Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2017, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 09.02.2017, Qupperneq 32
Veitingastaðurinn Kínahofið fagnar 30 ára afmæli á þessu ári en hann er sennilega elsti asíski veitingastaðurinn á höfuðborgar- svæðinu og þótt víðar væri leit- að. Kínahofið var lengstum rekið af tveimur bræðrum en fyrir sex árum keypti núverandi eigandi, Karen Lien Nguyen, veitinga- staðinn og hefur hún leitast við að bæta allt sem hægt er í rekstr- inum. „Eftir 30 ára starfsemi þurfti eðlilega að huga að ýmsum breyt- ingum og endurnýjunum eins og eðlilegt er. Ég vildi stækka hús- næðið og þá myndaðist kjörið tækifæri til að taka allan staðinn í gegn. Nú hefur bókstaflega allt verið endurnýjað, t.d. í eldhúsinu, í veitingasalnum, á snyrtingun- um og svo gefur nýi barinn okkar alveg sérstakan svip.“ Matseðill Kínahofsins er mjög langur og fjölbreyttur en hann hefur lítið breyst í áranna rás. „Við viljum ekki breyta of miklu vegna viðskiptavina okkar sem biðja oft um það sama ár eftir ár og líkar því eðlilega mat- urinn mjög vel. Einkenni asískrar matargerðar er einna helst að þar allt er eldað ferskt og því er nánast ekkert til- búið fyrirfram. Það felst mikil vinna í að skera niður hráefni og hafa tilbúið til eldunar en elda- mennskan fer ekki fram fyrr en viðskiptavinur biður um ákveð- inn rétt.“ Hlaðborð alla daga Sú nýbreytni er nú í boði hjá Kína- hofinu að boðið er upp á hádegis- hlaðborð alla daga, einnig um helgar. „Hádegishlaðborðin eru vinsæl á virkum dögum hjá fjöl- breyttum hópi viðskiptavina og svo er tilvalið fyrir fjölskyldur að nýta sér hlaðborð um helgar. Opn- unartíminn er einnig breyttur og nú er veitingastaðurinn opinn frá kl. 11-22 alla daga vikunnar.“ Kínahofið er nýlega farið að bjóða upp á veisluþjónustu en þá mæta starfsmenn með réttina í hitabökkum á staðinn þar sem gestir geta skammtað sér að vild. „Þetta getum við gert fyrir fjöl- skylduboð, fyrirtækjaveislur eða vinahópa sem vilja breyta til. Einnig er hægt að panta alls kyns rétti af matseðli okkar og við setj- um saman veislu með viðskipta- vininum eftir hans óskum.“ Nánari upplýsingar og fjölbreytt- an matseðil má finna á www.kina- hofid.is. Bragðgóður matur í 30 ár Kínahofið í Kópavogi hefur boðið landsmönnum upp á fjölbreytt úrval af kínverskum mat í 30 ár. Nú hefur staðurinn verið opnaður aftur eftir breytingar og býður m.a. upp á girnilegt hádegishlaðborð alla daga vikunnar. Nýi barinn setur skemmtilegan svip á útlit Kínahofsins. MYND/STEFÁN Veitingasalurinn er rúmgóður og boðið er upp á hádegishlaðborð alla daga vikunnar. MYND/STEFÁN hollT og BragðgoTT Kynningarblað 9. febrúar 20174 Gyða Erlingsdóttir starfar sem flugfreyja hjá Icelandair og yfir- þjálfari í Víkingaþreki í Mjölni. Hún er IAK þjálfari og Level II kettlebells instructor frá Steve Maxwell. Dagarnir eru oft anna- samir hjá Gyðu. Henni líður best af hollum og næringarríkum mat og til að hann sé til taks þegar hún flýgur yfir höf útbýr hún nesti fyrir hvern dag. Gyða féllst á að svara nokkrum spurningum um mataræði og hreyfingu og gefa góð ráð. Hvað æfir þú oft í viku? Ég æfi um það bil þrisvar til fimm sinnum í viku en það er þó mjög mismun- andi eftir vikum. Þegar ég er að fljúga gefst minni tími. Þá er gott að kunna (og nenna!) að taka einfalda æfingu inni á hótelherbergi. Ann- ars mæti ég í Mjölni og tek ýmist krefjandi víkingaþreksæfingu eða eitthvað mýkra eins og jóga. Hver er uppáhaldsæfingin þín? Það er ekki einfalt að velja eina. Pínu eins og að eiga að gera upp á milli barnanna sinna. En ef ég ætti að nefna einhverja eina væri það líklega „swing“ með ketil- bjöllu. Hún er svo margþætt og reynir bæði á styrk og úthald. Svo er planki líka frábær og vanmetin æfing sem hægt er að gera alls staðar og í mörgum útgáfum. Það ættu allir að planka í nokkrar mín- útur á dag. Það styrkir til dæmis djúpu kviðvöðvana, axlir og bak og stuðlar að góðri líkamsstöðu. Aðhyllist þú eitthvert ákveðið mataræði? Ég er alltaf að verða meðvitaðri um það hvað það sem við látum ofan í okkur hefur mikil áhrif á