Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 31
Helgarblað 2.–5. desember 2016 Bækur 5 Glettni og einlægni Það var notaleg tilfinning að fá í hendurnar nýja barnabók eftir rithöfund sem foreldrar mínir lásu fyrir mig, og nokkrum árum síðar ég sjálf, í barnæsku. Allir af þúsaldarkynslóðinni svokölluðu eiga minningar sem tengjast verkum Sigrúnar Eldjárn sem hefur í gegnum árin glætt ótal persónur lífi og skapað söguheima sem auðvelt er að gleyma sér í. Að þessu sinni smíðar Sigrún söguþráðinn í kringum ofur­ stelpuna Sigurfljóð sem öðlast ofur krafta samhliða því sem hún missir fyrstu tönnina. Líkt og bókar titillinn Sigurfljóð hjálpar öll­ um gefur til kynna þá er söguhetjan einstaklega hjartahlýr og fordóma­ laus prakkari sem er óhræddur við að taka málin í eigin hendur. Í sögunni fær Sigurfljóð til að mynda krakkana í hverf­ inu, sem Bogi vinur hennar er smeykur við, á sitt band og kennir þeim að það margborgar sig að stríða ekki og að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Líkt og áður myndskreytti Sigrún bókina sjálf og tókst þar afar vel upp. Myndirnar eru stílhreinar og litríkur karakter Sigurfljóðar nýtur sín vel á fallegum pappírnum. Boðskapur sögunnar er klass­ ískur og söguþráð­ urinn litast svo­ lítið af því en að sama skapi mat­ reiðir Sigrún frá­ sögnina á gletti­ legan og einlægan hátt sem nær vel til lesendahópsins. n Kristín Clausen kristin@dv.is Bækur Sigurfljóð hjálpar öllum Höfudnur: Sigrún Eldjárn Útgefandi: Mál og menning 34 bls. „Allir af þús- aldarkynslóðinni svokölluðu eiga minn- ingar sem tengjast verk- um Sigrúnar Eldjárn. Guðrún Eva Mínervu­dóttir bregst ekki lesendum í nýút­kominni bók sinni Skegg Raspútíns. Þar sýnir hún enn og aftur hvað hún er frábær höfundur og mikill grúskari, eins og sést hefur á öllum skáld­ sögum hennar, þar með töldum Yosoy (2005), Skaparanum (2008) og Allt með kossi vekur (2011). Líkt og í fyrri bókum hennar eru persónur verksins skapaðar af djúpstæðum áhuga á manneskjum og innilegri samkennd með mennsku þeirra. Kápuhönnun er í höndum Ragnars Helga Ólafssonar. Kápan sem sýnir mynd af konu undir vatnsyfirborði, umkringda gróðri, minnir óneitan­ lega á myndefni af Ófelíu úr Hamlet Shakespeares. Það hentar prýðilega sögunni sem á eftir fer. Frásögnin í Skeggi Raspútíns flakkar á milli draumástands og vökustunda sem eiga sér stað á nokkrum mismunandi tímapunktum. Um er að ræða frásögn af vinkvenna­ sambandi rithöfundarins Evu og lettneska garðyrkjumannsins Ljúbu, sem brotin er upp með löngum, martraðarkenndum draumi eða eins konar vitrun Evu. Inni á milli fléttast svo brot úr ævisögu Raspútíns, alræmds ráðgjafa Romanov keisaraættarinnar í Rúss­ landi á fyrri hluta 20. aldar. Verkið saman stendur þannig af þremur ævisögum; þeirra Evu, Ljúbu og Raspútíns, sem skarast, varpa ljósi á hver aðra og fléttast saman, svo að á köflum verður óljóst hver er ævisaga hvers. Stundum er Eva Raspútín, öðru sinni er Raspútín bara Raspútín og stundum er hann Ljúba. Og stundum er Eva ekki þessi Eva, heldur hin. En þannig er líka draumlógíkin: órökrétt, alveg eins og við viljum hafa hana. Skegg Raspútíns er ekki bara merki­ leg skáldsaga um vináttu, sem nær langt út fyrir mörk raunveruleikans. Heldur snýst frásögnin að ákveðnu leyti um vöruskipti og ein­ faldari og hægari lífshætti í bænda­ samfélögum Lett­ lands, sem Ljúba kemur frá. Skiptin standa ekki eingöngu um verald­ legar vörur, svo sem grænmeti, heimabrugg og súrdeigsbrauð, heldur má segja að vöruskipti eigi sér stað á milli Evu og Ljúbu í formi sagna og vináttu. Líkt og mein­ hollt grænmetið, sem Ljúba sér Evu fyrir gegn vináttu, hlustun og stöku brauðhleif, verður frásögn þeirrar lettnesku að eins konar meðali fyrir Evu, sem tekur inn ævi Ljúbu í smáskömmtum. Eva þjáist nefni­ lega af svefnleysi. Neysla Evu á sög­ um Ljúbu tekur loks á sig svo þrá­ hyggjukenndan blæ, að þegar endir er bundinn á söguna og persónu­ legur harmleikur á sér stað, grípur Eva til örþrifaráða. Það er þá sem draumsýnin hefst og fléttast inn í sögur Evu, Ljúbu og Raspútíns. Sagan á sér þannig stað á mörg­ um tímaskeiðum. Þar á meðal er tími Raspútíns og Romanov keisara­ ættarinnar, æska og ævi Ljúbu og Evu, frásögn af vináttu þeirra, draumsýn og eftirmáli. Ótal þræðir tvinnast saman í þessari mögnuðu skáldsögu og ómögulegt verður að greina frá þeim öllum, eða greiða þá fyllilega í sundur. Sögupersónan Eva og höfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir tala báðar um að skrifa til þess að koma hlutunum heim og saman, þ.e. að skrifa til þess að skilja. Þannig birtast metaeigin­ leikar verksins líklega í sinni tær­ ustu mynd. Hið sama má svo segja um lesandann, því hann verður að lesa til þess að skilja verkið. Skegg Raspútíns er ekki hugljúf skáldsaga sem hægt er að renna í gegnum á nokkrum kvöldstundum. Verkið er metnaðarfullt og höfundurinn sömuleiðis og fær lesandi tækifæri til þess að rýna í verkið til að komast til einhvers konar botns í því. Gagn­ rýnandi botnaði fyrst í verkinu um leið og hann skrifaði dóminn. En þannig er það einmitt með bestu bókmenntirnar, þær ýfa upp forvitn­ ina og fá mann til þess að hugsa og langa til þess að skilja. n „Eins og draum- urinn hafi aldrei rofnað“ Jóhanna María Einarsdóttir johanna@dv.is Bækur Skegg Raspútíns Höfundur: Guðrún Eva Mínervudóttir Útgefandi: Bjartur 317 bls. „Ótal þræðir tvinnast saman í þessari mögnuðu skáldsögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.