Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 54
KviKmyndir La La Land HHHH Leikstjóri: Damian Chazelle Framleiðendur: Fred Berger, Marc Platt, Jordan Horowitz Handrit: Damian Chazelle Tónlist: Justin Hurwitz Kvikmyndataka: Linus Sandgren Aðalhlutverk: Emma Stone, Ryan Gosling, Rosemarie DeWitt Glansandi Hollywood-söngleikir hafa aldrei almennilega dáið út en oft og reglulega átt það til að leggj- ast í dvala. Seinast komust þeir í tísku rétt eftir aldamótin þegar myndir eins og Moulin Rouge og (hin miður ofmetna) Chicago létu til sín taka og heilluðu Óskars- nefndir. Með tilkomu og velgengni myndarinnar La La Land er nokkuð ljóst að búið sé að opna flóðgátt- irnar aftur fyrir fleiri söngva- og dansmyndir á næstunni. La La Land er önnur mynd leik- stjórans Damians Chazelle í fullri lengd. Frumraun hans frá árinu 2014, Whiplash, var ein af allra bestu myndum þess árs og hérna sannast að Chazelle er ekki bara afar hæfileikaríkur þegar kemur að samsetningu og leikarasam- spili, sögum um metnað, drauma og fórnir, heldur undarlega fjöl- breyttur líka. Með La La Land mat- reiðir hann ákaflega ljúfsára, lokk- andi og skemmtilega mynd sem á rætur sínar að rekja til Hollywood- söngleikja gullaldartímans og frönsku perlunnar Les Para pluies de Cherbourg (sem þessi mynd fær ýmislegt „lánað“ frá). Útkoman er bæði nokkuð einstök og dæmi- gerð, en einlægnin stendur upp úr og aðeins áhorfendur með verstu söngleikjafóbíu munu stand- ast þessa heillandi umgjörð að ógleymdri orku parsins á tjaldinu. Emma Stone og Ryan Gosling hafa núna þrisvar sinnum sýnt það hversu vel það fer þeim að vinna saman, einu sinni í krúttkómedí- unni Crazy Stupid Love og seinna í misheppnuðu glæpamyndinni Gangster Squad. Kemistría þeirra hefur kraftinn til þess að bæta fyrir ýmsa handritsgalla, virðist vera, en sjálfsagt að frátalinni Bird- man hefur Emma aldrei nokkurn tímann staðið sig betur en hér. Að jafnaði hefur hún átt auðvelt með að vera heillandi og viðkunnanleg en hér tekst henni einnig að nýta stórfín raddbönd sín. Hún lífgar upp á klisjukennda persónu og gerir hana bæði elskulega og sterka. Gosling er ekki mikið síðri, fyrir utan það að söngrödd hans er ekki alveg að smella. Sem betur fer er hún sparlega notuð, annars væri kjánahrollurinn nær því svæði sem Pierce Brosnan tileinkaði sér í Mamma Mia!. Það er svæði sem enginn vill vera á. Hins vegar fer ekki á milli mála að flottustu „danshæfileikar“ myndarinnar eru í höndum upp- tökumannsins Linus Sandgren. Myndavélin svífur með glæsibrag í gegnum aðlaðandi og vel æfð númer, auk þess að leyfa heilum senum að spilast oft út í óslitnum tökum. Litanotkunin er líka meiri- háttar, sem og búningar og allt sem viðkemur því að fanga rétta andann og gefa nútíma sögusviðinu mjög gamaldags svip, enda fortíðarþrá eitt af lykilþemum sögunnar. Myndin rýkur af stað með eld- hressu og aðdáunarverðu opnunar- atriði, sem gefur reyndar bjartari og ýktari tón heldur en við fáum síðan út restina af myndinni og fyrir vikið kannski ekki alveg í réttum takti við efnið. Síðan virðist eins og það gleymist í óvenju langan tíma að myndin sé í rauninni söngleikur, rétt í kringum miðbikið. Fátt er í söguþræðinum sem kemur á óvart en lykilatriðið er að við tengjumst parinu og höldum upp á baráttu þeirra við að eltast við drauma sína. Af þessum stærstu Óskarstil- nefndu myndum í ár er ekkert sem getur slegið út gæði hinnar ómót- stæðilegu Moonlight, en La La Land réttlætir tilvist sína og tilnefninga- hlass með talsverðum sjarma, botn- lausri umhyggju fyrir efninu og græðir sitt hvað á því að leika sér að litlum klisjum og forðast meló- dramatík. Lögin mættu mörg vera örlítið eftirminnilegri en hjartað slær fast í þessu kvikindi og tilfinn- ingin eftir stórglæsilegt lokaatriði varir lengi að áhorfi loknu. Gott bíó. Tómas Valgeirsson niðurstaða: Ljúfsár og yndislegur óður til söngleikja af gamla skól- anum. Það geislar af parinu á tjaldinu þótt Gosling sé kannski ekki frábær söngvari, en myndin hittir samt beint í mark, sérstaklega á lokametrunum. Fortíðarþrá með söng í hjarta Kemistría Ryans Gosling og Emmu Stone getur bætt upp fyrir ýmsa handritsgalla. La La Land fær ýmislegt „lánað“ frá frönsku kvikmyndinni Les parapluies de Cherbourg. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is FITUMÆLINGAVOGIR Við erum með gífurlegt úrval af öllum gerðum af vogum GOTT VERÐ Tanita BC-587 fitumælingavog Áður 32.860,- NÚ 18.749,- FÆRIBANDAVOGIR - RANNSÓKNAVOGIR - IÐNAÐARVOGIR - SMÁVOGIR VERÐÚTREIKNINGSVOGIR - TALNINGAVOGIR - KRÓKAVOGIR BAÐVOGIR - BARNAVOGIR - GÓLFVOGIR - LÍMMIÐAVOGIR gæði – þekking – þjónusta Fríða Rut Heimisdóttir Hárgreiðslumeistari Úr einu fræi varð bylting. Moroccanoil hárvörumerkið er innblásið af ferskum vindum, bláma sjávarins og landslagsins í kringum Miðjarðarhafið. Upphafið er sjálf Moroccanoil Treatment olían sem er góður grunnur fyrir hvaða hárgerð sem er. Einnig góð í krakka og skegg. Til að fá sem bestu næringarefnin er gott að setja hana alltaf í blautt hárið og blása það eða leyfa því að þorna eðlilega. Olíurnar eru þrjár og nýjust er Blow Dry Concentrate sem hönnuð er fyrir gróft og erfitt hár. Moroccanoil Treatment hentar öllum hárgerðum og LIGHT fyrir fíngert og mikið ljóst hár. Regalo ehf Iceland Raumgestalt bretti Verð frá 2.980 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Nýjar vörur frá Útsöluaðilar: Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum Dreifingaraðili: DanSport ehf. Hægt að sjá vörur á dansport.is 9 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f i m m t u d a G u r34 m e n n i n G ∙ f r É t t a b L a ð i ð bíó 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 3 -1 0 7 4 1 D 1 3 -0 F 3 8 1 D 1 3 -0 D F C 1 D 1 3 -0 C C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.