Fréttablaðið - 01.06.2017, Side 1

Fréttablaðið - 01.06.2017, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 2 8 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 1 . j ú n Í 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Þorvaldur Gylfason skrifar um hágengisfjandann. 19 sport Hörður Björgvin, leik- maður Bristol City, var settur í frystikistuna. 31 Menning Áhugavert að skjóta sig í fótinn og sjá hvað gerist. 38 lÍFið Íslensk stjórnvöld hafa mótað mál- stefnu til varðveislu og eflingar íslenskri tungu. 48 Laugavegi 178 – sími 568 9955 AFSLÁTTARDAGUR -20% SÖFNUNAR - STELL & GLÖS AÐEINS Í DAG -10% plús 2 sérblöð l Fólk l  grunnnáM á biFröst *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Fundað var langt fram á kvöld á Alþingi í gær. Við slíkar aðstæður getur ýmislegt komið upp sem þarf að hvíslast á um við sessunaut sinn. Á meðal þess sem tekið var fyrir var tillaga dóms- málaráðherra um skipan dómara í Landsrétt. Hugðust Píratar leggja fram vantrauststillögu á ráðherra yrði frávísunarkrafa minnihlutans ekki samþykkt. Fréttablaðið/eyþór alþingi Að minnsta kosti einn þeirra, sem hæfnisnefnd mat á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður And- ersen dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir, íhugar að kæra íslenska ríkið eða leita til umboðs- manns Alþingis vegna málsins. Fordæmi er fyrir því að ríkissjóður greiði bætur vegna slíks. Var Árna Mathiesen, sem og ríkissjóði, árið 2011 gert að greiða Guðmundi Kristjáns- syni hálfa milljón króna fyrir að hafa gengið framhjá honum við skipan dómara í Héraðsdóm Norðurlands vestra og Héraðsdóm Austurlands í desember 2007. Fréttablaðið ræddi í gær við nokkra þeirra fjögurra sem dómsmálaráð- herra var ósammála hæfnisnefnd um og var hljóðið í þeim þungt. Einn þeirra notaði orðið „valdníðsla“ um vinnubrögð dómsmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, fulltrúa Fram- sóknarflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir afgreiðslu tillögunnar úr nefnd rýra traust. „Ég óttast að þetta rýri traust á þinginu og að þetta rýri traust á þessu nýja dóm- stigi,“ segir Lilja. Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir meirihlutann hafa ákveðið að keyra málið út úr nefnd. „Andmæli okkar snúast ekki um ein- staklingana heldur málsmeðferðina en við teljum það algjört grundvall- aratriði við þessi tímamót í réttar- sögunni, þegar nýr réttur er settur og skipaður í heild sinni, að málsmeðferð stjórnvalda sé hafin yfir vafa,“ segir Katrín enn fremur. Tillagan var tekin fyrir á Alþingi í gær en Fréttablaðið var farið í prent- un áður en málið kom til umræðu. Til stóð að minnihluti nefndarinnar myndi leggja fram frávísunartillögu. Yrði hún ekki samþykkt myndu Pírat- ar íhuga að leggja fram vantrauststil- lögu á dómsmálaráðherra sem hafði verið samin fyrr um daginn. – þea Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. Málið var til umfjöllunar á Alþingi í gær. akureyri Alvarleg mistök áttu sér stað við lagningu nýs reiðvegar sunnan við golfvöll Akureyringa í vor. Jarðvegur sem notaður var í veg- inn er mjög mengaður af alls konar postulíni og glerrusli sem er stór- hættulegt bæði mönnum og dýrum sem eiga leið um veginn. „Þetta eru hrikaleg mistök sem hafa átt sér stað við gerð reiðveg- arins og bæði mönnum og dýrum stendur ógn af þessum vegi,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, fram- kvæmdastjóri hestamannafélags- ins Léttis á Akureyri. Reiðvegurinn sem um ræðir tengir hesthúsahverfi hestamanna á Akureyri við náttúruperluna Eyjafjörð og er fjölfarinn alla daga. – sa / sjá síðu 6 Glerfullur reiðvegur 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F C -4 8 0 8 1 C F C -4 6 C C 1 C F C -4 5 9 0 1 C F C -4 4 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.