Fréttablaðið - 30.05.2017, Side 11

Fréttablaðið - 30.05.2017, Side 11
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Rexton™ heyrnartækin gera meira en að hjálpa þér að heyra betur. Þau opna nýjar leiðir í samskiptum, rjúfa þögnina og gefa tóninn. Þau auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin DANMÖRK Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávar- útvegsmálum. Þetta viðurkenna bæði utanríkisráðherra Danmerkur, Anders Samuelsen, og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra. Á vef grænlenska útvarpsins segir að unnið sé að því í samvinnu við Grænland og Færeyjar að tryggja hagsmuni ríkjasambandsins við gerð nýrra samninga milli danska ríkisins og Bretlands. – ibs Semja á ný vegna Brexit DóMsMál Malín Brand hefur áfrýjað til Hæstaréttar 12 mánaða fangelsis- dómi sem hún fékk fyrir að hafa ásamt systur sinni, Hlín Einarsdótt- ur, reynt að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, og Helga Jean Classen. Helgi Jean greiddi þeim systrum 700 þúsund krónur eftir að þær höfðu hótað að kæra hann fyrir nauðgun. Lögreglan handtók syst- urnar þegar þær reyndu að kúga fé út úr Sigmundi. Systurnar fengu báðar tólf mán- aða fangelsisdóm, þar af níu mán- uði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Malín viðurkenndi hlutdeild í fjárkúgun á Sigmundi en neitaði sök í máli Helga Jean. – aó Malín áfrýjar DANMÖRK 320 ríkustu fjölskyld- urnar í Danmörku hafa falið 60 milljarða danskra króna eða um 900 milljarða íslenskra króna í skatta- skjólum. Þetta er mat sérfræðinga við Kaupmannahafnarháskóla, Berkeley-háskólann í Bandaríkjun- um og NMBU-háskólann í Noregi. Sérfræðingarnir rannsökuðu gögn frá HSBC-bankanum í Sviss sem lekið var fyrir nokkrum árum auk Panamaskjalanna og báru þau saman við upplýsingar frá skatta- yfirvöldum. – ibs 900 milljarðar í skattaskjólum Rannsakendur studdust við gögn frá HSBC-bankanum. NORDICPHOTOS/AFP Brexit getur haft áhrif á samninga Færeyja og Grænlands í sjávarútvegs- málum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EKVADOR Nýkjörinn forseti Ekva- dor, Lenin Moreno, segir að Ástral- inn Julian Assange, stofnandi Wiki- Leaks, sé tölvuþrjótur. Þar er á ferð viss stefnubreyting frá tíð fyrri for- seta, og læriföður Morenos, Rafael Correa. Assange hefur hafst við í sendi- ráði Ekvador í London undanfarin fimm ár til að komast hjá handtöku og mögulegu framsali. Hann var eftirlýstur í Svíþjóð vegna ásakana um kynferðisbrot og þá vilja Banda- ríkjamenn og Bretar hafa hendur í hári hans. Forsetakosningarnar í Ekvador snerust að stórum hluta um veru Ástralans í sendiráðinu. Guillermo Lasso, andstæðingur Morenos, hafði heitið því að henda Assange út úr sendiráðinu. Fyrr- verandi forsetinn Correa veitti Ass- ange pólitískt hæli og talaði ávallt um hann sem blaðamann. Moreno tók í annan streng bæði í kosninga- baráttu sinni og eftir að hann tók við embætti. „Herra Assange er tölvuþrjótur,“ sagði Moreno við fjölmiðla í heima- landinu í gær. „Þrátt fyrir það virði ég þá afstöðu hans að kalla eftir aukinni virðingu fyrir mannrétt- indum, en við förum fram á að hann virði einnig þá stöðu sem Ekvador er í.“ – jóe Tölvuþrjóturinn Assange verður að virða stöðu Ekvador Rafael Correa tekur í hönd Lenins Moreno þegar sá síðarnefndi sór embættiseið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Herra Assange er tölvuþrjótur Lenin Moreno, nýkjörinn forseti Ekvador 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F 7 -A 7 0 8 1 C F 7 -A 5 C C 1 C F 7 -A 4 9 0 1 C F 7 -A 3 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.