Fréttablaðið - 30.05.2017, Page 13

Fréttablaðið - 30.05.2017, Page 13
Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngu-kerfi sem fyrirhugað er á höfuð- borgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. Með því móti skapast tækifæri til að veita betri þjónustu og almenningssam- göngur verða samkeppnishæfari við einkabílinn. Borgarlínan gæti verið á teinum sem léttlést (LRT) en einnig á hjólum eins og hefðbundinn strætis- vagn (BRT). Sjálf hallast ég að því að síðarnefnda lausnin sé raunhæfari enda kostnaður mun minni við slíka uppbyggingu og ólíklegt að farþega- grunnur okkar verði það mikill á næsta áratug að ástæða sé til að ráðast í léttlest. Öflugar almenningssamgöngur eru hornsteinn nýsamþykkts svæðis- skipulags höfuðborgarsvæðisins. Búast má við að fram til ársins 2040 muni íbúum á svæðinu fjölga um 70.000, það samsvarar íbúafjölda Hafnarfjarðar, Kópavogs og Mos- fellsbæjar í dag. Ef tekið væri á móti slíkum fjölda íbúa með sama hætti og gert var á árunum 1985 til 2012 þegar íbúum svæðisins fjölgaði um hátt í 70.000 væri byggðin að þenjast enn meira út á við og þannig myndu vegalengdir milli staða aukast mikið, sem aftur kallar á mikla fjárfestingu í stofnvegum og öðrum samgöngu- mannvirkjum. Þrátt fyrir að farið yrði í slíkar fjárfestingar myndu umferðar- tafir samt sem áður aukast umtalsvert og ferðatími íbúa aukast um 25 pró- sent, samkvæmt greiningum umferð- arsérfræðinga. Af hverju Borgarlínu? Vegna þess að við viljum bjóða upp á meiri lífsgæði en svo að íbúar þurfi að sitja fastir í umferðarteppu og við vilj- um að íbúar hafi raunhæfan valkost um ferðamáta, einkabíl, almennings- samgöngur, hjólreiðar eða að ganga. Einnig viljum við draga úr mengun og dýrum fjárfestingum í stofnveg- um. Umferðarspár benda til þess að ómögulegt er að uppfylla ferðaþarfir fólks til framtíðar eingöngu með upp- byggingu hefðbundinna umferðar- mannvirkja. Það sýna rannsóknir og reynslan bæði hérlendis og erlendis. Staðan er einfaldlega sú að óbreytt byggðamynstur og ferðavenjur eru slæmur valkostur. Sérfræðingar voru fengnir til þess að meta kostnað og hagkvæmni mis- munandi leiða. Byggt var á niðurstöð- um úr umferðarspám og áætlaður var stofn- og rekstrarkostnaður stofnkerfa bílaumferðar og almenningssam- ganga. Niðurstöðurnar voru afger- andi, skipulagsyfirvöld eiga að leggja áherslu á skynsamlega landnýtingu og eflingu almenningssamgangna. Þessar niðurstöður komu í raun ekki á óvart miðað við það sem við þekkjum erlendis frá, en alls staðar eru borgar- og bæjaryfirvöld að stuðla að skyn- samlegri nýtingu lands og breyttum ferðavenjum í þágu fjölbreyttari val- kosta og minni umferðartafa. Í svæðisskipulaginu var sett það markmið að fólksfjölgun skyldi mætt án þess að álag á stofnvega- kerfið aukist í sama hlutfalli. Þá má spyrja sig: er ekki bara hægt að bæta núverandi strætókerfi og sleppa við þessa miklu fjárfestingu sem Borgar- línan er. Svarið við því er að núver- andi kerfi er komið að þolmörkum á helstu álagssvæðum og álagstímum, það hefur einfaldlega lítið upp á sig að auka tíðni vagna ef þeir sitja svo allir fastir í sömu umferðahnútunum. Til þess að almenningssamgöngur verði betur samkeppnishæfar við einka- bílinn þurfa vagnarnir að komast greiðar á milli staða, þess vegna þarf öflugri innviði, það er sér akreinar og stærri vagna. Kostnaðar- og ábatagreining sem unnin var 2013 sýnir fram á það með óyggjandi hætti að það er þjóðhags- lega hagkvæmt að setja fjármuni í Borgarlínu. Það dregur úr fjárfesting- arþörf í önnur dýr samgöngumann- virki s.s. mislæg gatnamót og göng, sem munu ekki ná sama árangri. Það er umhverfisvænna, það stuðlar að lýðheilsu og betra borgarskipulagi með greiðari samgöngum fyrir alla. Hvað er Borgarlína? Til þess að almenningsam- göngur verði betur samkeppn- ishæfar við einkabílinn þurfa vagnarnir að komast greiðar á milli staða. