Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 28
Pálmar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í kringum karlmenn þegar kemur að skeggsnyrtingu. „Skeggjaðir karlmenn hugsa mjög mikið um skeggið á sér og er alls ekki sama hvernig það er snyrt.“ Mynd/Auðunn níelSSon „Ég tók hressilega U-beygju þegar ég fór í hárgreiðsluna en ég byrj- aði á að taka grunndeild málm- iðna í Verkmenntaskóla Akureyr- ar. Eftir hana ætlaði ég í gullsmíði en komst ekki að og tók mér þá frí frá skóla í eitt ár. Ég hafði alltaf haft áhuga á hárgreiðslu en þegar farið var að ýta á mig að læra þá iðn var ég samt ekkert alveg á því, þurfti að eiga við smá fordóma hjá sjálfum mér út af einsleitri um- ræðunni um að allir karlmenn í hárgreiðsluiðn séu hommar. Það er auðvitað bara kjaftæði,“ segir Pálmar Magnússon hársnyrtir létt. Hann sér ekki eftir þeirri U- beygju enda hlaut hann viður- kenningu fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi hjá Iðnað- armannafélaginu í Reykjavík um liðna helgi. Hann hafi sannarlega fundið sína hillu á Rakarastofu Akureyrar þar sem hann klippir karla og snyrtir skegg. Það sé alls ekki einhæft starf að klippa karla þó flestir þeirra vilji tiltölulega einfalda klippingu. „Herraklippingar eru kannski aðeins einfaldari en dömuklipp- ingar, eða kannski má segja að það sé einfaldara að díla við karl- ana. Þeir vilja „bara fá klipp- ingu“ meðan miklu meiri hugsun er yfirleitt á bak við klippingu hjá konum,“ segir hann sposkur. Þegar kemur að skeggsnyrtingu þurfi þó að stíga varlega til jarðar kring- um karlmenn. „Skeggjaðir karlmenn hugsa mjög mikið um skeggið á sér og er alls ekki sama hvernig það er snyrt. Þegar stelpurnar eru að safna hári má varla taka einn sentimetra af því, þá er það „of mikið“. Þessu er alveg eins með karlana, þeim finnst einn senti- metri allt of mikið þegar þeir eru að safna skeggi og hafa mikl- ar skoðanir á hvernig á að gera þetta,“ segir Pálmar. „En það verður að snyrta skegg, annars verður það ekki fallegt. Auðvit- að spá margir strákar mikið í hártísku og ungir strákar fylgj- ast vel með því hvað til dæmis Ron aldo gerir við hárið á sér. Eins og ég á þeirra aldri fylgdist með hárinu á David Beckham. Ég hafði alltaf skoðanir á því hvern- ig hárið á mér átti að vera. Maður var að setja í sig strípur og var alltaf með gel í hárinu. Beckham er reyndar enn þá leiðandi í hár- tískunni í dag.“ Hefurðu gefið gullsmíðina upp á bátinn? „Ég bý að gullsmíðaáfanganum sem kenndur var í málmiðninni á sínum tíma. Ég er búinn að koma mér upp aðstöðu heima hjá mér og sinni þessu sem áhugamáli. Enda á maður víst aldrei að læra áhuga- málið, þá fær maður leiða á því.“ Körlunum eKKi sama um sKeggið Pálmar Magnússon hársnyrtir hlaut viðurkenningu á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík síðastliðinn laugar dag. Hann fann sína hillu í skeggsnyrtingu og herraklipp- ingum eftir að hafa lært logsuðu og málmsmíði. Hann segir skeggjaða karlmenn hafa miklar skoðanir á skegginu á sér. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Pámar Magnússon skipti úr málmsmíði og logsuðu yfir í hár- og skeggsnyrt- ingu og sér ekki eftir því. Hann hlaut viðurkenningu Iðnaðarmannafélags- ins í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi. Fa rv i.i s // 0 21 7 KRINGLUNNI | 588 2300 TÚNIKA 5.995 Kemur í bláu og svörtu Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl. 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 900 kr. 1.900 kr. 2.900 kr. 3.900 kr. 4.900 kr. ÚTSÖLULOK Einungis 5 verð: 9 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r6 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -1 5 6 4 1 D 1 3 -1 4 2 8 1 D 1 3 -1 2 E C 1 D 1 3 -1 1 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.