Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 4
Grand Cherokee Overland Dísel - Sjálfskiptur - Hlaðinn aukabúnaði - Ekinn 44þ. km Verð: 8.990.000,- Raðnr. 152579 Murano 3.5 - Sjálfskiptur Bensín - Leður - 18” felgur Lúga - Ekinn 138þ. km Verð: 1.290.000,- Raðnr. 152909 Cherokee Limited - Sjálfskiptur Dísel - Leður - Lúga - Hátt og lágt drif - Ekinn 27þ. km Verð: 7.840.000,- Raðnr. 221203 Quattro - Bensín - Sjálfskiptur Leður - Lúga - Xenon o.fl. Flottur bíll - Ekinn 86þ. km Verð: 3.950.000,- Raðnr. 100147 Fiesta Trend - Bensín Beinskiptur - Sparneytinn Ekinn 45þ. km Verð: 1.750.000,- Raðnr. 152933 500 Lounge - Beinskiptur Umboðsbíll - Íslandspakki Bensín - Ekinn 30þ. km Verð: 2.290.000,- Raðnr. 152780 Clio Expression - Beinskiptur Dísel - Álfelgur - Led ljós Aðgerðastýri - Ekinn 78þ. km Verð: 1.790.000,- Raðnr. 152631 i10 - Comfort - Beinskiptur Bensín - Kastarar Aðgerðastýri - Ekinn 60þ. km Verð: 1.390.000,- Raðnr. 152683 Impreza Wagon GX - 4x4 Bensín - Sjálfskiptur Skoðaður 2018 - Ekinn 104þ. km Verð: 690.000,- Raðnr. 152944 Focus Trend - Bensín - Lítið ekinn - Sjálfskiptur - Vetrardekk Fallegur bíll - Ekinn 96þ. km Verð: 1.490.000,- Raðnr. 221111 Jeep 2014 Ford 2010 Nissan 2006 Jeep 2016 Audi S4 2007 Ford 2016 Fiat 2016 Subaru 2003 Hyundai 2015Renault 2015 Mikil sala - Vantar bíla á skrá - 800m2 innisalur Um bo ðs bíl l 5 á ra áb yrg ð Um bo ðs bíl l Um bo ðs bíl l Um bo ðs bíl l 100 bílar ehf. Stekkjarbakka 4 109 Reykjavík Sími: 517 9999 100bilar@100bilar.is www.100bilar.is Samfélag „Mér var hótað að ef ég gerði ekki hitt og þetta yrði ég lokaður inni. Ég var kannski átta ára,“ segir Haraldur Ólafsson sem var alinn upp á Kópavogshæli frá þriggja ára aldri. Hann er með fulla greind en spastískar hreyfingar og var fluttur á Kópavogshæli þegar móðir hans lést. Í viðtali við Stöð 2 árið 2012 sagði Haraldur að hann hefði skriðið fyrstu ellefu ár ævi sinnar. Í samtali við Fréttablaðið segir hann ástandið á Kópavogshæli oft hafa verið hrikalegt. „Maður var hræddur við geðveikt fólk og passaði að koma ekki nálægt því. En það voru mikil högg og læti.“ Haraldur lýsir því hvernig hávaði, högg og tryllingur fullorðinna vist- manna hafi verið hræðileg upplifun fyrir börn og orðið til þess að hann var oftar en ekki skelfingu lostinn. Vistmenn hafi barið í veggi og tekið alvarleg bræðisköst sem börnin, sem voru vistuð á meðal fullorð- inna, upplifðu og sáu. Þessu til staðfestingar má nefna dæmi úr dagbókum Kópavogshælis: „Allt í uppnámi í kvöld, X hafði svo hátt að hann ærði börnin.“  Haraldur sjálfur varð ekki fyrir líkamlegu ofbeldi en var reglulega hótað að vera lokaður inni ef hann hegðaði sér ekki í samræmi við óskir starfsfólks. Hann segist oft hafa séð börn lokuð inni og að það hafi verið mjög erfitt að horfa upp á það þegar börnin komu aftur úr slíkri einangrunarvist. Í skýrslu vistheimilanna segir að starfsfólk hafi stöðugt gagnrýnt aðbúnað á Kópavogshælinu en for- stöðufólk þess hafi haft litla trú á framförum eða nýjungum. Lengst af var Ragnhildur