Fréttablaðið - 01.06.2017, Blaðsíða 12
„Það er rétt að við erum búin að
bóka skipið en ég veit ekki til þess
að það hafi gerst áður að hingað
hafi komið skemmtiferðaskip,“ segir
Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri
byggðareflingarverkefnisins „Rauf
arhöfn og framtíðin“, um áætlaða
komu skemmtiferðaskipsins Ocean
Diamond til þorpsins þann 8. júní.
Silja hefur boðað til íbúafundar
á Raufarhöfn næsta þriðjudag
þar sem fjallað verður um komu
skipsins. Um 180 manns búa á
Raufarhöfn en Ocean Diamond er
með um 100 manna áhöfn og getur
tekið rétt um 200 farþega. Það er
124 metra langt, skráð á Bahama
eyjum og stoppar í þorpinu í einn
dag. Íslenska fyrirtækið Iceland Pro
Cruises leigir skipið yfir sumartím
ann og siglir því hringinn í kringum
landið, og einnig til Grænlands, með
erlenda ferðamenn og þá aðallega
Bandaríkjamenn og Þjóðverja.
„Við settum af stað verkefni í fyrra
sem miðaði að því að fá skemmti
ferðaskip til Raufarhafnar. Það
merkilega við þetta er að markaðs
setning okkar er ekki farin af stað
og þetta skip kom eftir tvo fundi
með yfirsamtökum þeirra sem taka
á móti skemmtiferðaskipum hér á
landi,“ segir Silja.
Samtökin sem Silja vísar til heita
Cruise Iceland og innan þeirra
eru sextán hafnir sem taka á móti
skemmtiferðaskipum.
Pétur Ólafsson, stjórnarformaður
Cruise Iceland og hafnarstjóri hjá
Hafnarsamlagi Norðurlands á Akur
eyri, segir útlit fyrir að farþegum
skemmtiferðaskipa sem hingað
koma muni fjölga um 2530 prósent
í sumar miðað við árið í fyrra. Skipin
séu í auknum mæli farin að sigla á
smærri hafnir og nefnir hann meðal
annars Grímsey og Hrísey.
„Það er búið að bóka skip til Hrís
eyjar á næsta ári og það er skip sem
tekur um 250 farþega. Þar er búið
að bóka tvær komur og það er mikil
aukning í komum þessara leiðang
ursskipa sem sigla á margar hafnir.
Þetta hefur verið mikil búbót fyrir
litlu hafnirnar þar sem er kannski
lítið um að vera. Hafnarmannvirkin
eru aftur á móti til staðar og skipin
greiða hafnargjöld sem eru töluvert
há og sérstaklega þegar þau geta
lagst upp að bryggju,“ segir Pétur
og heldur áfram:
„Samtals eru komurnar í ár um
486 á allar hafnir. Þar eru auðvitað
sum skip að fara inn á nokkrar hafn
ir en þetta eru um 6070 skip sem
koma hingað til lands í ár. Reykja
vík, Akureyri og Ísafjörður eru með
vinsælustu hafnirnar.
Á Akureyri munu verða 122
komur í sumar en þær voru 92 í
fyrra. Oft er talað um að þessir far
þegar eyði ekki neinu hér á landi en
við erum með rannsóknir sem sýna
að farþegar sem koma inn á hafnir
á Norðurlandi einu skila þjóðhags
legum tekjum upp á rúma tvo millj
arða króna,“ segir Pétur.
haraldur@frettabladid.is
Raufarhafnarbúar
taka á móti sínu fyrsta
skemmtiferðaskipi
Skemmtiferðaskip sigla í auknum mæli með erlenda ferðamenn á minni hafnir
og skapa þeim nýjar tekjur. Íbúafundur verður haldinn á Raufarhöfn vegna
komu Ocean Diamond en fólksfjöldi í þorpinu mun þá rúmlega tvöfaldast.
Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond siglir alls átta sinnum hringinn í kringum landið í sumar. MynD/IcelanD PrOcruISeS
Síðustu ár hafa tæplega 200 manns búið á raufarhöfn. FréttablaðIð/Pjetur
Það merkilega við
þetta er að markaðs-
setning okkar er ekki farin af
stað og þetta skip kom eftir
tvo fundi með yfirsamtökum
þeirra sem taka á móti
skemmtiferðaskipum hér á
landi.
Silja Jóhannes-
dóttir, verkefna-
stjóri byggðarefl-
ingarverkefnisins
Raufarhöfn og
framtíðin
Opnunartími Bláa lónsins hefur
verið lengdur til hálf tólf á kvöldin
og síðar í sumar verður opið til hálf
eitt að nóttu. Þetta staðfestir Már
Másson, yfirmaður markaðsmála
hjá Bláa lóninu.
„Frá og með 26. maí og til júní
loka er opið til hálf tólf á kvöldin
og frá 30. júní til ágústloka verður
opið frá sjö til hálf eitt að nóttu. Þá
er selt ofan í lónið til klukkan ellefu
á kvöldin en gestir þurfa að vera
komnir upp úr klukkan hálf eitt,“
segir Már.
„Það er mikil eftirspurn hjá við
skiptavinum okkar og til dæmis
erum við snemma á morgnana að
koma til móts við fólk sem er að
fljúga svo áfram og er einungis í
stoppi fram yfir hádegi. Yfir hásum
arið eru svo margir sem vilja nýta
björt sumarkvöldin. Það er ekki
sama verðlagningin yfir allan daginn
og fer hún eftir eftirspurn á hverjum
tíma.“
Fjöldi heimsókna í Bláa lónið fór
í fyrra í fyrsta sinn yfir eina milljón,
eins og kom fram Markaðnum, fylgi
riti Fréttablaðsins um viðskipti og
efnahagsmál, í gær. Samtals sóttu þá
1.122 þúsund gestir lónið og fjölgaði
þeim um liðlega tvö hundruð þús
und milli ára. Tekjur af sölu í lónið
námu 45 miljónum evra, rúmum sex
milljörðum króna miðað við meðal
gengi evru í fyrra, og greiddu gestir
því rúmlega 16 milljónir að meðal
tali á dag í aðgangseyri í fyrra. – hg
Bláa lónið verður
opið fram yfir miðnætti
tekjur bláa lónsins jukust um 43 prósent í fyrra. FréttablaðIð/GVa
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði
sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina
má flest allt um ástand bílsins og gæði.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi
Sími 557 4848 / www.nitro.is
ÁRGERÐ 2017
Á FRÁBÆRU
VERÐI!
markaðurinn
1 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R12 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð
0
1
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
F
C
-9
7
0
8
1
C
F
C
-9
5
C
C
1
C
F
C
-9
4
9
0
1
C
F
C
-9
3
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
7
2
s
_
3
1
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K