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Þar sem ég er ekki íslenskur er það ekki mitt hlutverk að segja Íslendingum hvort þeir eigi að ganga í ESB, og það enn síður úr því að skoðanakannanir sýna að meiri hluti þeirra er ánægð- ur með núverandi stöðu. En þar sem ég er evrópskur ríkisborgari verð ég að láta í ljós, enn einu sinni, hve hryggilegt það er að val þeirra byggist á algerum misskilningi. Skýrslan sem birtir ræðu Guð- laugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- ráðherra þann 5. maí á Alþingi, er gott dæmi um þetta: l Mál Evrópu, sem er aðallega pólitískt mál, er afgreitt í máls- greininni um viðskiptasam- bönd í örfáum línum, eftir langt mál um Brexit. Skiljanlega hafa Íslendingar áhyggjur af því, eins og öll þau 27 lönd sem eru í ESB. En það er auðsjáanlegt að ráð- herrann vonast til að gera sér- samning við Bretland. Því allir vita hve góðviljaðir Bretar hafa ætíð verið gagnvert Íslendingum. l Ráðherrann afgreiðir í fimm línum (af 72 blaðsíðum!) þau framlög EES sem eru ekki við- skiptalegs eðlis: heldur hefur samningurinn einnig auðveldað Íslendingum að afla sér mennt- unar, eða leita sér starfa í öllum ríkjum EES, auk þess sem hann opnar möguleika fyrir íslenska vísinda- og fræðimenn til að taka þátt í rannsóknarstarfsemi með samstarfsaðilum hvaðanæva af Evrópska efnahagssvæðinu … eins og þetta allt skipti ekki máli! Erfiðleikarnir við Brexit sýna ein- mitt að á þessum sviðum liggja flest sterkustu böndin. l Í framsöguræðunni segir hann að „… þegar umræðan hér á landi um viðskiptastefnuna er að mestu laus úr viðjum kröfunnar um aðild að Evrópusambandinu, er full þörf á að styrkja starf okkar innan EFTA og EES“. Þarf að minna ráðherrann á að ESB er aðalinnihald EES-samningsins? Að þau þrjú lönd innan EES sem eru ekki í ESB, hafa valið í nafni sjálfstæðis þeirra þann furðulega kost að fara eftir reglum ESB, án þess að geta tekið þátt í neinum ákvörðunum. Hvar er sjálfstæði þeirra? Er betur er að gáð, gerum við okkur ljóst að ráðherrann segir EES þar sem hann gæti sagt ESB, af hræðslu við að meiða sig í munninn, eins og hann vilji ekki viðurkenna þá aug- ljósu staðreynd að Ísland er þegar í ESB. Höfundur er doktor frá Sorbonne- háskóla í stjórnmálafræðum. Dokt- orsritgerð hans fjallaði um stjórn- mála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið „Islande“ í desember 2013. EES eða ESB? Michel Sallé doktor í stjórn- málafræðum BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 1 1 9 8 R e n a u lt T ra ff ic a lm e n n 5 x 2 0 RENAULT TRAFIC Renault atvinnubílar hafa slegið í gegn með hagstæðu verði, ríkulegum búnaði og úrvali sparneytinna dísilvéla. Komdu og kynntu þér Renault Trafic og láttu sölumenn okkar gera þér tilboð í nýjan atvinnubíl. www.renault.is *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m lei ða nd a um e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tri RENAULT TRAFIC STUTTUR 1,6 L. DÍSIL, 115 HESTÖFL Verð: 2.895.000 kr. án vsk. 3.590.000 kr. m. vsk. Eyðsla frá, 6,5 l/100 km* S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 3 0 . m A í 2 0 1 7 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F 7 -9 3 4 8 1 C F 7 -9 2 0 C 1 C F 7 -9 0 D 0 1 C F 7 -8 F 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.