Fréttablaðið - 30.05.2017, Side 8

Fréttablaðið - 30.05.2017, Side 8
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR Borðapantanir í síma 551 0011 Vertu velkomin í 7 rétta girnilegan „tasting menu“ að hætti Viktors þar sem bragðlaukarnir verða kitlaðir. VIKTOR Á APOTEKINU Íslenskur hörpudiskur Blómkál, yuzu vinaigrette Grillaður humar Estragon alioli Léttgrafið og hægeldað bleikju-terrine Bleikjutartar, dill-aioli, brenndur blaðlaukur, bleikjukavíar Langtímaelduð og stökksteikt svínasíða Gerjaður hvítlaukur, ostrusveppir, súrsæt sósa Túnfiskur og foie gras Shitake sveppir og sesamsósa Kolagrilluð íslensk nautalund Jarðskokkar, nautagljái með kantarellum og tru˜um Jarðaber og reyktur rjómaostur Sítrónukrem, estragon olía og karamelluð quinoafræ Þú mátt bara ekki missa af þessu! 7 RÉTTA MATSEÐILL 9.900 KR. Viktor Örn Andrésson bronsverðlaunahafi Bocuse d’Or 2017 er gestakokkur á Apotekinu 31. maí – 4. júní JEMEN Ramadan, föstumánuður múslima, gekk í garð síðastliðinn laugardag og stendur yfir til 24. júní. Múslimar um víða veröld fasta frá sólarupprás til sólarlags en gæða sér oft á kræsingum þegar sólin hefur sest. Í Jemen er hins vegar áætlað að um sautján milljónir manna, um sjötíu prósent íbúa, hafi ekkert val um að fasta. Ófremdarástand hefur ríkt í landinu frá árinu 2015 vegna átaka Húta, sem njóta stuðnings Írans, við stjórnarherinn. Áætlað er að yfir tíu þúsund manns hafi látist í átök- unum, um fjórfalt fleiri hafi særst og meira en þrjár milljónir manna hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Skortur er á helstu matvælum og lyfjum. Í ofanálag hafa tæplega 30 þúsund manns veikst af kóleru í faraldri sem nú geisar í landinu. Í skýrslu UNICEF, sem kom út í desember, er áætlað að um tvær milljónir jemenskra barna séu van- nærðar. Í sömu skýrslu kemur fram að á tíu mínútna fresti látist barn, yngra en fimm ára, úr hungri. Sam- einuðu þjóðirnar hafa lýst stöðunni í landinu sem „stærsta mannúðar- vandamáli heimsins“. „Sölutölur nú eru lægri en nokkru sinni fyrr. Hvert ár og hver mánuður er verri en sá sem kom á undan,“ segir Yahya Hubar, verslunareigandi í strandborginni Hodeidah, við Al- Jazeera. Venjulega gerir fólk vel við sig þegar sólin sest en Jemenar sjá ekki fram á slíkt í ár. „Staðan er grafalvarleg. Við höfum ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir. Það er erfitt að kaupa nauðsynjavörur og verð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Við neyð- umst til að horfa á hluti sem við höfum ekki efni á að kaupa,“ segir Nabil Ibrahim, íbúi í Hodeidah. Áætlað er að ríflega tvo milljarða Bandaríkjadollara, andvirði um 210 milljarða íslenskra króna, þurfi í neyðaraðstoð til íbúa landsins. Tæplega helmingur þeirrar upp- hæðar hefur safnast.  Jemen mátti illa við skakkaföllum en fyrir stríðið var það eitt alfátækasta ríki Arabíu- skagans. johannoli@frettabladid.is Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. Ungmenni í Sana’a sitja hjá meðan foreldrar þeirra bíða í röð eftir mataraðstoð frá hjálparstarfsmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Staðan er graf­ alvarleg. Við höfum ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir. Nabil Ibrahim, íbúi í Hodeidah, Jemen 3 0 . M a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R8 f R é t t I R ∙ f R é t t a B L a Ð I Ð 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F 7 -9 3 4 8 1 C F 7 -9 2 0 C 1 C F 7 -9 0 D 0 1 C F 7 -8 F 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.