Ingibergsdóttir yfir- læknir og eiginmaður hennar, Björn Gestsson, forstöðumaður. Björn var forstöðumaður hælisins frá 1956 til 1987 og skólastjóri Þroskaþjálfa- skólans til 1977. Björn lést árið 1992 en í minningargrein um hann segir að eftir að Björn aflaði sér sérþekk- Börnin voru alltaf hrædd Haraldur Ólafsson var alinn upp á Kópavogshæli frá þriggja ára aldri. Hann er með fulla greind en spastískur. Fréttablaðið/anton brinK Skýrslan nú er ekki sú fyrsta sem hefur verið gerð um hælið. Strax árið 1962 voru gerðar athuga- semdir við fjölda og aðbúnað vistfólks. Fjórum áður síðar var niðurstaða annarrar skýrslu að starfsemin væri í alvarlegri hættu ef ekkert væri gert. Við gerð skýrslunnar var stuðst við sjúkraskýrslur auk viðtala við vistmenn, aðstandendur og starfsfólk. af um hundrað vist- mönnum sem eru á lífi gátu átta tjáð sig um dvöl sína. Hér má finna nokkur dæmi úr skýrslunni. l „Þetta var skelfilegt umhverfi, það var mjög erfitt að vera á hælinu, alls konar fólk sem maður var hálfhræddur við, hræddur alla daga og ennþá hræddur við fólk … hræddur þegar fólk fór í geðveikis- köst […] Ég var mikið úti … ég var bara að flýja fólkið af því að ég var hræddur.“ l Systir X lýsti því hvernig hún hefði ekki verið í mjaðmalið, verið farin að öskra og bíta sig í hendurnar af sársauka en þá lokuð inni vegna þess hve illa hún lét. „[Þ]etta skemmdist, mjaðmarkúlan var farin út … farin að búa til nýja holu, nýja skál … þið getið ímyndað ykkur sársaukann.“ l Starfsmaður hafði eftir lækni að á Kópavogshæli hefði starfs- maður ætlað að venja vistmann af óhóflegri kaffidrykkju með því að setja mikið salt í kaffið hans, sem endaði með því að vistmaðurinn dó úr saltsjokki. l Stúlkum voru gefnar getnaðar- varnarpillur eða ófrjósemisað- gerðir framkvæmdar á þeim þegar þær fóru á blandaðar deildir. Með því móti þurftu þær ekki jafn mikla vöktun. Í skýrslunni er ekki að finna dæmi um kynferðisofbeldi af hálfu starfsfólks en grunur er á slíku af hálfu vistmanna. „Í gær stóð ég sjúkling að því að vera að leika sér að kynfærum á öðrum sjúklingi, sem er örviti,“ er ritað í vaktbók. l „Þá sagðist X hafa fengið tann- pínu en ekki verið farið með hann til tannlæknis heldur hefði hann verið bundinn niður í stól og tönnin dregin úr án nokkurrar deyfingar. Hefði hann öskrað og grátið en þá verið „hent niður í kjallara“ og sagt að koma ekki upp fyrr en hann hætti að gráta.“ l Faðir: Við báðum um að X yrði ekki sagt fyrr en samdægurs að [foreldrar] ætluðu að heimsækja hann. Annars hefði X rúllað hjóla- stólnum að dyrum, hvorki þegið vott né þurrt heldur beðið eftir að vera sóttur. Á leið til baka hefði X grátið allan tímann. l Starfsfólk gagnrýnir sérstaklega að einum starfsmanni hafi verið ætlað að sjá um margar deildir. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn lýsa gömlu karla- og kvennadeild- unum sem skelfilegum. „Þarna voru bara karlar æðandi um, mis- mikið klæddir og sumir allsberir, ekkert starfsfólk að sinna þeim … opnaði inn í sellu, þar var al- blóðugur maður, allsber, búinn að berja höfðinu utan í veggi, um leið og ég opna kemur starfsmaður hlaupandi og gargaði: ,Lokaðu, læstu aftur!