Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 22
Í dag 19.00 Meistaradeild hesta Sport 20.00 AT&T Pebble B. Golfstöðin Maltbikar karla, undanúrslit 17.00 Valur - KR Laugardalshöll 20.00 Þór Þ. - Grindavík Laugard. Coca Cola-bikar kv., undanúrslit 19.30 Stjarnan - ÍBV TM-höllin 9 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r22 s p o r T ∙ f r É T T a b L a ð I ð KörfUboLTI Undanúrslitaleikir Malt bikars karla í körfubolta fara fram í Laugardalshöll í dag en þar mætast Reykjavíkurliðin KR og Valur annars vegar og Grindavík og Þór Þorlákshöfn hins vegar. KR- ingar eru ríkjandi bikarmeistarar eftir sigur á Þórsurum í fyrra en þeir unnu þá sinn ellefta titil á meðan Þorlákshafnarliðið var að komast í úrslitaleikinn í fyrsta sinn. Í ár er í fyrsta sinn úrslitavika spiluð þar sem undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í sömu vikunni. Liðin eru komin í Höllina en þurfa að vinna einn leik til þess að komast á stóra ballið. Auðvelt fyrir KR Flestir búast við öruggum sigri KR í Reykjavíkurslagnum enda liðið Íslands- og bikarmeistari á meðan Valur er í næstefstu deild. KR-liðið hefur verið að hiksta að undanförnu en þó ekki svo mikið að það tapar ekki leik og trónir á toppi Dom- ino’s-deildarinnar. „Það er mjög auðvelt að spá KR sigri því það er mun betra lið. Ef KR-ingar mæta rétt stemmdir til leiks því þeir gera alveg örugglega þá vinna þeir leikinn. Ég hef engar áhyggjur af því að KR vanmeti Val því það er búið að lenda í vand- ræðum upp á síðkastið eins og gegn Hetti í bikarnum,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, nýráðinn þjálfari Kefla- víkur, um leikinn en Fréttablaðið fékk hann til þess að spá í spilin. „Þetta er algjört ævintýri hjá Val að vinna þrjú lið úr efstu deild sem er ótrúlegt. Ég sagði við Gústa [Ágúst Björgvinsson, þjálfara Vals] um daginn að hann þyrfti að passa að missa ekki sjónar á aðalmark- miðinu sem er auðvitað að koma Val upp í efstu deild. Það getur verið erfitt fyrir unga leikmenn að drag- ast inn í þetta bikarævintýri en ég held að KR fari með sigur af hólmi nokkuð örugglega.“ Má búast við spennu Þórsarar stigu sín fyrstu skref í Höll- inni í fyrra en Grindavíkingar hafa töluvert meiri reynslu. Grindavík á fimm bikarmeistaratitla að baki í átta ferðum í úrslitaleikinn. „Grindavík er tiltölulega gott bikarlið og hefur verið mjög oft í Höllinni. Ég þekki það nú sjálfur eftir að vinna tvisvar sinnum með Grindvíkinga,“ segir Friðrik Ingi. „Þórsararnir voru þarna í fyrra og spiluðu á löngum köflum vel í þeim leik. Alltaf þegar lið eru búin að gera eitthvað einu sinni hleðst upp ákveðin reynsla þannig að þeir vita meira út í hvað þeir eru að fara núna. Þetta er algjör 50-50 leikur. Ég á mjög erfitt með að spá um sigurvegara. Þetta er eiginlega bara eins og að varpa hlutkesti. Ég myndi segja svona 51 á Þór og 49 á Grindavík.“ tomas@365.is Spenna og öruggur sigur Undanúrslitaleikir Maltbikars karla fara fram í Höllinni í dag. Friðrik Ingi Rúnarsson spáir í spilin. Fyrirliðar liðanna fjögurra sem keppa í undanúrslitum Maltbikarskeppni karla í dag. Frá vinstri eru Benedikt Blöndal, Val, Þorleifur Ólafsson, Grindavík, Emil Karel Einars- son, Þór, og Brynjar Þór Björnsson, KR. FRéTTABlAðið/EyÞÓR Það getur verið erfitt fyrir unga menn að dragast inn í þetta bikarævintýri. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur Fylkir - Fram 20-26 Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 11, Christine Rishaug 4, Vera Pálsdóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 2, Hildur Karen Jóhannsdóttir 1. Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Elva Þóra Arnar- dóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Marthe Sördal 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2. Afturelding - Haukar 14-26 Mörk Aftureldingar: Telma Rut Frímanns- dóttir 3, Jónína Líf Ólafsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Paula Chinlá 2. Mörk Hauka: Maria Ines Pereira 6, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4, Ramune Pekarskyte 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Sigrún Jóhanns- dóttir 2, Erla Eiríksdóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 2, Berta Rut Harðardóttir 1, Selfosss, Fram og Haukar eru komin í undanúrslitin. Nýjast Coca Cola-bikar kvenna Keflavík - Haukar 82-67 Keflavík: Ariana Moorer 20/18 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 18/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 9, Katla Rún Garðarsdóttir 9, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/7 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/7 fráköst. Haukar: Nashika Wiliams 37/15 fráköst/3 varin skot, Rósa Björk Pétursdóttir 13/4 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 7/11 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 3/4 fráköst Skallagrímur - Snæfell 70-68 Skallagrímur: Tavelyn Tillman 20/8 stoð- sendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 14/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 12/9 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 varin skot, Sig- rún Sjöfn Ámundadóttir 10/11 fráköst. Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 27/10 frá- köst, Berglind Gunnarsdóttir 13, Andrea Björt Ólafsdóttir 10, Bryndís Guðmunds- dóttir 7, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/9 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2. Maltbikar kvenna stRÁKARnIR Í LAs VEGAs Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lék æfingaleik gegn Mexíkó í Las Vegas í Banda- ríkjunum í nótt. Leikurinn hófst eftir að Frétta- blaðið fór í prentun í gærkvöldi en umfjöllun um leik- inn má finna á íþróttavef Vísis. Um vináttulandsleik var að ræða, þann þriðja hjá lærisveinum Heimis Hallgrímssonar á þessu ári. VALDÍs FARIn AF stAð Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í gærkvöldi leik á fyrsta móti ársins á Evrópumóta- röðinni sem heitir Oates Vic Open. Það mót fer reyndar fram í Ástr- alíu og var skagamærin í fyrsta rás- hópnum sem fór út klukkan 7 um morguninn að staðartíma. Það var klukkan 20.00 að íslenskum tíma. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var Valdís Þóra búin að leika sjö holur og var á einu höggi undir pari. nánari upplýsingar um gengi Valdísar Þóru í Ástralíu má finna á Vísi. sport 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -1 A 5 4 1 D 1 3 -1 9 1 8 1 D 1 3 -1 7 D C 1 D 1 3 -1 6 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.