, Maríu og annarra meginpersóna nái á dýpt- ina. Ef til vill er ástæða þess sú að hin eiginlega framvinda stór- sögunnar í verkinu tekur mikið pláss og rekur höfundinn áfram í að útlista allar þær hörmungar sem á landi og þjóð dynja vegna forsendunnar; að Ísland lokist af frá umheiminum. Í raun og veru má segja að sam- úðin með aðalpersón- unum, að mann langi til að þær nái aftur saman, bjargist úr erfiðum að- stæðum, nái frama eða haldi lífi, hafi ekki verið undirbyggð áður en ótrúlegustu atburðir fara að eiga sér stað. Framan af er nokk- uð áhugavert hvaða svið mannlífs- ins höfundurinn skoðar og kannski með góðum vilja hægt að lesa inn í söguna hliðstæður við stríðshrjáð lönd og hörmungar sem við fylgju- mst með úr fjarlægð. En hin alvitra sögumannsrödd – sem minnir sí- fellt á borgaralega rétthugsun og sjónarhorn fréttamannsins – af- greiðir í raun allt of mörg element í mannlegu samfélagi með ein- feldningslegum hætti. Hinir illu eru illir og í illum aðstæðum eru allir einstaklingshyggjufólk, nema kannski listafólkið sem þráir að lifa einföldu lífi í sveitinni. Þeir sem hafa vald spillast af því og þegar fasisminn ræður ríkjum þá byggir hann alltaf á lygum sem misnota þjóðernishugtakið og trúarbrögðin. Það virðist skorta á áhuga til að rannsaka áhugaverða þræði í því samfélagi sem Sigríður skapar af meira fordómaleysi, og áhersla höfundar liggur því á að „klára söguþráð“ sem gangi upp. Því verður ekki til „heildstæð“ mynd af hinu dystópíska Íslandi þar sem Fylking kjósenda er einhvers konar andspyrnuhreyfing í helvíti Björg- unarsveitanna og löggunnar og því ófullnægjandi fyrir lesandann að taka afstöðu til þess hvort það sé raunhæft – innan ramma verksins – að láta allt fara jafn hratt til fjand- ans og raun ber vitni. Að því sögðu er margt áhuga- vert í fróðlegum smáatriðum sem höfundur hefur nostrað við og ekki skortir á ímyndunaraflið; Sigríður er glögg í að rekja hvað „gæti gerst“. Það vantar aftur á móti svolítið upp á að hún leyfi sér að fara alla leið í fantasíu skáldskaparins þar sem hið ótrúlega gerist, hið fagra verður satt þótt því sé logið, og svo framveg- is. Það býr greinilega skáld í frétta- konunni góðu og þessi frumraun sýnir nokkrar hliðar á hæfileikum hennar. Í Eylandi virðist hún þó ekki nægilega ákveðin í hverjum þessara stíla styrkleiki hennar felst og nokkur fljótfærnisbrag- ur á heildarmyndinni er ljóður á útfærslu annars áhugaverðrar hugmyndar. n Vísindaskáldskapur í dulargervi Arnaldur Máni Finnsson skrifar Bækur Eyland Höfundur: Sigríður Hagalín Björnsdóttir Útgefandi: Benedikt 252 bls. „Það býr greinilega skáld í fréttakonunni góðu og þessi frumraun sýnir nokkrar hliðar á hæfileikum hennar. Þegar ég fékk Ofur Kalla í hendurnar rifjuðust upp fyrir mér notalegar minningar úr fæðingar-orlofinu sem ég fór í árið 2011, en þá uppgötvaði ég fyrst Camillu Läckberg og hina æsispennandi en mannlegu Fjäll- backa-seríu. Dag eftir dag sat ég á stofugólfinu umkringd smábörn- um gaf brjóst og sussaði á þau til skiptist þar sem ég gat með engu móti slitið mig frá söguþræðinum. Þess vegna var ákveðin nostalgía fólgin í því að komast yfir bók eftir sama höfund og bjargaði geðheilsu minni ítrekað á þessu súrsæta tímabili, til að lesa fyrir barnahópinn minn nokkrum árum síðar. Og að sjálfsögðu voru væntingarnar heilmiklar. Bókin fjallar um Ofur Kalla sem er langt frá því að vera venjulegt smábarn. Ástæðan er sú að nóttina sem hann kom í heiminn gerðist svo- lítið stórkostlegt. Ryk úr tveimur stjörnum sem sprungu barst alla leið til jarðarinnar og lenti á steinsofandi krílinu. Það gerði að verkum að Kalli litli fékk ofurmátt og getur bókstaflega allt sem önn- ur börn geta ekki. Af því leiðir að Kalla drepleiðist ungbarnalífið. Kalli gerir sér nefnilega grein fyrir því að hann þarf að hjala, kúka í bleyju og borða vondan smábarna- mat til að vekja ekki grunsemdir annarra í fjöl- skyldunni. En í stað þess að brasa við að vera smábarn myndi hann miklu frekar vilja borða almennilegan mat, spjalla við systkini sín og æfa flugtækn- ina. Amma Kalla sem passar hann á daginn tekur þó fljót- lega eftir því að Kalli er allt öðru- vísi en önnur börn á hans aldri. En í stað þess að bregðast illa við líkt og Kalli var alveg viss um að hún myndi gera þá umvefur hún hann enn meiri ást og hvetur hann áfram til að vera hann sjálfur. Þá er Kalli mjög hrifinn af systk- inum sínum og tekur það mjög inn á sig þegar bróðir hans kvartar sár- an undan skólafélaga sem legg- ur hann í einelti. Líkt og sannri ungbarna-ofurhetju sæmir þá tekur Kalli til sinna ráða til að vernda bróður sinn fyrir hrekkjusvíninu. Höfundur bókarinnar, Camilla Läckberg, er einn þekktasti glæpa- sagnahöfundur Svía. Konur (og karlmenn) um alla Skandinavíu og víðar eru forfallnir aðdáendur bóka hennar og því óvitlaust af Camillu að reyna við barnabók. En líkt og með önnur verk Camillu þá negldi hún þetta verk- efni algjörlega. Sagan um Ofur Kalla er stútfull af húmor en er á sama tíma mannleg. Sögu- þráðurinn er þéttur og grípandi. Millis Sarri málar myndirnar í bókinni alveg í takt við persónurnar og litagleðin gefur bókinni nokkur auka sjarma-stig. Heilt á litið er þetta hin skemmtilegasta barnabók. Því bind ég miklar vonir við að við Íslendingar fáum að sjá þýð- ingar á fleiri bókum í seríunni um hann Ofur Kalla í nánustu framtíð. n Stútfull af húmor Kristín Clausen kristin@dv.is Bækur Ofur Kalli Höfundur: Camilla Läckberg Myndskreyting: Millis Sarri Þýðing: Sigurður Þór Salvarsson Útgefandi: Sögur 32 bls. „Söguþráðurinn er þéttur og grípandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.