Fréttablaðið - 01.06.2017, Side 55

Fréttablaðið - 01.06.2017, Side 55
Og þegar maður íhugar hana síðan sem endurspeglun alls sem mannlegt er, þá er þar að finna svO margt um hverful leik sjálfs lífsins Og alls sem skiptir máli. STELLA TRÚIR EKKI Á LÍF EFTIR DAUÐANN Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Ómótstæðileg og djörf spennubók eftir hina einstöku Stellu Blómkvist. Sjónvar ps- þættir væntan legir í haust Ragnar Kjartansson: Byggingalist og siðferði. Birt með leyfi listamannsins og Luhring Augustine, New York & i8, Reykjavík. FRéttABLAðið/EYþóR En hver er þá niðurstaðan eða tilgangur listarinnar og listamanns- ins? „Já, þetta eru stórar spurning- ar,“ svarar Markús og heldur áfram: „List er einhvers konar tungumál eða angi af mannlegri hegðun sem snýst um að kafa ofan í mannlega tilvist, endurspegla hana og máta. Þetta er einhvers konar hliðarveru- leiki þar sem hægt er að leika sér og skoða raunveruleikann. Oft blæðir þarna á milli en lengst af hafa þetta verið aðskildir heimar en síðustu áratugi hefur flæðið orðið meira og er til að mynda algjört hjá Ragnari.“ Ragnar tekur undir þetta og segir að listamaðurinn Ragnar búi til hluti sem eru hans yfirlýsing um heiminn. „Þetta er það sem lista- maðurinn gerir. Ég er vissulega hluti af framleiðslunni en ég lít á alla listamenn sem hluta af sinni framleiðslu. Þetta er bara eins og að vera alinn upp við Kjarval, hann er einhvers konar stórt menningarlegt fyrirbæri. Hugmyndir okkar um manninn og verkið renna saman í hausnum á okkur. Þetta finnst mér vera til staðar í gegnum alla lista- söguna og þess vegna erum við t.d. alltaf að velta því fyrir okkur hver skrifaði Íslendingasögurnar, vegna þess að verk eru yfirlýsingar frá ein- staklingum. Var Laxdæla skrifuð af konu? Það breytir öllu,“ segir Ragnar. Aumkunarvert ægivald Markús bendir líka á varðandi þessa umræðu um hlutverk og ekki hlutverk listarinnar að þá komi vel í ljós á þessari sýningu að verk Ragnars sýni og sanni hversu áhrifarík listin getur verið. „Sýnir að hún skiptir miklu máli, getur verið ægivald en líka snúist við og orðið algjörlega aumkunarverð. Þetta er fjöregg sem mannkynið hefur búið til og er með í hönd- unum. Ragnar er að skoða hversu viðkvæmt þetta fjöregg er. Verkið Stúka Hitlers er gott dæmi um þetta þar sem er verið að fást við einræðisherra sem veit nákvæm- lega hvað hann er með í hönd- unum þegar listin er annars vegar. Mann sem lætur smíða fyrir sig sér- staka stúku inn í leikhúsið þar sem hann speglar leikhús í leikhúsinu og notar listina sem ægivald. Svo fær Ragnar þetta sent frá Helga Björns í Berlín og hrúgar þessu upp sem einhverju drasli. Þá er þetta orðið aumkunarvert. Hver eru mörkin þarna á milli? Það er þessi list. Vídd hennar og möguleikar. Ragnar finnst mér statt og stöðugt benda á þessar víddir sem liggja á milli ægivalds og hins aumkunar- verða og hann gerir það þannig að fólk tárast undan þessum verkum. Upplifir þau ákaflega sterkt,“ segir Markús. „Eða þá að maður leikur sér með hið aumkunarverða,“ bætir Ragnar við. „Eins og til að mynda Byggingarlist og siðferði. Gegn risastórum mannlegum harmleik og stórum nístandi átökum þá eru bara einhver ræfilsleg málverk,“ segir Ragnar og vísar til nýrra mál- verka sem eru á sýningunni og sýna hús ísraelskra landtökumanna í Palestínu. „Þú skýtur sjálfan þig í fótinn mjög oft og bersýnilega,“ bætir Markús við og Ragnar tekur glaðlega undir það. „Já, mér finnst alltaf mjög áhugavert að skjóta mig í fótinn og sjá hvað gerist. Það heillar mig.“ Lofgjörð og afhjúpun Markús segir að þegar hann skoði verkin á sýningunni í tímaröð þá séu mörg eldri verkanna ungæðis- leg en samt sé þarna skýr þróun. „Ragnar hefur keyrt áfram á inn- sæi en eftir á að hyggja sér maður að þetta hefur verið á ákveðinni braut. Braut sem er furðulega skýr,“ segir Markús og bætir við að þessi braut hafi tæpast verið svona skýr fyrir tíu árum.“ „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar. „Maður bara fylgir einhverju innsæi og það er mikil- vægt því það er það eina sem lista- maðurinn hefur. Ekkert annað. Það er eina vegferðin sem ég er á. Að treysta þessu er það eina sem lætur þennan náunga skapa eitthvað sem er einhvers virði.“ En hvað vilja Ragnar og Markús segja með þessari sýningu? „Ég er mjög forvitinn að vita hvað þú segir,“ segir Ragnar og beinir orðum sínum til Markúsar sem segir mikilvægt að það komi fram hvernig verkin virka bæði sem lofgjörð um listina en um leið afhjúpun. „Það er tónn sem mér finnst mikilvægur og spennandi að fá fram. Hægt er að lesa sig í gegnum verkin og þar opnast fyrir manni hverfulleiki listarinnar. Og þegar maður íhugar hana síðan sem endur- speglun alls sem mannlegt er, þá er þar að finna svo margt um hverfulleik sjálfs lífsins og alls sem skiptir máli.“ m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 39F i m m T U D A g U R 1 . j ú n í 2 0 1 7 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -5 B C 8 1 C F C -5 A 8 C 1 C F C -5 9 5 0 1 C F C -5 8 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.