Fréttablaðið - 01.06.2017, Síða 30

Fréttablaðið - 01.06.2017, Síða 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Armband frá langömmu. „Hún fékk þetta í fermingargjöf og svo amma mín. Síðan fékk pabbi þetta að gjöf við fermingu einnig og síðast ég. Ég er örugglega duglegust af okkur öllum að nota það, ég er eiginlega alltaf með það. Þetta er svo royal eitthvað. Fíla það. Gaman að vera með skartgrip sem pabbi minn hefur gengið með líka.“ Versace sól- gleraugu frá 1996. „Frænka mín gaf mér gleraugun í jólagjöf en ég nota þau einungis yfir hásumarið. Þau eru mjög stór og glæsileg og passa því bara þegar sólin er stór og glæsileg líka.“ Ralph Lauren dragt. „100.000 króna drakt. Fullkomin. En ég nota hana aldrei, of lessuleg. Ég byrja að nota hana um leið og ég er komin með kornunga fyrirsætu upp á arminn.“ Tommy Hilfiger skór. „Skórnir eru misskilningur sem ég varð fyrir á flugvelli nýverið. Ég var búin að bíða rosalega lengi og var hálfslöpp, mögulega með óráði. Ég sá bara bleiku litina og fallega mynstrið og fattaði ekki að þetta væri auðvitað fyrir 75 plús. Væntanlega nota ég þá samt, því þeir fara hringinn. Kannski fara þeir samt einn og hálfan hring?“ Giovanni Versace skyrtan. „Beyoncé á svona skyrtu. Þetta er mikið listaverk náttúrulega. Elska litlu Medúsu-tölurnar á ermunum.” Spáir þú mikið í tísku? Já, mér finnst tíska mjög áhugaverð, sérstaklega á Íslandi í dag. Hér ríkir ákveðið kaos í tísku, ýmsum tískutímabilum er blandað saman, fólk keppist við að fara í marga hringi með ljótleika og almenn fagurfræðileg óþægindi. Ég tók eftir því þegar Adidas gallinn varð mainstream hélt fólk að það væri að klæða sig í eitthvað uppruna- legt rapparalúkk. En þess má til gamans geta að tracksuit-ið á í raun vinsældir sínar upphaflega ítölsku mafíunni í Bandaríkjunum 1970 að þakka. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um þann mis- skilning sem er í gangi á götum Reykjavíkurborgar. Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Versace. Hvar kaupir þú fötin þín? Á netinu. Eyðir þú miklu í föt? Já. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Lonely bandanærfatasettið mitt. Uppáhaldshönnuður? Versace. Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Lýta- aðgerðir. Ég er svag fyrir lýtaað- gerðum og get ekki beðið eftir því að byrja. Notar þú fylgihluti? Nei. Áttu þér tískufyrirmynd? Dona- tella Versace. Hvað er fram undan hjá þér og Reykjavíkurdætrum? Við erum að sýna síðustu sýningu okkar í Borgarleikhúsinu þann 3. júní. Svo er EP plata væntanleg með fimm funheitum sumarbangerum. Við erum að spila erlendis á ýmsum tónlistarhátíðum í sumar, örfáir tónleikar hér heima. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Hér ríkir ákveðið kaos í tísku, ýmsum tísku- tímabilum er blandað saman, fólk keppist við að fara í marga hringi með ljótleika. Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart sumarföt, fyrir smart konur MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN | FERÐAMÁLASKÓLINN | LEIÐSÖGUSKÓLINN Viðurkenndur bókari Lykill að góðu starfi Nám til undirbúnings fyrir próf á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins skv, 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald. Kennslan fer fram í samvinnu við KPMG. Kennt er þrjá daga í viku frá kl. 16:30 – 19:30. Starfsmennt greiðir skólagjöld sinna félagsmanna. INNRITUN STENDUR YFIR TIL 9. JÚNÍ. Sjá mk.is Menntaskólinn í Kópavogi Sími: 594 4000 Gagn legt og áhugavert nám sem nýt ist þér Frekari upplýsingar veita: inga.karlsdottir@mk.is gardar.vilhjalmsson@mk.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . j ú n Í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -A 0 E 8 1 C F C -9 F A C 1 C F C -9 E 7 0 1 C F C -9 D 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.