Fréttablaðið - 09.02.2017, Side 31

Fréttablaðið - 09.02.2017, Side 31
Kynningarblað hollt og bragðgott 9. febrúar 2017 3 „Íslensk fjallalömb eru alin á hálendisgróðri og erfðabreytt fóður (gMo) er ólöglegt í íslenskri sauðfjárrækt. Mikil vakning er meðal neytenda á mikilvægi þess að velja hreinan og lítið unninn mat. Þessi vitundar- vakning, ásamt öflugri markaðssetningu gagnvart erlendum ferðamönnum, skýrir líklega þá aukningu sem hefur orðið í sölu á íslensku lambakjöti,” segir Svavar halldórsson, framkvæmdastjóri sauðfjárbænda. Íslenskt lambakjöt er eitt hrein- asta og næringarríkasta kjöt sem völ er á, segir Svavar Halldórs- son, framkvæmdastjóri sauðfjár- bænda, enda er það til sölu í er- lendum sérverslunum á borð við Whole Foods sem sérhæfa sig í hreinum og heilnæmum mat. Hann segir íslenskt lambakjöt ríkt af hollum ómega-3 fitusýr- um, járni, steinefnum og B-, E- og D-vítamínum. „Íslensk fjalla- lömb eru alin á hálendisgróðri og erfðabreytt fóður (GMO) er ólög- legt í íslenskri sauðfjárrækt. Mikil vakning er meðal neyt- enda um mikilvægi þess að velja hreinan og lítið unninn mat. Þessi vit undar vakning, ásamt öflugri markaðssetningu gagnvart er- lendum ferðamönnum, skýrir líklega þá aukningu sem hefur orðið í sölu á íslensku lambakjöti á innan landsmarkaði.“ Sala á íslensku lambakjöti jókst um rúm 5 prósent á síð- asta ári eftir samdrátt árin þar á undan og nú er skortur á ýmsum hlutum lambsins að sögn Svav- ars. Framsýnir bændur Hann segir að þakka megi fram- sýni og staðfestu íslenskra bænda að bannað sé að nota hormóna eða vaxtarhvetjandi lyf í íslensk- um landbúnaði. Notkunin sé hins vegar leyfð víða og í sumum Evr- ópulöndum keyri lyfjagjöf úr hófi fram. „Á stórbúum bæði vest- an hafs og austan er fjölvirkum sýklalyfjum blandað í fóður til að örva vöxt og koma þau þá í stað vaxtar hvetjandi hormóna eða eru jafnvel notuð samhliða. Þessu til viðbótar eru sláturdýr víða alin á erfðabreyttu korni. Við ræktun þess er notað gríðarlegt magn af eitri eins og glýfósati og sú notk- un eykst með hverju ári. Fleiri og fleiri sjá hið augljósa að þetta er skaðlegt fyrir umhverfið og getur varla verið gott fyrir fólk heldur, hvorki börn né fullorðna.“ Ítrekað hafi verið sýnt fram á að illgresiseitrið berist í fólk með fæðunni, segir Svavar. „Til að sneiða hjá þessu borgar sig að velja á diskinn lífrænar afurðir, villtan fisk, íslenskt grænmeti eða íslenskt lambakjöt.“ Neytendur meðvitaðri Svavar segir meðvitaða neytend- ur um allan heim taka nú meira tillit til umhverfisfótspors þeirr- ar vöru sem þeir kaupa. Sífellt fleiri hafna því þeim eiturefna- landbúnaði sem megnið af erfða- breyttri ræktun í heiminum fell- ur undir. „Óhófleg sýklalyfja- notkun, ofnotkun á tilbúnum áburði, erfðabreytt fóður, eitur- efni og illgresiseyðir skaða um- hverfið. Þá fylgir mikil losun á gróðurhúsalofttegundum ýmissi matvælaframleiðslu, sérstaklega ef afurðirnar eru sendar heims- horna á milli. Íslenskur búskap- ur sem byggir á hefðbundinni beit hefur langtum minni lofts- lagsáhrif en erlendur stórbýla- búskapur þar sem korn er uppi- staða fóðursins.“ Þjóðaréttur okkar Þrátt fyrir að umhverfisfótspor íslenska lambakjötsins sé langt- um minna en af flestu öðru kjöti í heiminum vinna nú sauðfjár- bændur að því að kolefnisjafna alla greinina, segir Svavar. Það gerist með uppgræðslu, skóg- rækt og fleiri ráðum. „Kolefnis- jöfnun, bann við erfðabreyttu fóðri, hormónum og vaxtarhvetj- andi lyfjum gera það að verk- um að umhverfis fótspor íslenska lambakjötsins er hverfandi í öllum samanburði.“ Allt þetta, ásamt þeirri stað- reynd að kjötið sé hollt, gott og næringarríkt, er líklega ástæða þess að 74% þjóðarinnar töldu lambakjöt eða lambakjötsrétti vera þjóðarréttinn samkvæmt Gallupkönnun í fyrra, segir Svav- ar. „Siðlegir og umhverfisvænir búskaparhættir virðast þannig skila sér í aukinni lambakjöts- sölu til upplýstra neytenda.“ Íslenskt lambakjöt er í sókn Það er góð ástæða fyrir því að íslenskt lambakjöt er til sölu í erlendum sérverslunum sem sérhæfa sig í hreinum og heilnæmum mat. Íslensk fjallalömb eru alin upp á hálendisgróðri auk þess sem erfðabreytt fóður er ólöglegt í íslenskri sauðfjárrækt. Svavar halldórsson, framkvæmdastjóri sauðfjárbænda. MYND/gVa 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 2 -F 2 D 4 1 D 1 2 -F 1 9 8 1 D 1 2 -F 0 5 C 1 D 1 2 -E F 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.