“ l „Man eftir einum á deildinni hjá mér … var að vakna upp [á nótt- unni] og kastaði svo mikið upp og titraði og skalf og var eins og það væri að líða yfir hann … þetta var hræðilegt og ég var búinn að láta vita af þessu tvisvar, þrisvar … loksins farið með hann til læknis og þá kom í ljós að hann var með svona mikið hvítblæði og hann dó stuttu seinna.“ l „Er það vanþekking eða virðingar- leysi að einstaklingur fer í aðgerð og gleymist í gifsi … í margar vikur og er ekki tekinn úr gifsinu og þegar hann er tekinn úr gifsinu þá er hann orðinn stífur í mjöðmum, getur ekki setið og er kominn með mjög slæma hryggskekkju, er það ill meðferð? Já það er það …“ ✿ Dæmi um sögur úr skýrslunni Starfsfólk Kópavogs- hælis var beðið um að veita foreldrum barna sem þar dvöldu ekki of miklar upplýsingar til að valda þeim ekki óróa. Heimsóknartími var einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Maður sem bjó á hælinu frá þriggja ára aldri lýsir mikilli hræðslu og ótta. ingar erlendis hafi þau hjónin hafið að stýra stofnuninni. Þá segir: „Þetta olli þáttaskilum í aðstöðu vangef- inna. Á fáum árum reis myndarleg og nýtískuleg stofnun sem veitti góða umönnun og kennslu. Vandræði fjölmargra vangefinna og aðstand- enda þeirra var nú hægt að leysa á farsælan hátt. Með þessu var horfið frá myrku miðaldastigi þessara mála á Íslandi til nútímalegrar heilbrigðis- þjónustu og fræðslu.“ Hrefna Haraldsdóttir þroskaþjálfi hóf störf á Kópavogshæli árið 1959, þá sautján ára gömul. Hún segir að aðstaðan og umhverfið hafi verið óboðleg, sérstaklega fyrir börn. Viðhorfið hafi verið að fatlað fólk væri annars flokks borgarar og að ekki væri gott ef börnin sem dvöldu á Kópavogshælinu ættu í of miklum samskiptum við foreldra sína. „Það var heimsókn einu sinni í viku, á sunnudögum frá þrjú til fimm. Ef foreldrar ætluðu að koma á öðrum tíma þurfti sérstakt leyfi frá yfirfólk- inu. Okkur var uppálagt að gefa sem minnstar upplýsingar því annað myndi valda óróa hjá foreldrum,“ lýsir Hrefna. Hún sagði að talað væri um að það væri ekki gott fyrir vistmenn og samfélagið ef þau færu of mikið út. Einangrunin hafi því verið gríðarleg. Aðspurð hvernig börnin upplifðu þennan mikla viðskilnað og samskiptaleysi við foreldra sína segir Hrefna: „Þau bara, því miður, gáfust svolítið fljótt upp. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig börn- unum leið. Börnin voru nær alltaf mjög hrædd.“ snaeros@frettabladid.is Þú getur rétt ímynd- að þér hvernig börnunum leið. Börnin voru nær alltaf mjög hrædd. Hrefna Haraldsdóttir, þroskaþjálfi og fyrrverandi starfs- maður Kópavogs- hælis 9 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I m m T U D a g U r4 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a ð I ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 2 -F C B 4 1 D 1 2 -F B 7 8 1 D 1 2 -F A 3 C 1 D 1 2 -F 9 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.