Fréttablaðið - 30.05.2017, Side 62

Fréttablaðið - 30.05.2017, Side 62
Okkur langaði að g e r a e i t t hv a ð skemmtilegt nú þegar veturinn hefur kvatt og því efnum við til tónleika í Seltjarnarneskirkju. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir að koma fagna sumrinu með okkur. Fólk getur átt von á háklassík og poppi og öllu þar á milli,“ segir Ragn- hildur Dóra Þórhallsdóttir, einn félaganna í Kammerkór Seltjarnar- neskirkju sem taka lagið í kirkj- unni sinni í kvöld klukkan 20.30 á tónleikunum Úti um mela og móa. Á dagskránni eru einsöngslög, dúettar, kvartettar og fjölradda lög og músíkin verður úr ólíkum áttum, að sögn Ragnhildar Dóru, meðal annars finnsk og íslensk sönglög í bland við Mozart, Verdi, stríðsáraslagara og lög úr kvik- myndum. Friðrik Vignir Stefánsson, organ- isti kirkjunnar, spilar með bæði á píanó og harmóníku og einnig leikur ein kona úr kórnum á flautu. „Þessir tónleikar eru framtak okkar söngvaranna,“ segir Ragn- hildur Dóra. „Við erum átján í kórnum en nú kemur bara hluti félaganna fram. Þetta er í annað sinn sem svona tónleikar eru haldnir og þeir tókust svo vel í fyrra að við ákváðum að endur- taka leikinn,“ lýsir hún og kveðst sjálf hafa byrjað í kórnum fyrir þremur árum. Ragnhildur Dóra segir öfluga kóra æfa í Seltjarnar- neskirkju, annars vegar Selkórinn og hins vegar téðan kammerkór kirkjunnar. „Það er fólk úr kamm- erkórnum sem sér um söng við athafnir og guðsþjónustur í kirkj- unni, yfirleitt eru það fjórir saman sem mynda kvartett,“ segir hún og bætir við: „Kórinn var með vortón- leika 6. maí og þá sungum við Bach og sálmalög. Oftast er það sem sagt háalvarleg tónlist sem sungin er af þessum kór en nú ræður fjöl- breytnin ríkjum, bæði fyrir áheyr- endur og okkur sjálf.“ Nú ræður fjölbreytnin ríkjum Einsöngvarar úr Kammerkór Seltjarnar- neskirkju ætla að flytja dagskrá úr ýms- um áttum í kirkjunni í kvöld, þriðjudag, og bjóða öllum á að hlýða án endurgjalds. Tónleikarnir nefnast Úti um mela og móa. Sá hluti Kammerkórs Seltjarnarneskirkju sem syngur í kvöld. Ragnhildur Dóra tyllir sér á steininn og er þar lengst til vinstri. Friðrik Vignir veifar glaðlega. AðgAngur Er óKEypiS og Allir Eru hjArTAnlEgA vElKomnir Að KomA og fAgnA Sumrinu mEð oKKur. fólK gETur áTT von á háKlASSíK og poppi og öllu þAr á milli. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Flísabúðin kynnir hágæða Ítalska HELIOSA rafmagnshitara. Taktu þátt í Fésbókarleik Flísabúðarinnar og eigðu möguleika á að vinna HELIOSA fjarstýrðan hitara að verðmæti kr. 55.000,- . Til að eiga möguleika á að vinna þarftu að: Setja like á síðuna okkar og deila færslunni (passa að setja like á síðuna okkar, ekki bara færsluna). HELIOSA hitarar henta bæði innan- og utandyra. Helstu kostir HELIOSA hitara eru: Hitna strax, vindur hefur ekki áhrif, vatnsheldir og menga ekki. Margar gerðir til á lager. 3 0 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R22 m e n n I n G ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð menning 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F 7 -A 7 0 8 1 C F 7 -A 5 C C 1 C F 7 -A 4 9 0 1 C F 7 -A 3 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.