Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Qupperneq 14
Helgarblað 2.–5. desember 201614 Fréttir Hreinsun á kjólum 1.600 kr. Opið Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00 Hringbraut 119 - Einnig móttaka á 3.hæð í Kringlunni hjá Listasaum - Sími: 562 7740 - Erum á Facebook Í fangelsi vegna samkeppnis- brota Steingrímur Birkir Björnsson, framkvæmdastjóri fagsölu­ sviðs BYKO, var í Hæstarétti á fimmtudag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir brot á samkeppnislögum. Fjórir aðrir starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar hlutu fangels­ isdóma í málinu en dómarnir eru að stærstum hluta skilorðs­ bundnir. Málið snýst um verðsamráð á grófvörum árin 2010 og 2011. Alls voru tólf manns ákærðir upphaflega í málinu. Þeir voru starfsmenn BYKO, Húsasmiðj­ unnar og Úlfsins. Þeir voru handteknir í mars 2011. Ellefu af þessum tólf voru sýknaðir í héraðsdómi í apríl í fyrra en Hæstiréttur sneri dómnum við að hluta. Stefán Árni Einarsson, fyrr­ verandi framkvæmdastjóri vöru­ stýringarsviðs Húsasmiðjunn­ ar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrverandi vörustjóri á þunga­ vörusviði Húsasmiðjunnar, voru dæmdir til níu mánaða fangels­ isvistar en dómarnir voru báð­ ir skilorðsbundnir. Aðrir fengu styttri dóma, skilorðsbundna. Sjö mannanna voru dæmdir til að greiða málsvarnarlaun sín að fullu. Í tilfelli Steingríms Birkis er um að ræða tæpar sjö millj­ ónir króna. RARIK bregst við orkuþörf risahótels n Þurfti að grípa til aðgerða til að anna eftirspurn og frekari aðgerða þörf R aforkuþörf nýs lúxushótels á Hnappavöllum sem opnað var í sumar er svo mikil að til að anna henni hefur RARIK þurft að grípa til aðgerða og þörf er á frekari að­ gerðum til að tryggja afhendingu rafmagns. Truflanir ekki hótelinu að kenna Það var í júní síðastliðnum sem opn­ að var nýtt og stórt fjögurra stjörnu lúxushótel á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls, milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Hótelið, sem heitir Fosshótel Jökulsárlón, er sagt það stærsta sinnar tegundar í dreifbýli með 104 herbergi. Eins og gefur að skilja útheimtir slík starfsemi um­ talsverða orku og þegar vart varð truflana á raforkuafhendingu á svæðinu í kring fóru einhverjir að velta fyrir sér hvort nýja hótelinu væri hugsanlega um að kenna. DV leitaði skýringa á þessum orðrómi hjá RARIK. Þar fengust þau svör að ekki væri rétt sem DV hafði heyrt að hótelið væri að taka svo mikla raforku til sín að það orsakaði raf­ magnsleysi á svæðum í kring. „Hins vegar er rétt að hótelið tekur umtalsvert rafmagn og til að anna því hefur þurft að grípa til að­ gerða og þarf að grípa til frekari að­ gerða,“ segir í svari RARIK. Trufl­ anir eigi sér hins vegar eðlilegar skýringar. Veður, viðgerðir og áflug fugla RARIK er með afhendingarstað frá Landsneti á Hólum við Höfn í Hornafirði þaðan sem liggur um 125 kílómetra 19kV háspennulögn að Skaftafelli í Öræfum sem sér við­ skiptavinum á svæðinu frá Horna­ fjarðarfljóti vestur að Skaftafelli fyrir raforku. Samkvæmt upplýs­ ingum frá RARIK hefur verið unnið markvisst að endurnýjun á þessari línulögn frá því fyrir síðustu alda­ mót með jarðstreng, sem er nú 100 kílómetra af leiðinni í jörð en 25 kílómetra í loftlínu. „Ef bilun verður á þessari löngu lögn eða ef vinna þarf við breytingar og viðgerðir á henni veldur það að jafnaði einhverju straumleysi með­ an á vinnu stendur. Loftlínuhlut­ inn er meiri truflanavaldur vegna veðurs og áflugs fugla. Þær trufl­ anir sem orðið hafa á raforkuaf­ hendingu á svæðinu hafa tengst bilunum og áflugi á línuhlutann, nema sú síðasta sem var 29. nóv­ ember sl. vegna tenginga á nýrri strenglögn við Steinavötn.“ Lausn í árslok 2017 Talsmenn RARIK segja að alltaf hafi legið fyrir að grípa þyrfti til aðgerða til að auka flutningsgetu dreifikerfisins þegar nýja hótelið á Hnappavöllum færi í fullan rekstur. „Sú lausn sem RARIK telur besta er að fá nýtt úttak hjá Landsneti úr Byggðalínunni nálægt Hnappa­ völlum og voru strax hafnar við­ ræður við Landsnet um þá lausn. Nú liggur fyrir að framkvæmdir við þetta úttak á Byggðalínunni geti hafist í byrjun næsta árs og verði væntanlega lokið í árslok 2017.“ Annar álagi Í svari fyrirtækisins segir að dreifi­ kerfið hafi hingað til annað því álagi sem verið hefur á svæðinu, en verið sé að koma fyrir spennustill­ um á dreifikerfið við Reynivelli til að tryggja spennuástand á svæð­ inu í vetur og þangað til úttakið við Hnappvelli verður komið í rekstur. Einnig verði færanlegri dísilvél komið fyrir við Smyrla­ bjargaárvirkjun til að anna álaginu á mesta álagstíma á komandi vetri. „Þegar nýr afhendingarstaður Landsnets við Hnappavelli verður komin í gagnið mun rekstrar­ öryggi dreifikerfisins milli Hafnar og Skaftafells aukast til muna, bæði vegna bilana og nýtenginga, þar sem hægt verður að reka kerfið frá tveimur afhendingarstöðum á Byggðalínu.“ n „Hótelið tekur um- talsvert rafmagn og til að anna því hefur þurft að grípa til aðgerða og þarf að grípa til frekari aðgerða. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Stórt og glæsilegt RARIK segir að grípa hafi þurft til aðgerða til að bregðast við aukinni raforkuþörf í Ör- æfum með tilkomu Fosshótels Jökulsárlóns sem opnað var í sumar. Frekari aðgerða sé enn þörf. Mynd FoSShoTeL.iS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.