Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 16
20.00 Pepsimörk kvenna Sport Borgunarbikar karla: 19.15 ÍA - Grótta Í dag ÍBV - Breiðablik 2-0 1-0 Katie Kraeutner (10.), 2-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir (25.). Stjarnan - Þór/KA 1-3 1-0 Agla María Albertsdóttir (3.), 1-1 Sandra Mayor (36.), 1-2 Natalia Gomez (45.), 1-3 Hulda Ósk Jónsdóttir (60.). Haukar - Valur 1-4 0-1 Ariana Calderon (2.), 0-2 Vesna Smiljko- vic (36.), 0-3 Elín Metta Jensen (45.), 0-4 Hlíf Hauksdóttir (68.), 1-4 Marjani Hing-Glover (89.). Grindavík - FH 1-3 0-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir (2.), 1-1 Rilany da Silva (36.), 1-2 Guðný Árnadóttir (50.), 1-3 Megan Dunnigan (55.). Efri Þór/KA 21 Stjarnan 16 Breiðablik 15 ÍBV 13 Valur 12 Neðri FH 12 Grindavík 6 Fylkir 4 KR 3 Haukar 1 Pepsi-deild kvenna NýjastÞór/KA er að stinga af í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu Atgangur Það gekk mikið á þegar Stjarnan tók á móti Þór/KA en norðanstúlkur höfðu betur að lokum. FréttABlAðið/StEFáN Handbolti Íslendingaliðið Aalborg varð á sunnudaginn danskur meist- ari í handbolta eftir öruggan sigur á Skjern, 25-32, í seinni leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Liðin skildu jöfn, 26-26, í fyrri leiknum á heimavelli Aalborg. Aron Kristjánsson er þjálf- ari Aalborg og með liðinu leika þrír íslenskir landsliðsmenn; Arnór Atla- son, Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daði Smárason. „Þetta er frábært og ég er mjög ánægður að hafa náð að klára titilinn með frekar ungt lið. Við vorum stöð- ugir á tímabilinu og það var æðislegt að ná að klára þetta í lokin,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. Aalborg var með yfirhöndina í seinni úrslitaleiknum og leiddi allan tímann. Staðan í hálfleik var 10-14 en Skjern minnkaði muninn í eitt mark, 16-17, þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá gaf Aalborg aftur í og vann að lokum öruggan sigur. „Við vorum líka betri aðilinn í fyrri leiknum en þeir komu sér inn í hann með því að spila með sjö menn í sókn. Jafnteflið gerði það að verkum að bæði lið gátu tryggt sér titilinn og seinni leikurinn bar þess merki. Við mættum gríðarlega ákveðnir til leiks og gerðum þetta vel,“ sagði Aron Urðum alltaf betri og betri Aron Kristjánsson gerði Aalborg að dönskum meisturum í handbolta á sunnudaginn. Með liðinu leika þrír Íslendingar. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem Aron stýrir meistaraliðinu í Danmörku. sem fagnaði titlinum á sínum gamla heimavelli. Hafnfirðingurinn lék á sínum tíma með Skjern og var hluti af eina meistaraliði félagsins árið 1999. Hann er ekki óvanur því að vinna titla í Danmörku. Aron gerði Kolding að dönskum meistara 2014 og 2015 og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili hjá Aalborg. Aron hefur því þjálfað þrjú af síðustu fjórum meistaraliðum í Danmörku. Auk þess gerði hann Hauka þrívegis að Íslandsmeisturum og hefur því unnið sex landstitla sem þjálfari. „Fyrir tímabilið var markmið félagsins að vera í toppbaráttunni og vera meðal fjögurra efstu liðanna. En við vissum að ef þetta myndi smella hjá okkur gætum við farið alla leið og það tókst. Við urðum betri og betri eftir því sem leið á veturinn,“ sagði Aron. Að hans sögn var