Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 6
Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is www.varmaclothing.com Nú er hægt að versla Varma á netinu Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Eldhúsvaskar og -tæki Schutte Hoga eldhústæki 11.590 Oulin Stálvaskur 0304 2 hólf 62x47cm 0,8mm* 17.890 Oulin Stálvaskur F201 2 hólf 87x49 1,2mm* 39.990 Oulin Stálvaskur F301A 1 hólf 50x45cm 1,2mm* 18.890 Oulin Stálvaskur FTR101R 89x51cm 1,2mm* 25.890 Oulin Florens eldhústæki 11.890 Schutte Falcon eldhústæki 7.790 Oulin stálvaskur F302A 1 hólf 59x53cm 1,2mm* 19.790 SCHÜTTE * þykkt á stáli product design award Undirbúningur er að hefjast til að greiða þeim vistmönnum á Kópa- vogshæli, sem eru enn á lífi, bætur fyrir þá vanrækslu sem þeir þurftu að sæta. Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. Samkvæmt lögum um sanngirnis- bætur verða ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi til að einstaklingur eigi rétt á bótum. Einstaklingur verður að hafa orðið fyrir illri meðferð eða of- beldi meðan á vistuninni stóð sem olli viðkomandi varanlegum skaða. Með því er átt við refsiverða líkam- lega valdbeitingu eða valdbeitingu þar sem óþarfa sársauka var valdið. Ógnandi eða niðurlægjandi athöfn gagnvart barni eða athafnir sem eru til þess fallnar að misbjóða barni eða vanrækja uppeldi þess þannig að líkamleg og andleg heilsa þess sé hætt búin. Upphæð sann- girnisbóta miðast við alvarleika of- beldisins. Há- mark þeirra er 6 milljónir króna. Guðrún Ögmundsdóttir hefur það hlutverk að fara yfir skýrsluna og koma með tillögu að bótum sem samþykkt verður af sýslumanni. „Ég vissi alveg að niðurstaðan gæti orðið mjög alvarleg. Nú þarf ég bara að leggjast yfir skýrsluna og breyta vinnulaginu því þetta er öðruvísi hópur. Ef þú ert með fólk sem getur lítið tjáð sig þarf að finna aðrar leiðir.“ Nú þegar liggur fyrir að 80 milljónir eru til reiðu í sanngirnis- bætur. STJÓRNSÝSLA Í nýrri skýrslu Vistheim- ilanefndar um Kópavogshæli og Efra- Sel er eindregið mælst til þess að mótað verði nýtt fyrirkomulag um könnun og uppgjör sanngirnisbóta vegna illrar meðferðar og ofbeldis gagnvart börn- um á stofnunum. Málið fer í ferli í ráðu- neytinu að sögn dómsmálaráðherra. Vistheimilanefnd var fyrst skipuð árið 2007 og var nefndinni falið að skila skýrslu um starfsemi Breiðavíkur- heimilisins. Í kjölfar þeirrar skýrslu skilaði nefndin þremur skýrslum um önnur vist- og meðferðarheimili fyrir börn. Árið 2012 var ný vistheimila- nefnd skipuð og henni falið að kanna málefni Kópavogshælis. Var það gert að beiðni Þroskahjálpar. Í lögum um sanngirnisbætur er það skilyrði fyrir greiðslu bóta að skýrsla vistheimilanefndar liggi fyrir. Í skýrsl- unni sem skilað var í fyrradag eru talin upp þrettán önnur heimili og stofn- anir þar sem börn voru vistuð en engin skýrsla liggur fyrir. „Spurningin sem liggur í loftinu er hvort niðurstaðan frá þeim heimilum sé ekki sú sama. Vitum við ekki hrein- lega nóg til að geta dregið nokkuð almennar ályktanir?“ spyr Hrefna Friðriksdóttir, formaður vistheimila- nefndar. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er stungið upp á úrbótum til að gera fyrirkomulag við greiðslu sann girnis- bóta skilvirkari. Tillögurnar eru að stærstum hluta efnislega í samræmi Nýjar leiðir kannaðar Vistheimilanefnd gerir athugasemdir við fyrirkomulag á könnun og uppgjöri sanngirnisbóta. Tillögur nefndarinnar eru að stærstum hluta þær sömu og 2011. Frá skemmtun á Kópavogshæli árið 1980. Vistheimilanefnd hefur skilað skýrslum um fimm vistheimili þar sem margt mis- jafnt kom í ljós. Í nýjustu skýrslunni eru talin upp 13 önnur heimili sem enn á eftir að skoða. Mynd/LjósMyndasaFn ReyKjaViKuR Undirbýr bætur fyrir þá sem eru á lífi við tillögur sem fyrri nefnd skilaði árið 2011. Þar var meðal annars stungið upp á að sýslumaður eða sjálfstæð stofnun sæi um verkefnið. „Einnig er hægt að halda núverandi fyrirkomulagi. Það er hægt að fela nefndinni að skoða fleiri heimili en það útheimtir mikla vinnu. Þetta er gríðar- legt magn gagna og tímafrek vinna,“ segir Hrefna. „Ég tel að það eigi að íhuga vel tillög- ur um breytt fyrirkomulag,“ segir Sig- ríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Spurning sé hvort ástæða sé til að leggja vinnu nefndarinnar nú til grundvallar á öðrum heimilum eftir atvikum. Málið fari nú í ferli í ráðuneytinu. „Ég legg áherslu á að vandað sé til verka en það er ekki víst að það þjóni tilgangi að taka jafn langan tíma í þau mál sem á eftir koma,“ segir Sigríður. johannoli@frettabladid.is Okkur grunar að það hafi verið meira um kynferðislegt ofbeldi gagnvart fullorðnu fólki. Rannveig Traustadóttir, prófessor við Háskóla Íslands og nefndarmaður SAmféLAg Rannsókn vistheimila- nefndar á Kópavogshæli tók aðeins til meðferðar á börnum sem vistuð voru á hælinu en ekki til fullorðinna. Vistheimilanefndin fór engu að síður í gegnum allar sjúkraskýrslur sem lágu fyrir um vistmenn til að vinsa út hverjir voru vistaðir frá barnsaldri. Rannveig Traustadóttir, prófess- or við Háskóla Íslands og nefndar- maður, segir fulla ástæðu til að rannsaka einnig þá meðferð sem fullorðnir þurftu að þola á hælinu. „Við í nefndinni töldum að það hefði verið meira um ofbeldi og oft verri aðbúnaður gagnvart fullorðnu fólki en varðandi börnin. Okkur grunar að það hafi verið meira um kynferðis- legt ofbeldi gagnvart fullorðnu fólki.“ Fyrrverandi starfsmaður Kópa- vogshælis sem Fréttablaðið ræddi við greindi frá ungri konu sem kom fyrst á Kópavogshælið eftir að hún varð sjálfráða. Faðir konunnar tók hana reglulega af heimilinu í helgar- leyfi og stúlkan kom iðulega til baka örmagna og í ástandi sem vakti grun- semdir um kynferðislega misnotkun. Allt starfsfólkið var meðvitað um þessar grunsemdir en ekki var haft samband við lögreglu eða yfirvöld. Faðirinn fékk áfram að hitta dóttur sína. Annar starfsmaður, kona, sem Fréttablaðið ræddi við starfaði á hælinu í kringum 1990. Hún sagði að þegar hún hóf störf þar hefði verið búið að segja mörgum upp sem ekki þóttu starfi sínu vaxnir. Í hinum nýja starfsmannahópi gengu sögur af svo- kölluðu „fávitakasti“ þar sem vist- mönnum var kastað til og frá líkt og í dvergakasti. Þá hafi stór hluti starfseminnar farið í að vinda ofan af áralangri vanrækslu vistmanna, meðal annars með því að gera að þrálátum legu- sárum fólks. Þá hafi kona, sem var heyrnarskert, fengið heyrnartæki í fyrsta sinn sem leiddi í ljós að hægt var að kenna henni að tala. Áður fyrr hafði verið talið að konan væri mál- laus. – snæ Rétt að athuga aðbúnað fullorðinna 9 . f e b R ú A R 2 0 1 7 f I m m T U D A g U R6 f R é T T I R ∙ f R é T T A b L A ð I ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -1 0 7 4 1 D 1 3 -0 F 3 8 1 D 1 3 -0 D F C 1 D 1 3 -0 C C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.