Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 26
Helgarblað 2.–5. desember 20164 Bækur Skáldsagan Sonnettan eftir Sigurjón Magnússon knýr mig til vera stundarkorn á persónulegum nótum. Til stóð að ég fengi kynningar­ eintak af bókinni á ritstjórn DV og skrifaði umsögn um hana. Helgina áður en ég átti að fá bókina í hendur var ég hins vegar staddur í bóka­ búð, rak augun í gripinn og opnaði af forvitni. Einfaldur texti verksins reyndist svo grípandi að ég gat ekki skilið bókina við mig eftir að hafa les­ ið nokkrar blaðsíður og keypti hana. Snemma næsta dag hafði ég lokið við hana. En þessi saga gerði meira en að halda mér spenntum og áhugasöm­ um. Þessi saga snerti mig djúpt, ekki síst það sem lýtur að hjónabandinu, sem er þungamiðja hennar. Sagan lýsir örlagaríku sólarfríi hjóna um fertugt á Spáni. Komnir eru brestir í sambandið enda eru hjónin mjög ólík. Eiginmaðurinn lokaður og innhverfur bókabéus, eig­ inkonan ástríðufull þokkagyðja. Eig­ inmaðurinn, Tómas, er fyrrverandi kennari í Menntaskólanum í Reykja­ vík en sagði starfi sínu lausu vegna sérstæðrar deilu: Hann fékk því ekki framgengt að ættjarðarljóð Snorra Hjartarsonar, Land þjóð og tunga, yrði á leslista nemenda við skólann. Kollegar hans segja ljóðið úrelt og óboðleg þjóðremba á tímum fjöl­ menningar. Þessi ágreiningur þróast út í ritdeilur í blöðum og eltir sögu­ hetjuna á sólarströndina því nokkrir Íslendingar, sem þarna dveljast og hafa horn í síðu hans vegna sam­ skiptaárekstra sem verða er líður á söguna, fara að slúðra um að maðurinn sé alræmdur rasisti. Eiginkonan er það sem með óábyrgu orðfæri mætti kalla laus í rásinni. Ljóst er að Tómas uppfyllir ekki þörf hennar fyrir athygli og ástríðuhita og hugur hennar og hjarta leita annað. En ást Tómasar á eiginkonu sinni er ást að eilífu og líkist sumpart til­ beiðslu skáldsins á landinu sínu í ljóðinu umdeilda. Sonnettan er óvenjulega meitluð saga og efnisrík miðað við lengd. Hún er aðeins rétt liðlega 140 blað­ síður í fremur litlu broti. Á þessum fáu blaðsíðum leiðir höfundur fram allnokkrar persónur og dregur þær upp skýrum og eftirminnilegum dráttum, laðar fram átök og býður upp á fléttu sem myndi sóma sér vel í áhrifaríku bresku sjónvarpsdrama. Meitlunin felst á hinn bóginn í því hvernig höfundur afhjúpar í örfáum dráttum þá gjá og togstreitu sem and­ stæð sjónarmið fjöl­ menningarhyggju og þjóðernishyggju hafa myndað í heiminum á undanförnum árum. Sumir upplifa ástandið þannig að bæði fjöl­ menningunni og lýð­ ræðinu stafi hætta af uppgangi þjóðernis­ öfgahyggju. Aðrir hafa þá upplifun að fjölmenningin hafi farið úr skorðum vegna upp­ gangs íslamskrar bókstafstrúar víða í Evrópu, þar sem sumir innflytj­ endur hata og fyrirlíta menningu gestalandsins í stað þess að aðlagast henni. Og þegar menn viðra þær áhyggjur sínar eru þeir kallaðir ras­ istar og þaggað með ofsa niður í nauðsynlegri gagnrýni. Pólitískur rétttrúnaður gerir ekki greinarmun á heilbrigðri þjóðernishyggju og þjóð­ rembu og skellir rasistastimplin­ um á alla sem vilja hafa gildi sinnar þjóðar í hávegum. Á sama tíma al­ hæfa öfgafullir þjóðernissinnar um innflytjendur og vilja engum flótta­ mönnum hjálpa. Þessar öfgar og þessi ólga verða sífellt meira áber­ andi og Sonnettan er skrifuð á hljóð­ látan en eftirminnilegan hátt beint inn í deigluna. Hún er laus við allan áróður en á milli línanna má þó lesa samhug með þeim viðhorfum að þjóðerni, tungu og menningu beri að rækta og að hjónaband snúist um tryggð og ást í blíðu og stríðu. Með öðrum orðum: Það eru til varanleg gildi sem ber að halda í heiðri. Sonnettan er afburðavel skrifuð saga sem ég hvet lesendur til að reyna að lesa hægt því hún er stutt en maður þráir að lesturinn endist sem lengst. n Trúin á eilíf gildi Bókin Búðarferðin eftir Ósk Ólafsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævars­dóttur sýnir glögglega að þegar ímyndunar­ aflið fær að leika lausum hala getur allt gerst. Bergrún Íris myndskreytti söguna en hún hefur síðustu ár getið sér gott orð í myndlistarheim­ inum. Í upphafi bókarinnar fara sögu­ hetjurnar Blær og Busla út í búð að kaupa mjólk. Búðarferðin á þó eftir að reynast einstaklega viðburðarík en hinar ýmsu verur, völundarhús og snarbrött fjöll verða á vegi þeirra. Ævintýraheimurinn sem þær skapa í sögunni fangar töfrandi hugmynda­ flug barna nokkuð vel. Búðarferðin er ekki eina bók Bergrúnar í jólabókaflóðinu en nafn hennar er á kápum sjö bóka sem voru gefnar út á árinu. Þar á meðal myndskreytti Bergrún barnabókina Hin æruverðuga og ættgöfuga hefðarprinsessa fröken Lovísa Perlu­ festi Blómasdóttir – Daprasta litla stúlka í öllum heiminum eftir glæpa­ sagnahöfundinn Stefán Mána. Búðarferðin er ætluð yngsta lesendahópnum og söguhetjan Blær gæti, líkt og nafnið gefur til kynna, bæði verið strákur eða stelpa. Lesandinn sjálfur getur tekið ákvörðun um það. Texti bókarinnar er stuttur en segir það sem segja þarf. Ævintýrið felst nefni­ lega fyrst og fremst í listaverkum Berg­ rúnar Írisar sem glæða orðin lífi. n Töfrar ímyndunaraflsins Kristín Clausen kristin@dv.is Bækur Búðarferðin Höfundar: Bergrún Íris Sævarsdóttir og Ósk Ólafsdóttir Útgefandi: Töfraland - Bókabeitan 32 bls. Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Sonnettan Höfundur: Sigurjón Magnússon Útgefandi: Ugla 141 bls. „Sonnettan er óvenjulega meitluð saga og efnisrík miðað við lengd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.