Aalborg ekki talið sigurstranglegast fyrir tímabilið. „Kolding, Bjerringbro/Silkeborg og Skjern voru talin líklegri. En í Kolding vorum við taldir sigurstrang- legastir. Á þann hátt er þetta öðru- vísi. Aalborg er með frekar ungt lið og margir að vinna sinn fyrsta titil í stóru hlutverki,“ sagði Aron. Íslend- ingarnir þrír höfðu þó allir unnið titla áður á sínum ferli. Aron var ánægður með frammi- stöðu Janusar Daða sem kom til Aalborg eftir HM í Frakklandi. Sel- fyssingurinn var öflugur í úrslitaleikj- unum þar sem hann skoraði samtals sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar. „Mér hefur fundist hann standa sig mjög vel. Við byrjuðum á að nota hann talsvert í hægri skyttustöðunni, bæði í vörn og sókn. Smátt og smátt færðist hann svo meira inn á miðj- una,“ sagði Aron. Arnór og Stefán Rafn spiluðu minna í úrslitaein- víginu. „Stebbi hefur verið meiddur og nánast ekkert getað æft. Hann var í liðinu til öryggis til að draga úr álaginu á hinn hornamanninn. Arnór spilaði 30-40 mínútur í fyrri leiknum en ekkert í þeim seinni,“ sagði Aron og bætti því við að reynsla Arnórs hefði reynst ungu liði Aalborg mikilvæg í vetur. ingvithor@365.is Það var mikil gleði hjá leikmönnum álaborgar. FréttABlAðið/GEtty ALLT FYRIR HEIMILIÐ Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri Sex nýliðAr til noregS Nokkrir af sterkustu handbolta- mönnum landsins fá frí er A-lands- lið karla tekur þátt á æfingamóti í Noregi. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fá frí á mótinu og leikmenn sem spila í Þýskalandi komast ekki í verkefnið. Það vantar því flesta af fastamönnum landsliðsins að þessu sinni. Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson gaf það út fyrir þó nokkru síðan að þetta mót yrði notað til þess að skoða aðra leikmenn. Nýliðarnir eru sex að þessu sinni og þar á meðal hinn ungi og efnilegi, Ýmir Örn Gíslason. Nokkra athygli vekur að annar efnilegur drengur, Gísli Þorgeir Kristjánsson, er ekki í hópnum. Aðrir nýliðar eru Ágúst Elí Björgvins- son, Daníel Þór Ingason, Geir Guð- mundsson, Sigvaldi Guðjónsson, Vignir Stefánsson og Ýmir. Mótið fer fram í Elverum frá 8. til 11. júní. Ísland spilar við Noreg, Pólland og Svíþjóð á mótinu sem heitir Gjensi- dige Cup. Hópinn má sjá í heild sinni á Vísi. vAlverde teKur við bArcA Barcelona tilkynnti á blaðamanna- fundi nú síðdegis að félagið væri búið að ráða Ernesto Valverde sem þjálfara liðsins. Hann tekur við af Luis Enrique sem ákvað að hætta fyrir þó nokkru síðan. Valverde er 53 ára gamall og Spán- verji og kemur til Barcelona frá Athletic Bilbao en því liði hefur hann stýrt síðan 2013. Hann hóf sinn þjálfaraferil einnig hjá félaginu árið 2002. Í millitíðinni fór hann til Espanyol, Olympiacos, Villarreal og Valencia. Sem leikmaður spilaði hann 22 leiki fyrir Barcelona er hann var leik- maður félagsins frá 1988 til 1990. Hann náði að spila einn landsleik fyrir spænska landsliðið. Lengst af lék hann með Bilbao. Hann verður kynntur formlega á blaðamannafundi á fimmtudag. 3 0 . m a í 2 0 1 7 Þ R i Ð J U d a G U R16 S p o R t ∙ F R É t t a b l a Ð i Ð sport 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F 7 -7 A 9 8 1 C F 7 -7 9 5 C 1 C F 7 -7 8 2 0 1 C F 7 -7 6 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.