skapið, orkuna, svefninn og heilsuna almennt. Sem krakki gat ég borðað hvað sem var en samt haft orku til að hamast allan lið- langan daginn. Núna finn ég að mér líður langbest og hef mesta orku þegar ég borða hollan og góðan mat. Ég borða mikið af grænmeti, grófu brauði, ávöxtum, hollum kolvetnum og prótínum. Ég er þó alls ekki á einhvers konar ströngum matarkúr og fæ mér kökusneið eða súkkulaði þegar það er í boði ef mig langar til. Er eitthvað sem þú forðast? Ég forðast ekkert eins og heitan eld- inn nema það sem mér finnst vont eða líður illa af. Ég er svo heppin að finnast gos vont og óþægilegt í maga. Ég drekk eiginlega bara vatn, kaffi og te til skiptis. Ég sleppi því líka algjörlega að nota hvítan sykur í það sem ég útbý heima hjá mér. Ég nota heldur döðlur eða banana til að fá sætu í baksturinn. En annars er ekkert á neinum sérstökum bannlista. Getur þú lýst dæmigerðum mat- seðli yfir daginn? Segjum að þetta sé dagur þar sem ég er ekki í flugi og hef góðan tíma til að græja mat. Morgunmatur: Kaffi og banana- pönnukökur (banani, hafrar og 2 egg hrærð saman og steikt) Hádegismatur: Kínóa með svört- um baunum, sætum kartöflum og alls konar grænmeti. Mjög gott að setja tamari-sósu út í kínóað þegar það sýður til að fá gott bragð. Kvöldmatur: Grófar tortillur með salsa, salati, restinni af hádegis- matnum, oumph og guacamole. Desert: Sjeik með banana- og hnetusmjörsbragði. Þetta er einn besti eftirréttur sem ég veit um. (Takið tvo frosna banana, 1,5 dl mjólk (ég nota haframjólk), 4 döðl- ur og stóra matskeið af hnetu- smjöri. Setjið allt í góðan blandara eða matvinnsluvél og blandið vel saman). Hvað borðar þú milli mála? Mér finnst mjög gott að græja tvö lítil nestisbox fyrir millimál yfir dag- inn. Í annað þeirra set ég niður- skorið grænmeti eins og gulrætur, blómkál, papriku, tómata eða bara það sem ég á í ísskápnum. Í hitt boxið set ég blöndu af alls konar hnetum og fræjum og yfirleitt smá súkkulaði með. Svo er ég alltaf með banana og epli í nestistöskunni. Hefur þú sett þér markmið fyrir Meistaramánuð? Ég strengdi þess heit um áramótin að útbúa nesti fyrir hvern dag og ætla að halda því áfram í Meistaramánuði. Þetta hljómar kannski eins og lítið og létt markmið en það getur verið mjög krefjandi þar sem sumir dagar hefjast klukkan sex, ef ég á að mæta í morgunflug, og klárast ekki fyrr en 21 ef ég er að þjálfa. Þetta krefst því fyrirhyggju en gerir mér kleift að hafa hollan og góðan mat við höndina allan dag- inn og heldur mér frá skyndibit- anum og flugvéla-baguettum. Er átak á borð við Meistaramán- uð gagnlegt fyrir þá sem huga að heilsunni? Átak getur reynst vel til að koma sér upp venjum sem eru góðar fyrir heilsuna. Það þarf samt að passa að hafa markmiðin í hvers kyns átaki raunhæf og að ætla sér ekki að breyta of miklu í einu. Meistaramánuður gefur fólki líka tækifæri til að segja öðrum frá markmiðum sínum sem hjálp- ar til við að halda þau út. Lumar þú á einhverjum góðum heilsuráðum? Já. Ég hef komist að því af eigin reynslu að besta leiðin til að bæta heilsuna er ekki að banna sér hitt og þetta heldur að koma nýjum venjum inn í rútínuna. Í stað þess að segja: „Í febrúar ætla ég ekki að borða neitt nammi,“ er til dæmis betra að segja: „Í febrúar ætla ég að borða fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á hverjum degi.“ Smám saman kemur svo góða venjan inn í staðinn fyrir hina. alltaf með eitthvað hollt við höndina Einkaþjálfarinn og flugfreyjan Gyða Erlingsdóttir setti sér það markmið að útbúa nesti fyrir hvern dag í upphafi árs. Hún ætlar að halda því áfram í Meistaramánuði. Hún segir að það geti verið krefjandi en að það geri henni kleift að hafa hollan mat við höndina allan daginn. gyða á erfitt með að gera upp á milli æfinga í uppáhaldi. Swing með ketilbjöllu er þó ofarlega á lista enda hefur hún marg- þætta verkun og reynir bæði á styrk og úthald. MYND/gVa Vera Einarsdóttir vera@365.is 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 2 -E D E 4 1 D 1 2 -E C A 8 1 D 1 2 -E B 6 C 1 D 1 2 -E A 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.