Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 10
Aukaársfundur 2017 Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta.is Stjórn Birtu boðar til aukaársfundar fimmtudaginn 22. júní kl. 17 á Grand Hótel Reykjavík. DAGSKRÁ Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar rétt til setu á fundinum. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins varða innleiðingu á tilgreindri séreign samkvæmt ákvæðum kjarasamninga en tillögurnar má sjá á heimasíðu sjóðsins, birta.is. Stjórn Birtu lífeyrissjóðs VIÐSKIPTI Útlit er fyrir að vátrygg- ingamarkaðurinn muni taka örum breytingum á næstu árum í takt við miklar tækniframfarir. Ef íslensku tryggingafélögin bregðast ekki við þróuninni gæti skapast svigrúm fyrir erlend félög til að sækja á íslenska markaðinn og ná til sín markaðs- hlutdeild. Þetta segir Sigurður Örn Karlsson, greinandi hjá IFS, í samtali við Fréttablaðið. Ör tækniþróun, sem ekki fyrir löngu hljómaði sem músík í eyrum margra, mun hafa veruleg áhrif á íslensku tryggingafélögin á næstu árum. Tæknin mun gera félögin betur í stakk búin til að verðleggja trygg- ingar, meðal annars eftir notkun og hegðun viðskiptavina, sem ætti að öðru óbreyttu að leiða til þess að iðgjöld af tryggingum lækki hjá þeim sem lenda sjaldan í tjóni en hækki hjá tjónaþungum viðskiptavinum. Sigurður Örn segir að þeir hjá IFS séu þegar farnir að taka tillit til þessara væntanlegu breytinga við verðmat. „Við höfum aðeins dregið úr iðgjaldavextinum til lengra tíma og lækkað tjónshlutfallið. Við viljum meina að vöxtur iðgjalda gæti orðið minni en að tjónakostnaður félag- anna verði að sama skapi lægri,“ nefnir hann. Takist félögunum að nýta sér þróunina sér í hag aukist með öðrum orðum líkurnar á því að tekjuvöxtur- inn í minnki í framtíðinni en afkoma vátryggingarekstrarins batni. Hann ítrekar þó að óvissan sé algjör. Þró- unin sé hröð og óvíst sé hver áhrifin verða nákvæmlega á rekstur trygg- ingafélaganna. Sigurður Örn segir að helsta þró- unin varði hlutanetið svonefnda (e. Internet of Things). Hann tekur dæmi: „Allir nýir bílar í framtíðinni verða á einhvern hátt tengdir í gegn- um netið, símkort eða GPS. Þannig verður hægt að safna gögnum um aksturslag, til dæmis hversu hratt og mikið er keyrt, og ástand ökutækis. Slíkar upplýsingar auðvelda félög- unum að verðleggja tryggingarnar.“ Hann nefnir jafnframt að með auknum öryggisbúnaði, svo sem skynjurum, myndavélum og sjálf- virkum bremsum, séu bílar að verða öruggari með hverjum degi sem líður. Það kalli á lægri iðgjöld vegna lægri tjónakostnaðar. Tryggingafélög gætu einnig, svo annað dæmi sé tekið, nýtt sér heilsu- úr, sem taka niður upplýsingar um Íslensku tryggingafélögin mega ekki sofna á verðinum Ör tækniþróun mun hafa mikil áhrif á íslenskan tryggingamarkað á næstu árum. Sérfræðingur segir að tryggingafélögin verði að halda vel á spöðunum ætli þau sér ekki að verða undir í samkeppni við erlend félög. Tækniþróunin er hröð og óvíst hver áhrifin verða nákvæmlega á rekstur tryggingafélaganna. Volvo er einn þeirra bílafram- leiðenda sem hafa stofnað sérstakt tryggingafélag, en félagið telur bíla sína það örugga að það réttlæti veru- lega lág iðgjöld á tryggingum þess. Fréttablaðið/EPa Hærra verðmat á tryggingafélögunum Greiningarfyrirtækið IFS hækkaði fyrr í vikunni verðmat sitt á hluta- bréfum í tryggingafélögunum þremur sem skráð eru á markað. Sérfræð- ingar IFS benda þó á að átökin sem sett hafa mark sitt á störf stjórnar VÍS undanfarna mánuði kasti skugga á félagið og geti, að minnsta kosti til skemmri tíma, skaðað