Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 15
Helgarblað 2.–5. desember 2016 Fréttir 15 É g kannast við þessa umræðu, hún kemur oft upp og þá er kvartað yfir Útvarpi Sögu sér- staklega,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarfor- maður Strætó bs., sem telur þörf á að ræða útvarpsnotkun vagnstjóra Strætó, sem fari fyrir brjóstið á ein- hverjum farþegum. Umræða um Söguhlustun vagnstjóra hefur áður verið tekin í stjórninni. Ákært fyrir hatursorðræðu Greint var frá því í síðustu viku að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ákært Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmann á Útvarpi Sögu, fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með því að hafa í samræð- um við hlustendur stöðvarinnar, í þætti sínum Línan er laus, látið ummæli falla sem þóttu haturs- full í garð samkynhneigðra. For- saga málsins snertir tilkynningu þess efnis að hinsegin fræðsla yrði hluti af kennsluefni grunnskóla í Hafnarfirði sem fór misvel í hlust- endur stöðvarinnar sem hringdu inn til að viðra skoðanir sínar. Svo fór að Samtökin 78 kærðu málið til lögreglu og að lokum var ákært fyrir ummæli sem féllu í þættinum. Skiptar skoðanir eru á ákærunni þar sem fólk ýmist fagnar inngrip- inu eða telur vegið að tjáningar- frelsinu. Sjálfur hefur Pétur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann telji þetta út í hött. Áður ratað á borð stjórnar Það var síðan í vikunni sem borgar- fulltrúinn fyrrverandi, Gísli Marteinn Baldursson, vakti athygli á því í um- ræðum á Twitter um mál þessu tengt að hlustun vagnstjóra Strætó á Út- varp Sögu hefði eitt sinn verið tek- in fyrir á stjórnarfundi Strætó bs. Á Twitter hafði þeirri spurningu verið velt upp hvort hægt væri að ákæra Strætó fyrir að útvarpa áðurnefndri hatursorðræðu yfir farþega. DV spurðist fyrir um málið hjá Heiðu Björg sem segir að þetta hafi verið fyrir hennar tíð í stjórninni. Um- ræðuna kannist hún þó við. Lækki í útvarpinu „Útvarpið á bara að vera fyrir vagn- stjórana, þetta er ekki útvarp vagns- ins, heldur vagnstjóranna sem eru í vinnunni. Fólki þótti þá ekki rétt að segja starfsmönnum hvaða út- varpsstöðvar þeir mættu hlusta á í vinnunni, en því beint til þeirra að stilla útvarpið ekki of hátt,“ rifjar Heiða Björg upp. Margir farþegar Strætó kannast við að lenda í því sem í daglegu tali er gjarnan kallað „Sögu-strætó“ þar sem vagnstjórinn er að hlusta þessa tilteknu stöð það hátt að fremstu sætaraðirnar neyðist til að hlusta líka. Hugnast ekki umræðurnar „Okkur berast kvartanir, bæði mér beint og Strætó líka. Það hugnast ekki öllum að hlusta á umræðuna á Útvarpi Sögu, eins og sést,“ segir Heiða og vísar þar í ákærurnar á hendur þáttastjórnandanum. Hún segir að þetta sé því eitthvað sem þurfi að skoða. „Við erum að fara yfir núna hvað farþegar mega taka með sér í vagn- ana í samráði við vagnstjóra og þetta verður kannski eitt af því sem við munum líka ræða. Þetta er eitt af því sem þarf að skoða. Fólki þarf auðvitað að líða vel í vagninum, það er mikilvægt.“ n Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Leiðandi á leiksvæðum • Sími 565-1048 jh@johannhelgi.is • www.johannhelgi.is Gervigras og sparkvellir Jóhann Helgi & Co ehf, „Stofnað 1990“ Sími 565 1048 - 820 8096 jh@johannhelgi.is – www.johannhelgi.is Útileiktæki: Rólur, vegasölt, gormatæki, rennibrautir, leikkastalar ofl. Frá viðurkenndum framleiðendum eins og Lappset, Wicksteed, Stilum, Dynamo, Huck ofl. Járnrimlagirðingar fyrir skóla- og leikskólalóðir, íþróttavelli, fjölbýlishús og einkalóðir. Þýsk gæði frá Legi. Hjólabrettapallar frá Rhino Ramps í Belgíu, komnir upp víða um land við frábærar undirtektir notenda. Fallvarnarefni: Gúmmíhellur frá Þýskalandi og gúmmímottur á gras, þar sem grasið vex upp í gegn um motturnar og motturnar hlífa grasinu og virka sem fallvörn. Leikföng, húsgögn og búnaður fyrir leikskóla frá stærsta dreifingaraðila Danmörku, Lekolar (áður Rabo - Brio). Mörk og körfur, útiþrektæki og ýmsar gerðir af sparkvöllum frá viðurkenndum framleiðendum eins og t.d. Sure Shot, Lappset, Wicksteed og Saysu. Bekkir, ruslafötur, stubbahús, skýli, reiðhjólagrindur, trjágrindur, pollar, ljósastaurar, blómaker ofl. frá GH Form, Vekso, Nifo, Orsogril Vestre o.fl. Bændur og hestamenn: Nótuð plastborð, fjárhúsgólf, búgarðagirðingar (Dallas), gerði og girðingarstaurar. úr plasti, básamottur og fóðurgangamottur. BJóðuM HeiLdarLausnir á LeiksvæðuM. uppsetning, viðHaLd og þJónusta Leitið tiLBoða w w w .jo ha nn he lg i.i s Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009 33 M yn di r f rá F er ða þj ón us tu nn i V at ns ho lti w w w .s ta yi ni ce la nd .is Þörf á að stjórnin skoði útvarpsnotkun vagnstjóra Stjórnarformaður Strætó segir farþega reglulega kvarta yfir því að þurfa að hlusta á Útvarp Sögu Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Fólki þarf auðvitað að líða vel í vagninum. Umdeilt mál Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, var í síðustu viku ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs. Hugnast ekki öllum Heiða Björg Hilm- isdóttir, borgarfulltrúi og stjórnarformaður Strætó bs., segir þörf á að stjórnin bregðist við kvörtunum um Söguhlustun vagnstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.