Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 36
hollt og bragðgott Kynningarblað 9. febrúar 20178 Grísk jógúrt nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Á vefsíðunni authoritynutrition.com eru taldir upp fimm kostir grískrar jógúrtar. 1. hún hefur hærra prótein­ innihald Í grískri jógúrt eru 9 grömm af próteini í 100 g. Það er þrisv- ar sinnum meira en í venjulegri jógúrt. 2. hún er kolvetnasnauðari Grísk jógúrt er búin til með því að fjarlægja mysu úr venju- legri jógúrt, en í mysu er laktósi/ mjólkursykur. Því er grísk jógúrt með færri kolvetni en sú hefð- bundna. 3. hún þykir góð í maga Líkt og hefðbundin jógúrt eru í grískri jógúrt hollar bakteríur sem eru góðar fyrir heilsuna, sér í lagi fyrir meltingarstarfsemina. 4. grísk jógúrt er uppspretta b12­vítamíns B12 er mikilvægt vítamín sem hefur áhrif framleiðslu rauðra blóðkorna og starfsemi tauga- kerfisins. Grísk, líkt og hefð- bundin, jógúrt er rík af B12-víta- míni. 5. Minni laktósi Margir hafa óþol fyrir laktósa/ mjólkursykri en geta þolað lítið magn af því í fæðu. Þar sem grísk jógúrt inniheldur lítinn mjólkur- sykur er hún betri kostur fyrir þá sem hafa óþol. Fimm kostir grískrar jógúrtar Á einum þriðja af disknum ætti alltaf að vera grænmeti og eða ávöxtur, einn þriðji kolvetnagjafar á borð við gróft kornmeti, bygg, hafra, heilkorna brauð, heilhveiti- pasta og kartöflur og einn þriðji prótein- gjafar eins og fiskur, kjöt, egg, baunir eða mjólkurmatur. Með hækkandi aldri má auka grænmetisskammtinn og láta hann taka yfir hluta af plássi annarra kolvetna- gjafa enda gefur grænmetið líka kolvetni. Börn þurfa að borða reglulega yfir daginn; morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur ættu að vera fastir liðir og flest börn þurfa eitthvað í gogginn á 2 til 3 klukkustunda fresti. Það kallar á milli- bita milli máltíða bæði að morgni og síð- degis. Auðveldara er að fá börn til að borða vel ef kvöldmaturinn er snemma og þá komum við í veg fyrir nartið síð- degis. Diskamódelið ætti að hafa í huga í hvert sinn sem borðað er. Þannig ætti grænmeti eða ávöxtur að vega þungt í hvert skipti sem eitthvað er borð- að, og hentar vel einnig vel milli mála ef svengdin kallar ekki á eitthvað meira. Diskurinn er gott viðmið fyrir allar máltíðir Niðurskornir ávextir, grænmeti og grófmeti er tilvalið í nestisbox- ið, ásamt eggjum og lófafylli af þurrkuðum ávöxtum á borð við mangó, rúsínur, gráfíkjur og döðl- ur, að sjálfsögðu án viðbætts syk- urs. Hnetur eru líka góður kost- ur en hafa ber í huga að á mörgum stöðum eru þær ekki leyfðar vegna ofnæmis. Hrökkbrauð með fræjum, sól- kjarnabrauð, gróft brauð, hummus og fleira í þeim dúr er einnig gott að hafa í nesti. Forðast ætti sykr- aða mjólkurdrykki, safa, orku- drykki, próteinstangir og orku- stangir, ekki síst ef nestið er ætlað börnum. Fjölbreytt nesti í skóla og vinnu Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næringar- ríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eld- húsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Nú eru komnir tveir nýir réttir frá okkur, Grænmetispottréttur með viðbættu Omega-3 og Fiskibollur með viðbættu Omega-3. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næringarefnum. Bestu kveðjur, Berglind og Siggi. 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 3 -0 6 9 4 1 D 1 3 -0 5 5 8 1 D 1 3 -0 4 1 C 1 D 1 3 -0 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.