Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 30
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Ólafur H. Hákonarson | olafurh@365.is | s. 699-5900 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is „Foreldrar eru fyrirmyndirnar í lífi barnanna ásamt öðrum í nær- fjölskyldunni og börnin sækja í það sem þau sjá aðra borða. Sé venj- an að skera niður ávexti og græn- meti verður það eðlilegt fyrir börn- in. Gott er að rýna vel í venjurn- ar á heimilinu; borðar fjölskyldan saman við matarborðið í rólegheit- um eða fyrir framan sjónvarpið? Eru foreldrarnir fastir við símann og börnin skömmuð fyrir sömu iðju? Eru kósíkvöld með snakki, gosi og pitsum eða niðurskornum ávöxtum og sódavatni? Er keypt ein gosdós til spari á mann eða 2 lítra kippa til að hafa með kvöldmatn- um? Er kveikt á sjónvarpinu á laugardags- eða sunnudagsmorgn- um eða farið í sund eða göngutúra í góðu veðri? Lífið er vissulega ekki svarthvítt en við stöndum daglega frammi fyrir mörgum ákvörðunum þegar kemur að mat,“ segir Sigrún en það er hlutverk foreldra að sníða matarvenjur heimilisins. „Gott er að hafa í huga að grunn- skólabörn gera ekki innkaupin á heimilinu heldur fullorðna fólkið,“ bætir hún við og Anna nefnir að það sé aldrei of seint að skapa góðar matarvenjur, breyta þeim eða bæta en það geti vissulega kostað vinnu af hálfu foreldra. Þær segja almennt æskilegt að velja matvæli sem eru rík af nær- ingarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baun- ir og linsur, feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkurvörur og kjöt og svo vatn til drykkjar. „Við mælum með að auka hlut græn- metis og ávaxta í fæðu barnanna og ekki gleyma D-vítamíninu, t.d. úr lýsi. Sömuleiðis þarf að gæta að saltmagni í mat ungra barna, en það er best tryggt með því að velja meira af hreinum vörum og forð- ast mikið unnar vörur, þar á meðal hvers konar nasl og pakkamat,“ segir Anna. Ekki kalla börn matvönd Spurðar hvað gott sé að gera til að fá matvönd börn til að borða fjöl- breytt fæði segja þær að á vef foreldrar eru fyrirmyndin og skapa góðar matarvenjur barna sinna Sigrún Þorsteinsdóttir og anna Sigríður ólafsdóttir eru sérfróðar um næringu barna og vita hvernig hægt er að fá börn til að borða hollan, fjölbreyttan og næringarríkan mat. Þær segja gott að hafa í huga að foreldrar sjá um innkaupin á heimilið en ekki börnin. Landlæknisembættisins séu hag- nýt ráð þar að lútandi. „Þar er ákveðin lykilsetning sem er mik- ilvægt að hafa að leiðarljósi til að börn venjist fjölbreyttum mat. Full- orðnir ráða hvað er í matinn og hve- nær er borðað en börnin ráða því hvort þau borða og hversu mikið. Því oftar sem börnin hafa mat- inn fyrir augunum og því eðlilegri hluti sem hann verður af umhverfi þeirra, þeim mun líklegra er að þau fari að smakka og loks þykja eitt- hvað gott,“ segir Anna. „Bjóða upp á fjölbreytt fæði og ekki tala um að þau séu matvönd. Sé barni sagt að það sé matvant er ólíklegt að það breytist,“ segir Sigrún. Tekur tíma að venjast grænmeti Sigrún og Anna tala um að flest- um börnum finnist ávextir góðir og auðvelt sé að fá þau til að borða fjölbreytt úrval ávaxta ef þeir eru í boði. Grænmeti sé aftur á móti flóknara þar sem bragðið höfði ekki endilega til barnanna á sama hátt og sæta bragðið í ávöxtunum. „Al- mennt tekur lengri tíma að venjast beisku bragði og því bragðmeira sem grænmetið er, þeim mun fleiri tilraunir þarf til að venjast bragð- inu og þykja það gott. Eðlilegt er að börn þurfi að smakka nýja fæðu í allt að 15 skipti áður en þeim fer að hugnast hún. Því má ekki gefast upp þótt fúlsað sé við grænmetinu í fyrstu,“ segir Anna. „Börn hafa gaman af því að fá að leika svolítið með grænmetið og ávextina og um að gera að leyfa þeim að búa til grænmetisandlit úr gúrkum, paprikum, kirsuberja- tómötum og gulrótum eða skrifa nafnið sitt með gúrku- eða gul- rótarstrimlum hafi þau aldur og þroska til. Mörgum börnum þykir áferðin á soðnu grænmeti ógirni- leg og þá má bjóða þeim niðurskor- ið hrátt grænmeti í staðinn. Sumum börnum þykir það betra soðið og þá má bjóða þeim það í staðinn fyrir hrátt,“ segir Sigrún. Of mikið nammi á nammidögum Margir hafa nammidaga um helg- ar en Sigrún og Anna segja nammi- magnið orðið vandamál. „Einu sinni var hlutverk nammidaga að stilla sætindum í hóf en þeir hafa snúist upp í andhverfu sínu með því mikla magni sem innbyrt er hverju sinni. Hófstillt magn er lykilatriði. Erfitt er að útrýma nammidögum ef vin- irnir eru vanir að hafa nammidaga. Við mælum með að börnin horfi á vikuna í heild. Ef boðið er í afmæli og aðrar veislur þarf að gera ráð fyrir sætu bitunum þar og þá ólík- legt að einnig sé pláss fyrir nammi á nammidegi,“ segir Anna. Þær leggja áherslu á að börn ættu aldrei að heyra neitt neikvætt um líkama sinn frá foreldrum, systkinum, ættingjum eða öðrum. „Þau geta tekið það mjög nærri sér, meira að segja þó það sé bara eitt orð eða eitt „djók“, segir Sigrún. „Athugasemdir varðandi vaxtar- lag barna eða útlit eru ekki einung- is óþægilegar fyrir þau og um leið vanvirðing, heldur getur það vakið mikinn kvíða hjá börnum, sér í lagi hjá þeim sem eru viðkvæm fyrir. Erfitt getur verið að eiga við stríðni í skólum og er það miður en við getum allavega styrkt þau heima fyrir og áréttað það við aðra fjöl- skyldumeðlimi að leggja áherslu á líkamsvirðingu og styrkleika barnanna frekar en veikleika. Öll börn hafa styrkleika og þó maður sé í offitu, þýðir það ekki að maður sé verri manneskja,“ segir Anna. anna Sigríður er prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og Sigrún er klínískur barnasálfræðingur með mSc í heilsusálfræði. Þær starfa í teymi hjá Heilsuskóla barnaspítalans við að bæta heilsu barna með offitu sem hafa oft þróað með sér fylgikvilla af hennar völdum. mynd/gVa Sigríður inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár - Algör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár - Algör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár - Algör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í ppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni. • Klippir álfilmur og plast • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setj í up vottavél • Afar auðvelt í notkun ...ómissandi í eldhúsið! www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is Yfir 300 vörutegundir fyrir veitingastaði, mötuneyti og fyrir þig ! gott er að rýna vel í venjurnar á heimilinu. eru foreldr- arnir fastir í símanum? Sigrún Þorsteinsdóttir Hollt og bragðgott Kynningarblað 9. febrúar 20172 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -0 1 A 4 1 D 1 3 -0 0 6 8 1 D 1 2 -F F 2 C 1 D 1 2 -F D F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.