Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 2
Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í gær Þau Auður Ava Ólafsdóttir, Hildur Knútsdóttir og Ragnar Axelsson hlutu í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin en Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti þau. Auður hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Ör, Hildur hlaut verðlaunin í flokki barna-og ungmennabóka fyrir bókina Vetrarhörkur og Rax fór með sigur af hólmi í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyrir bók sína Andlit norðursins. Fréttablaðið/anton brink Veður Suðaustan og sunnan hvassviðri og sums staðar stormur austan til á landinu í dag, en mun hægari suðlæg átt um landið vestanvert. Talsverð rigning suðaustan- lands og á sunnanverðum Austfjörðum. sjá síðu 28 Ferðaþjónusta Þúsundir ferða- manna sem áttu pantaðar skoðunar- ferðir með íslenskum rútubílafyrir- tækjum þurftu að breyta áætlunum sínum í gær vegna ofsaveðurs. Öllum dagsferðum hjá Kynnisferðum var aflýst. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins áttu 500 manns bókað far í ferðir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for- stjóri GrayLine ferðaþjónustufyrir- tækisins, segir að á þriðja þúsund manns hafi átt bókað far hjá þeim í gær í ferð um Gullna hringinn, á suðurströndina, í Borgarfjörðinn, Bláa lónið og í hellaferðir. Óveðrið hafi haft áhrif á þetta allt. Stór hluti ferðamannanna geti bókað í aðrar ferðir á næstu dögum og býst Þórdís Lóa við að þeir muni þiggja það. „Við erum alvön þessu og þetta er partur af vetrarferðamennsku á Íslandi. Það þarf að fella niður ferðir út af veðrum og færa til milli daga. Það er líka algengt í norðurljósa- ferðum að það þurfi að færa milli daga,“ segir hún. Hún bætir þó við að gærdagurinn hafi verið óvenju- slæmur. „Og ef ég man rétt þá kom einn slíkur dagur líka í desember,“ segir hún. Þórdís Lóa segir að ferðamenn bregðist langoftast við svona aðstæð- um með skilningi. Enda sé fyrir- tækið með ákveðnar öryggis- og við- bragðsáætlanir sem settar hafi verið upp í samstarfi við aðila sem þekkja slík öryggisatriði vel. „Við erum ekki að stefna neinum í hættu og pössum vel upp á öryggismál hjá okkur.“ Aftakaveðrið á suðvesturhorni landsins í gær olli nokkru tjóni. Sam- kvæmt upplýsingum frá Slökkvi- liðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru slökkviliðsmenn í þrettán útköll á dælubílum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Óttari Karlssyni inni- varðstjóra þurfti að bregðast við byggingakrönum sem voru við að fjúka um koll, járn fauk af þökum og strætóskýli skemmdust. Þá voru um 120 björgunarsveitarmenn kallaðir út á suðvesturhorninu, langflestir í Reykjavik. Veðrið á landinu næstu daga verður talsvert hægara en það var í gær. Óli Þór Árnason veðurfræð- ingur á Veðurstofunni, segir að í dag verði hvasst fyrir austan og talsverð rigning á Suðausturlandi. Á morgun lægir svo fyrir austan og hitastigið verður nálægt frostmarki vestan til. Óli Þór býst við áhugaverðu veðri um helgina þegar skellur á hvöss suðvestanátt. Þá gæti slegið í storm um landið norðvestanvert. Þessu fylgja mikil hlýindi og þó einna mest á Austurlandi. „Þar gætum við farið að sjá hitatölur sem maður sér ekki oft í febrúar,“ segir Óli Þór. Íbúar á Austfjörðum geti séð þessar háu hitatölur en í höfuðborginni verður rigning og suddi. jonhakon@frettabladid.is Þúsundir ferðamanna sátu eftir vegna veðurs bílastæðið hjá iceland Excursions var fullt af rútum fyrri hluta dags í gær, þar sem engar ferðir voru farnar út á land. Fréttablaðið/Ernir Þúsundir ferðamanna þurftu að breyta áætl- unum sínum í gær vegna veðurs. Fyrirtæki eru vön að breyta áætlunum sínum. Slökkvilið og björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast við að bjarga byggingakrönum, strætóskýlum og þak- plötum. KjaraMáL Kjararáð úrskurðaði um laun skógræktarstjóra og forstjóra Hafrannsóknastofnunar undir lok janúarmánaðar. Laun beggja verða eftir ákvörðunina rúmlega milljón krónur. Breytingar voru gerðar á stofnun- unum tveimur á síðasta ári. Skógrækt- in óskaði eftir því að laun stjórnanda stofnunarinnar yrðu endurskoðuð en í rökstuðningi var meðal annars bent á að til stæði að sameina Skógrækt ríkisins og ýmis landshlutaverkefni. Álag og vinna utan vinnutíma myndi aukast. Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið óskaði eftir endurskoðun á launum forstjóra Hafrannsókna- stofnunar sökum breytinga á lögum um stofnunina. Nokkur verkefni sem áður voru á könnu Veiðimálastofn- unar voru færð undir Hafrannsókna- stofnun. Var farið þess á leit við ráðið að það myndi endurskoða laun for- stjórans. Úrskurður kjararáðs var sá að mán- aðarlaun forstjóra Hafrannsókna- stofnunar yrðu 1.023.517 krónur auk 35 yfirvinnueininga. Launin verða því 1.356.962 krónur á mánuði. Ákvörð- unin er afturvirk til 1. apríl 2016. Skógræktarstjóri fær 866.128 krónur á mánuði auk 25 yfirvinnueininga. Föst mánaðarlaun verða því 1.105.428 krónur. Sú ákvörðun er afturvirk til 1. júlí 2016. – jóe Úrskurðaði um laun tveggja Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. Fréttablaðið/PJEtUr Við erum ekki að stefna neinum í hættu og pössum vel upp á öryggismál hjá okkur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine Laun forstjóra Hafrann- sóknastofnunar verða því 1.356.962 krónur á mánuði. DóMsMáL Máli Afls Sparisjóðs gegn Magnúsi Stefáni Jónassyni, fyrrver- andi skrifstofustjóra sparisjóðsins, var frestað í Héraðsdómi Norður- lands eystra í gær í óþökk bæði lög- manna stefndu og stefnenda. Dómari ákvað að fresta málinu þar sem sakamálarannsókn fer nú fram hjá héraðssaksóknaraembætt- inu. Magnúsi Stefáni er gefið að sök að hafa í starfi sínu sem skrifstofu- stjóri dregið sér fé svo tugmilljónum skiptir. Þegar málið kom upp voru eigur Magnúsar Stefáns kyrrsettar. Ein- boðið er að sakamálarannsóknin muni taka nokkur ár hið minnsta og á meðan verða eigur ákærða kyrr- settar. Magnús Stefán var forseti bæjar- stjórnar Fjallabyggðar þegar málið kom upp en hann sagði af sér emb- ætti. – sa Dómsmáli frestað vegna rannsóknar 9 . F e b r ú a r 2 0 1 7 F I M M t u D a G u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a b L a ð I ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 2 -E 8 F 4 1 D 1 2 -E 7 B 8 1 D 1 2 -E 6 7 C 1 D 1 2 -E 5 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.