Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 2.–5. desember 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Ekki vinahót í stjórnmálunum Til eru þeir sem halda á lofti þeirri skoðun að niðurstaða síðustu al- þingiskosninga geti orðið til þess að betri sátt muni myndast í íslensk- um stjórnmálum. Fátt er fjær sanni en þetta. Síðustu vikur hafa einmitt valdið meiri illindum og deilum en flestir hefðu búist við, þótt ekki sé látið á því bera í miklum mæli á yfirborðinu. Þannig er Viðreisnar fólk öskuillt út í Pírata sökum þess að þeir tengjast Jæja-hópnum sem gerði og dreifði umdeildum mynd- böndum af Benedikt Jóhannessyni. Það er sömuleiðis mjög ósátt við Bjarna Benediktsson eftir að hann ákvað að slíta samtali við flokkinn og ræða þess í stað við Vinstri græna. Sjálfstæðisfólk er að sama skapi ekki hrifið af framgöngu Benedikts sem því þykir hafa sýnt af sér hroka og sjálfsánægju í samskiptum. Engir kærleikar eru millum Sjálfstæðisflokks og Pírata og Óttarr Proppé hefur verið gagn- rýndur af fádæma offorsi fyrir að hlaupa frá Lækjarbrekkubanda- laginu og í fangið á Benedikt strax að afloknum kosningum. Meira að segja er farið að þyngjast í Katrínu Jakobsdóttur, þeirri ró- lyndiskonu, í garð margra kollega sinna. Framsóknarflokkurinn glímir við sín innanmein og Sam- fylkingin sömuleiðis og hermt er að stemningin í báðum flokkum sé ekkert til að hrópa húrra fyrir. Á fullveldisdeginum bauð for- seti Íslands til árlegrar þingveislu á Bessastöðum. Þar mættu þingmenn ásamt mökum sínum og gerðu sér glaðan dag. Í því umhverfi sem nú er í stjórnmálunum má geta sér þess til að umræðurnar hafi verið æði athyglisverðar. Vonandi er að allir hafi snúið heilir heim. O kkur ber að hafa tjáningar- frelsið í heiðri og muna að það er ekki bara fyrir þá sem eru sammála okkur heldur líka fyrir hina sem við erum gjörsamlega ósammála. Þetta vitum við auðvitað mætavel en samt gleymum við þessu sjálf- sagða atriði alltof oft. Í þjóðfélagsumræðunni eiga menn stundum erfitt með að halda ró sinni. Sérstaklega í netheimum hamast menn og djöflast sem aldrei fyrr og sjálfsögð kurteisi er léttvæg fundin. Í hita leiksins falla alls kyns orð. Eins og búast má við eru mörg þeirra heimskuleg og enn önnur jafnvel mannfjandsamleg. Það lýsir til dæmis ekki mikilli virðingu fyrir manneskjum að tala niðrandi um samkynhneigða. Sá sem það gerir ljómar ekki beinlínis af umburðar- lyndi og víðsýni. Vísast viljum við flest siða hann til. Spurningin er hversu langt ber að ganga í þá átt. Best er að vinna mál sitt með rök- ræðu, þótt það kunni að kosta þrot- lausa vinnu. Öllu verra er að draga viðkomandi fyrir dómstóla og krefj- ast frelsissviptingar, eins og hægt er að gera samkvæmt íslenskum lögum. Pétur Gunnlaugsson, lögfræðingur og þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu, og Jón Valur Jensson guðfræðingur hafa báðir verið ákærðir fyrir hatursorð- ræðu um samkynhneigða í útvarpi og á neti. Báðir voru þeir afar gagn- rýnir á hinsegin fræðslu í grunn- skólum Hafnarfjarðar, þótt þeir virt- ust um leið ekki hafa hugmynd um hvernig sú fræðsla væri hugsuð eða hvernig staðið væri að henni. Þeir höfðu einfaldlega sterka skoðun á málinu án þess að hafa kynnt sér það og létu stór orð falla. Fyrir það eru þeir ákærðir. Víst er að ýmsir hafa látið svipuð og verri orð falla opin- berlega. Stendur til að leita allt það fólk uppi? Orð geta meitt en það er ekki hægt að banna þau. Það er ekki hægt að leita uppi hvern þann sem viðhefur særandi orð í garð annarra eða talar niðrandi um einstaka hópa og refsa honum og dæma hann í allt að tveggja ára fangelsi. Ef það væri tíðkað í lýðræðisríkjum sæti verð- andi Bandaríkjaforseti, Donald Trump, nú á bak við lás og slá. Þegar henta þykir flöggum við tjáningarfrelsinu, lofum það og prísum. Þegar verulega reyn- ir á eigum við ekki að fara í fel- ur og segja að nú standi þannig á að það henti bara alls ekki að hafa tjáningarfrelsið í heiðri. Heimsku- legum og vondum skoðunum ber að andmæla af festu og með rök- um. Þegar við erum farin að draga fólk fyrir dóm vegna særandi orða þá erum við komin á hættulegar brautir. n Hættulegar brautir Guðbjörg Elín tók nasistasýru í gleðskap. – DV Versta sem ég hef upplifað Brynjar Níelsson fær vottun frá Facebook. – DV Vissi ekki hvað þetta var Soffía býr á Þingeyri og fær ekki póst. – DV Mér er algjörlega nóg boðið Myndin Jólamánuðurinn Borg og bæir taka nú á sig jólabrag enda desember genginn í garð. Miðbærinn iðar og fólk röltir á milli verslana í leit að jólagjöfum. myNd SiGtryGGur Ari Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Þegar verulega reynir á eigum við ekki að fara í felur og segja að nú standi þannig á að það henti bara alls ekki að hafa tjáningar- frelsið í heiðri. Sandkorn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.