Fréttablaðið - 09.02.2017, Page 2

Fréttablaðið - 09.02.2017, Page 2
Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í gær Þau Auður Ava Ólafsdóttir, Hildur Knútsdóttir og Ragnar Axelsson hlutu í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin en Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti þau. Auður hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Ör, Hildur hlaut verðlaunin í flokki barna-og ungmennabóka fyrir bókina Vetrarhörkur og Rax fór með sigur af hólmi í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyrir bók sína Andlit norðursins. Fréttablaðið/anton brink Veður Suðaustan og sunnan hvassviðri og sums staðar stormur austan til á landinu í dag, en mun hægari suðlæg átt um landið vestanvert. Talsverð rigning suðaustan- lands og á sunnanverðum Austfjörðum. sjá síðu 28 Ferðaþjónusta Þúsundir ferða- manna sem áttu pantaðar skoðunar- ferðir með íslenskum rútubílafyrir- tækjum þurftu að breyta áætlunum sínum í gær vegna ofsaveðurs. Öllum dagsferðum hjá Kynnisferðum var aflýst. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins áttu 500 manns bókað far í ferðir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for- stjóri GrayLine ferðaþjónustufyrir- tækisins, segir að á þriðja þúsund manns hafi átt bókað far hjá þeim í gær í ferð um Gullna hringinn, á suðurströndina, í Borgarfjörðinn, Bláa lónið og í hellaferðir. Óveðrið hafi haft áhrif á þetta allt. Stór hluti ferðamannanna geti bókað í aðrar ferðir á næstu dögum og býst Þórdís Lóa við að þeir muni þiggja það. „Við erum alvön þessu og þetta er partur af vetrarferðamennsku á Íslandi. Það þarf að fella niður ferðir út af veðrum og færa til milli daga. Það er líka algengt í norðurljósa- ferðum að það þurfi að færa milli daga,“ segir hún. Hún bætir þó við að gærdagurinn hafi verið óvenju- slæmur. „Og ef ég man rétt þá kom einn slíkur dagur líka í desember,“ segir hún. Þórdís Lóa segir að ferðamenn bregðist langoftast við svona aðstæð- um með skilningi. Enda sé fyrir- tækið með ákveðnar öryggis- og við- bragðsáætlanir sem settar hafi verið upp í samstarfi við aðila sem þekkja slík öryggisatriði vel. „Við erum ekki að stefna neinum í hættu og pössum vel upp á öryggismál hjá okkur.“ Aftakaveðrið á suðvesturhorni landsins í gær olli nokkru tjóni. Sam- kvæmt upplýsingum frá Slökkvi- liðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru slökkviliðsmenn í þrettán útköll á dælubílum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Óttari Karlssyni inni- varðstjóra þurfti að bregðast við byggingakrönum sem voru við að fjúka um koll, járn fauk af þökum og strætóskýli skemmdust. Þá voru um 120 björgunarsveitarmenn kallaðir út á suðvesturhorninu, langflestir í Reykjavik. Veðrið á landinu næstu daga verður talsvert hægara en það var í gær. Óli Þór Árnason veðurfræð- ingur á Veðurstofunni, segir að í dag verði hvasst fyrir austan og talsverð rigning á Suðausturlandi. Á morgun lægir svo fyrir austan og hitastigið verður nálægt frostmarki vestan til. Óli Þór býst við áhugaverðu veðri um helgina þegar skellur á hvöss suðvestanátt. Þá gæti slegið í storm um landið norðvestanvert. Þessu fylgja mikil hlýindi og þó einna mest á Austurlandi. „Þar gætum við farið að sjá hitatölur sem maður sér ekki oft í febrúar,“ segir Óli Þór. Íbúar á Austfjörðum geti séð þessar háu hitatölur en í höfuðborginni verður rigning og suddi. jonhakon@frettabladid.is Þúsundir ferðamanna sátu eftir vegna veðurs bílastæðið hjá iceland Excursions var fullt af rútum fyrri hluta dags í gær, þar sem engar ferðir voru farnar út á land. Fréttablaðið/Ernir Þúsundir ferðamanna þurftu að breyta áætl- unum sínum í gær vegna veðurs. Fyrirtæki eru vön að breyta áætlunum sínum. Slökkvilið og björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast við að bjarga byggingakrönum, strætóskýlum og þak- plötum. KjaraMáL Kjararáð úrskurðaði um laun skógræktarstjóra og forstjóra Hafrannsóknastofnunar undir lok janúarmánaðar. Laun beggja verða eftir ákvörðunina rúmlega milljón krónur. Breytingar voru gerðar á stofnun- unum tveimur á síðasta ári. Skógrækt- in óskaði eftir því að laun stjórnanda stofnunarinnar yrðu endurskoðuð en í rökstuðningi var meðal annars bent á að til stæði að sameina Skógrækt ríkisins og ýmis landshlutaverkefni. Álag og vinna utan vinnutíma myndi aukast. Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið óskaði eftir endurskoðun á launum forstjóra Hafrannsókna- stofnunar sökum breytinga á lögum um stofnunina. Nokkur verkefni sem áður voru á könnu Veiðimálastofn- unar voru færð undir Hafrannsókna- stofnun. Var farið þess á leit við ráðið að það myndi endurskoða laun for- stjórans. Úrskurður kjararáðs var sá að mán- aðarlaun forstjóra Hafrannsókna- stofnunar yrðu 1.023.517 krónur auk 35 yfirvinnueininga. Launin verða því 1.356.962 krónur á mánuði. Ákvörð- unin er afturvirk til 1. apríl 2016. Skógræktarstjóri fær 866.128 krónur á mánuði auk 25 yfirvinnueininga. Föst mánaðarlaun verða því 1.105.428 krónur. Sú ákvörðun er afturvirk til 1. júlí 2016. – jóe Úrskurðaði um laun tveggja Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. Fréttablaðið/PJEtUr Við erum ekki að stefna neinum í hættu og pössum vel upp á öryggismál hjá okkur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine Laun forstjóra Hafrann- sóknastofnunar verða því 1.356.962 krónur á mánuði. DóMsMáL Máli Afls Sparisjóðs gegn Magnúsi Stefáni Jónassyni, fyrrver- andi skrifstofustjóra sparisjóðsins, var frestað í Héraðsdómi Norður- lands eystra í gær í óþökk bæði lög- manna stefndu og stefnenda. Dómari ákvað að fresta málinu þar sem sakamálarannsókn fer nú fram hjá héraðssaksóknaraembætt- inu. Magnúsi Stefáni er gefið að sök að hafa í starfi sínu sem skrifstofu- stjóri dregið sér fé svo tugmilljónum skiptir. Þegar málið kom upp voru eigur Magnúsar Stefáns kyrrsettar. Ein- boðið er að sakamálarannsóknin muni taka nokkur ár hið minnsta og á meðan verða eigur ákærða kyrr- settar. Magnús Stefán var forseti bæjar- stjórnar Fjallabyggðar þegar málið kom upp en hann sagði af sér emb- ætti. – sa Dómsmáli frestað vegna rannsóknar 9 . F e b r ú a r 2 0 1 7 F I M M t u D a G u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a b L a ð I ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 2 -E 8 F 4 1 D 1 2 -E 7 B 8 1 D 1 2 -E 6 7 C 1 D 1 2 -E 5 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.