Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 30
Þetta atvikaðist bara sisvona. Ég var hættur hefðbundnum skrif­stofurekstri en tók að mér verk­ efni við ráðgjöf, skjalagerð og þess háttar á sviði lögfræði og fasteigna­ sölu en ekkert fast í hendi og bauðst að prófa að vinna í ferðageiranum yfir sumartímann við rútuakstur,“ segir Jón Sigfús. Hann hafði ekki áður unnið við að keyra stærri farartæki en alltaf verið talsvert viðloðandi vélar, mest tengt búskap. „Ég hafði verið að stússast í frístundabúskap lengi, hesta­ mennsku og hrossarækt, heyjað og slíkt. Ég hafði endurnýjað ökurétt­ indin sem voru upphaflega frá 1968 og fór í meiraprófið, allan pakkann, vorið 2015 og langaði að prófa að keyra rútur. Ég hef verið að keyra í lausamennsku hjá SBA síðastliðin tvö sumur og gripið í þetta líka yfir vetrartímann en jafnframt sinnt tilfallandi verkefnum við lögfræðina, ekki síst fyrir gamla kúnna.“ Þrífst ekki í skrifstofuvinnu En hvað finnst honum skemmti­ legast við starfið? „Það magnaða er að mér finnst þetta allt skemmtilegt, líka þegar það er bras, t.d. vegna veðurs og færðar. Ég er hundvanur vetrarakstri úti um land og hef búið stóran hluta ævinnar í dreifbýlinu, á Norðurlandi og Vestfjörðum, enda Skagfirðingur í móðurætt og Vestfirðingur í föðurætt. Ég var við kennslu og búskap fyrir vestan á yngri árum og var líka í löggunni. Reyndar hef ég aldrei þrifist til lengdar við skrifstofuvinnu eina sér og alltaf þurft að stússast meðfram í einhverju, var t.d. talsvert í hesta­ ferðum yfir sumartímann með ferða­ menn, fyrst um 1990, frá Reykjavík en einnig fyrir norðan og fyrir vestan í seinni tíð,“ segir Jón Sigfús. Á skólabekk í vetur Síðasta haust settist Jón Sigfús á skólabekk að læra leiðsögn og stefnir að útskrift um jólin. „Það kom ein­ hvern veginn af sjálfu sér. Þó ég hafi mestmegnis starfað sem lögfræð­ ingur og fasteignasali undanfarna tvo áratugi var ég áður í líffræðinámi við HÍ og starfaði aðeins á því sviði við fiskeldi á yngri árum. Ég hef líka kennt á öllum skólastigum, m.a. við háskóla sem stundakennari. Það lá því frekar beint við að huga að námi á sviði ferðamennsku þar sem ég varð alveg heillaður af því að ferðast með erlenda gesti um þetta einstaka land okkar. Ég skráði mig í leiðsögu­ námið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands fyrst og fremst til að skerpa á þekkingu á landinu, jarðfræði, sögu og menningu þjóðarinnar og náttúrunni allri. Planið var ekkert endilega að fara að starfa sem leið­ sögumaður. Mér sýnist hins vegar að það gæti hentað mér ágætlega að blanda þessu saman og taka að mér verkefni við ökuleiðsögn, hugsanlega með skjala­ og skrifstofustússi.“ Stóri hringurinn í uppáhaldi Jóni Sigfúsi finnst skemmtilegast að fara í styttri og lengri ferðir út um land. „Ég hef farið margar hringferð­ ir, síðast um miðjan apríl síðastlið­ inn, en tók svo pásu til að sinna verk­ efnum og prófum í leiðsögunáminu og er að byrja að keyra aftur núna. Stóri hringurinn er dálítið mitt uppáhald. Þá meina ég þegar einnig er farið um Vestfirði. Svoleiðis ferð er ekki styttri en 14 dagar ef eitthvert vit er í skipulagningunni. Ef ég ætti að taka eitthvað út fyrir sviga myndi það vera Snæfellsnes og Vestfirðir en ég elska að ferðast um allt land og á erfitt með að gera upp á milli lands­ hluta. Hingað til hef ég alltaf verið bílstjóri í þessum ferðum og oftast með afbragðsgóða leiðsögumenn. Ég stefni þó á að prófa ökuleiðsögn í nokkrum ferðum í sumar.“ Þegar Jón Sigfús er spurður hvort hann hafi áhuga á bílum og farar­ tækjum almennt segir hann að svo sé. „En ég er samt enginn nörd. Um tíma var ég á breyttum jeppum og hafði gaman af ferðum í snjó yfir vetrarmánuðina og hef alltaf verið dálítill bíladellu­ og mótorhjólakall.“ Hann segist í og með spá meira í slík tæki eftir að hann fór að keyra rútur. „Ég hef unnið hjá þessu frá­ bæra fyrirtæki, SBA, sem er með höfuðstöðvar á Akureyri en heil­ mikinn flota einnig hér syðra og þar hef ég keyrt rútur af öllum stærðum og gerðum, allt eftir verkefnum hverju sinni. Ég hef verið á eldri bílum sem hafa verið endurbyggðir og eru meiriháttar en mest verið á nýjum eða nýlegum bílum, Mercedes Bens, Tourismo, oftast með öllum þægindum.“ Jón Sigfús segir að það hafi komið honum ánægjulega á óvart hvað þessi vinna er áhugaverð og gefandi. „Ég hef að vísu verið svo heppinn að kynnast margs konar útgáfum af ferðum. Fjölbreytileiki er því snar þáttur í þessu eins og ég hef kynnst þessum störfum, misjafnir hópar, leiðir, árstíðir, veður, færð og birta að ógleymdum leiðsögumönnunum og auðvitað bílunum.“ Lögfræðingur við rútustýrið Jón Sigfús Sigurjónsson lögfræðingur vinnur í ferðageiranum yfir sumar- tímann við rútuakstur. Honum finnst allt skemmtilegt við starfið. TROJAN RAFGEYMAR Endingargóðir, úthaldsmiklir og traustir. Um langt skeið hafa notendur um allan heim treyst á Trojan til að skila framúrskarandi afli, en afkastageta Trojan hefur verið aukin enn frekar með nýjustu tækni. fyrir vinnulyftur, gólfþvottavélar og fleiri smærri vélar HREIN ORKA Í ALLRA ÞÁGU Sölu- og þjónustuver 515 1100 – pontun@olis.is Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is „Ég hef farið margar hringferðir, síðast um miðjan apríl síðastliðinn, en tók svo pásu til að sinna verkefnum og prófum í leiðsögunáminu. MYND/STEFÁN Það magnaða er að mér finnst þetta allt skemmtilegt, líka þegar það er bras, t.d. vegna veðurs og færðar. Jón Sigfús Sigurjónsson 10 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . m a í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F 7 -A B F 8 1 C F 7 -A A B C 1 C F 7 -A 9 8 0 1 C F 7 -A 8 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.