það. IFS metur virði félaganna þriggja, VÍS, Sjóvár og TM, samanlagt á 75,1 milljarð króna samkvæmt nýjum virðismötum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Miðað við gengi bréfa í félögunum við lok markaðar á föstudag telur IFS að fjárfestar eigi að halda hlutum sínum í þeim. Markaðsvirði félaganna hefur hækkað að undanförnu vegna meðal ann- ars væntinga um betri afkomu af vátryggingarekstri, að sögn IFS. heilsufar fólks, til þess að verðleggja sjúkra- og heilsutryggingar. Mörg erlend félög eru þegar byrjuð að færa sér tæknina í nyt. Í skýrslu IFS frá því í apríl kemur meðal annars fram að sænski bíla- risinn Volvo hafi stofnað sitt eigið tryggingafélag í Bretlandi sem bjóði upp á lægri iðgjöld af tryggingum á Volvo-bílum. Tesla hafi gert það sama í Asíu. Þá bjóði fjarskiptafélagið O2 í Bretlandi upp á ódýrar ökutækja- tryggingar í gegnum snjallforrit sem viðskiptavinir þurfa að hala niður í símana sína. Snjallforritið getur mælt aksturslag viðkomandi ökumanns og hvatt hann til þess að bæta ráð sitt. Sigurður Örn segir að ekki muni líða langur tími þar til íslensku tryggingafélögin fari að bjóða upp á lausnir sem þessar. Þau verði að halda vel á spöðunum ef þau ætli sér ekki að verða undir í samkeppninni. kristinningi@frettabladid.is GRÆNLAND Umboðsmaður barna á Grænlandi segir sveitarfélög van- rækja að koma börnum og ungling- um til aðstoðar sem búa svið slæm skilyrði, börnum sem þegar hafi verið svikin. Gagnrýnin beinist meðal annars að því að yfirvöld grípi ekki inn í þótt þau viti að börn og unglingar séu beitt ofbeldi. Þörf sé á þverfaglegri samvinnu yfirvalda til að aðstoða börnin og fjölskyldur þeirra, að því er segir í frétt grænlenska útvarpsins. – ibs Hjálpi ekki börnum sem beitt eru ofbeldi Frá Grænlandi. NOrDiCPHOtOS/aFP SVÍÞJÓÐ Fjórir af hverjum 10 Svíum myndu sætta sig við evru ef það væri skilyrði fyrir því að fá að vera í Evrópusambandinu, ESB. Jafn- margir myndu heldur vilja ganga úr sambandinu (það er Swexit), að því er niðurstöður könnunar á vegum SEB-bankans sýna. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í lok maí að öll aðildarríki ESB ættu að hafa tekið upp evru fyrir árið 2025. Fulltrúi framkvæmdastjórn- ar ESB vísaði þessu fljótt á bug. Þá höfðu sænskir ráðherrar þegar lýst því yfir að það væri sænska þjóðin sem tæki ákvörðun um hvort og hvenær evra yrði tekin upp. – ibs 40 prósent vilja Swexit yfir evru TAÍLAND 34 ára maður var í vikunni dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að setja skeyti á Facebook sem þóttu móðgandi fyrir konungsfjölskyldu landsins. Maðurinn setti tíu stöðuupp- færslur inn á síðu sem skráð var á nafni fyrrverandi vinar hans. Vildi hann með því koma óorði á hann. Refsingin var ákveðin sjö ára fang- elsi fyrir hvert brot en milduð um helming sökum þess að hann játaði brot sín að hluta. Löggjöfin varðandi taílensku kon- ungsfjölskylduna er afar ströng. Til að mynda var fjölmiðlum bannað að sitja réttarhöldin eða segja frá hvað stóð nákvæmlega í skeytun- um. Með því hefðu þeir sjálfir getað bakað sér refsiábyrgð. – jóe 35 ára fangelsi fyrir Facebook-færslu Vajiralongkorn tók við sem konungur taílands í fyrra. Fréttablaðið/EPa Refsingin var ákveðin sjö ára fangelsi fyrir hvert brot en milduð um helming sökum þess að hann játaði brot sín að hluta. 1 0 . J ú N Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R8 f R é T T I R ∙ f R é T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -6 6 1 0 1 D 0 D -6 4 D 4 1 D 0 D -6 3 9 8 1 D 0 D -6 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.