Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 50
Elle, persónan í verkinu, er að uppgötva að ást-maður hennar til fimm ára er ekki hennar leng-ur, heldur að giftast ann-arri daginn eftir. Hún er með hann á línunni og túlkar allan tilfinningaskalann með röddinni, enda er hún í algeru rofi og sýnir í þessu símtali innst inn í kvikuna.“ Brynhildur Guðjónsdóttir leik- stjóri er að lýsa Mannsröddinni sem frumsýnd verður í Kaldalóni í kvöld af Íslensku óperunni. Tvær listakon- ur deila einu hlutverki, þær Auður Gunnarsdóttir sópran sem syngur Elle á frönsku og Elva Ósk Ólafs- dóttir leikkona sem fer með talað hlutverk Elle og Eva Þyrí Hilmars- dóttir píanóleikari leikur með þeim. Brynhildur er höfundur leik- gerðar. Í henni tvinnar hún saman leikritið Mannsröddina eftir Jean Cocteau og samnefnda óperu Franc- is Poulenc. Hvernig fór hún að því? „Það var áskorun en þó ekki glíma því það gekk svo svakalega vel,“ svarar hún. „Ég kaus að gera leik- gerðina á staðnum, með flytjend- unum því ég varð að fá hreyfingu og hljóð. Stykkið er þannig uppbyggt að það er bara eitt símtal og við heyrum aldrei rödd viðmælandans. Stundum túlkar píanóið rödd hans, stundum tilfinningahita konunnar, stundum truflanir á símalínunni.“ Brynhildur kveðst hafa verið búin að kynna sér efnið út í hörg- ul. „Ég vissi nákvæmlega hvernig hvort tveggja var, leikritið sem Jean Cocteau skrifaði 1928 og var frum- sýnt 1930 og óperan sem Francis Poulenc gerði upp úr því árið 1958 og notar leikritið mikið línulega en tekur út töluverðan texta – þar kemur píanóið inn í.“ Kristján Þórður Hrafnsson gerði nýja þýðingu textans og Brynhild- ur kveðst hafa fengið ómetanlega aðstoð Snorra Sigfúsar Birgissonar, tónskálds með píanópartinn. „Hann er svo næmur, hann Snorri, og við skildum hvort annað strax en hann gat ekki tekið að sér túlkunina á sviðinu svo þar tók Eva Þyri við og Irene Kudela kom líka að tónlistar- stjórn,“ lýsir hún. Brynhildur segir hægt að sjá hvort tveggja leikritið og óperuna í heild sinni á YouTube en kveðst ekki hafa fundið neina útgáfu þar sem þau eru splæst saman. „Hug- myndin kom ekki frá mér,“ tekur hún fram. „Auði Gunnarsdóttur langaði að syngja Mannsröddina, enda er þetta djúsí hlutverk fyrir óperusöngkonu á hennar aldri. Hún fór með hugmyndina til Stein- unnar Birnu óperustjóra sem langar að Íslenska óperan bjóði upp á fleira en stórar sýningar í Eldborg. Það er frábært og þarna er farið í minni sal og sköpuð meiri nálægð.“ Brynhildur segir Auði hafa haft samband við hana, bæði vegna tónlistar og franskrar tengingar. „Ég hafði kynnt mér Cocteau á sínum tíma, sem hún vissi ekki af, því að Édith Piaf og hann voru nátengd og hann samdi svipað verk fyrir hana. Þar er maður á sviðinu en hann snýr baki í áhorfendur allan tímann og segir ekki orð. Næsta skref hjá okkur Auði var að fara til Steinunnar Birnu og kynna hugmyndina og samtalið hélt áfram. Ég kallaði svo Elvu Ósk til, hún er svo fantagóð leikkona með dýpt.“ Í leikgerðinni kveðst Brynhildur aldrei hafa lent á vegg. „Allt sam- starfsfólkið og utanumhaldið í óperunni er búið að vera ljúft og gott,“ segir hún. „Þetta var bara líf- rænt ferli.“ Eitt símtal – allur skalinn Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir nýrri uppfærslu sinni á Mannsröddinni sem frumsýnd er í Kaldalóni í Hörpu í kvöld. Auður og Elva Ósk í hlutverki Elle sem er að raða saman brotum og fá lítil taugaáföll í gegnum símtalið. FréttAblAðið/ Anton brink „leikgerðin gekk mjög vel. Hún var áskorun en ég lenti aldrei á vegg,“ segir bryn- hildur. FréttAblAðið/Anton brink Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ALLT FYRIR HEIMILIÐ Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri CAPRI SONNE 330 ML 4 TEGUNDIR 129 KR/STK 9 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r30 M e n n I n G ∙ f r É T T a b L a ð I ð menning 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 2 -E 8 F 4 1 D 1 2 -E 7 B 8 1 D 1 2 -E 6 7 C 1 D 1 2 -E 5 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.