Fréttablaðið - 30.05.2017, Side 6
3 0 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R6 f R é t t I R ∙ f R é t t a B L a Ð I Ð
StJóRnSýSLa Sú aðferð sem lögð er til
í nýju frumvarpi Brynjars Níelssonar
alþingismanns er skárri en heimild
til aðfarar sem finna má í núgildandi
barnaverndarlögum. Þetta er mat
Braga Guðbrandssonar, forstjóra
Barnaverndarstofu.
Brynjar Níelsson hefur, ásamt fleiri
þingmönnum, lagt fram frumvarp til
breytinga á barnaverndarlögum sem
felur í sér að ef foreldri sem barn býr
hjá hindrar hitt foreldrið í að neyta
umgengnisréttar eða takmarkar
hann, þá varði það fangelsi allt að
fimm árum.
Bragi Guðbrandsson bendir á að
í barnalögum í dag sé lokaúrræðið
aðför, þar sem barn er tekið af heimili.
„Ég held að allir séu sammála um að
það sé alversta aðferð sem hægt er að
beita í svona málum,“ bætir hann við.
Sú aðgerð beinist gegn barninu sjálfu
og barnið sé beinn þolandi slíkrar
aðgerðar.
„Ég held að það sé þá skömminni
skárra að í neyðaraðgerðum sé það
frekar gert þannig að foreldrið sé
handtekið,“ segir hann. Þá beinist
aðgerðin að hinum brotlega.
Bragi leggur áherslu á að foreldri
yrði ekki handtekið nema í algjörum
undantekningartilfellum.
Bragi bendir líka á að skipta megi
tálmunarmálum í stórum dráttum
í tvo flokka. Annars vegar þegar
málefnalegar ástæður eru fyrir því
að foreldri hindri hitt foreldrið í
að umgangast barnið. Það er þegar
foreldri telur það andstætt hags-
munum barnsins, jafnvel hættulegt,
að umgangast hitt foreldrið. Í öðrum
tilfellum eigi sér slík tálmun stað án
nokkurrar málefnalegrar ástæðu.
„Vandinn er sá að þessum ólíku
ástæðum er oft blandað saman,“
segir Bragi. Hann segir það þurfa að
vera alveg skýrt að foreldri sem tálmar
aðgengi hins foreldrisins eigi ekki að
geta tekið slíka ákvörðun á eigin for-
sendum. „Það þarf að vera aðili sem
veitir slíkri ákvörðun lögmæti, ef það
er yfirhöfuð hægt að veita henni lög-
mæti,“ segir Bragi.
Sýslumaður eigi að taka þessa
ákvörðun eftir að barnaverndarkerfið
hafi kannað hvort gildar ástæður séu
fyrir tálmun.
Þetta ferli, þar til sýslumaður
getur gefið heimild til tálmunar með
bráðabirgðaúrskurði, eigi að taka sem
stystan tíma. Það eigi að klárast innan
nokkurra vikna en ekki á mánuðum
eða árum. jonhakon@frettabladid.is
Tillaga Brynjars betri
en núverandi verklag
Forstjóri Barnaverndarstofu segir skárra að fangelsa foreldri vegna tálmunar
en að taka barn af heimilinu. Nýtt frumvarp um aðgerðir vegna tálmunar séu
því til bóta. Sýslumaður þurfi að geta afgreitt tálmunarmál með hraði.
Ég held að það sé þá
skömminni skárra
að í neyðaraðgerðum sé það
frekar gert þannig að for-
eldrið sé handtekið.
Bragi
Guðbrandsson,
forstjóri Barna-
verndarstofu
Tré þoldu ekki veðurofsann
Að minnsta kosti ellefu létu lífið þegar óveður gekk yfir Moskvu, höfuðborg Rússlands, í fyrradag. Vindhraði
náði yfir 30 m/s og féllu tré í veðurofsanum og byggingar löskuðust. Maður á gamals aldri lést þegar tré féll á
hann meðan hann beið eftir strætó. Sömu örlög biðu pars sem dvaldi í sumarhúsi sem tré féll á. Hátt í hundrað
slösuðust í veðrinu sem hefur verið lýst sem versta veðri í borginni í yfir hundrað ár. NORDICPHOTOS/AFP
VIÐ HJÁ BÍLALANDI ERUM MEÐ NOKKRA
LÚXUSBÍLA Á STÆÐINU. KOMDU Í
HEIMSÓKN OG FÁÐU TILBOÐ HJÁ OKKUR.
LAND ROVER Discovery 4 SE
Nýskr. 05/15, ekinn 42 þ.km, dísil,
sjálfskiptur, 8 gírar.
VERÐ 10.290 þús. kr.
LAND ROVER Discovery 4 SE
Nýskr. 02/16, ekinn 64 þ.km, dísil,
sjálfskiptur, 8 gírar.
VERÐ 10.890 þús. kr.
LAND ROVER Discovery 4 SE
Nýskr. 01/16, ekinn 61 þ.km, dísil,
sjálfskiptur, 8 gírar.
VERÐ 10.890 þús. kr.
MERCEDES-BENZ GLS 350
Nýskr. 11/16, ekinn 12 þ.km, dísil,
sjálfskiptur, 9 gírar.
VERÐ 14.390 þús. kr.
Rnr. 370582
Rnr. 192375 Rnr. 143854
Rnr. 284355
www.bilaland.is
Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og
Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ
Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is
Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16.
www.facebook.com/bilaland.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
2
3
3
8
B
íl
a
la
n
d
L
ú
x
u
s
b
íl
a
r
2
x
3
8
3
0
m
a
í
BMW X5 xDrive40e F15 PHEV
Nýskr. 09/16, ekinn 4 þ.km, bensín,
sjálfskiptur, 8 gírar.
VERÐ 10.490 þús. kr.
Rnr. 390039
LAND ROVER Range Rover
Evoque HSE
Nýskr. 02/16, ekinn 11 þ.km, dísil,
sjálfskiptur, 9 gírar.
VERÐ 8.590 þús. kr.
Rnr. 370580
ÚRVAL
NOTAÐRA BÍLA
3
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
F
7
-7
F
8
8
1
C
F
7
-7
E
4
C
1
C
F
7
-7
D
1
0
1
C
F
7
-7
B
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K