Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 42
Hafa nostrað
við hvern fermetra
Eitt af nokkrum barnaherbergjum heimilisins.
Fagurkerum er bent á að skoða Instagram-síðuna sem María heldur úti,
notandanafnið er paz.is.
Frönsku hurðirnar í stofunni eru í
miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.
Grænar plöntur er að finna víða á
heimili Maríu og Ragnars.
María Gomez og eiginmaður hennar Ragnar Már Reynisson eiga afar fallegt heimili enda hafa þau nostrað við hvern krók og kima. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hönnun
María Gomez
Bloggari
Bloggarinn María Gomez býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum
þeirra í glæsilegu húsi á Álfta-
nesi. Húsið hafa þau verið að
taka í gegn frá a til ö síðan þau
fluttu inn og útkoman er afar
flott.
„Fyrir ári þurftum við að
stækka við okkur þar sem það
bættist mjög ört í barnahópinn
en við eignuðumst börn árin
2013, 2014 og 2015. Fyrir áttum
við stelpu fædda 1999 og var
þessi stóra viðbót hálfgert áfall
fyrir hana sem var einbirni í 13
ár,“ segir María.
Hæstánægð á Álftanesi
Upphaflegt plan var að flytja í
Garðabæinn en hlutirnir þróuð-
ust og fjölskyldan endaði á að
kaupa hús á Álftanesi. „Úr varð
að við keyptum þetta hús sem
við svo gerðum alveg upp frá a
til ö á mjög skynsaman og hag-
kvæman hátt. Allt var selt sem
hægt var að selja og það nýtt sem
hægt var að nýta og betrumbæta.
Í dag gæti ég ekki verið ánægðari
með að hafa keypt hér á Álfta-
nesinu og líður okkur mjög vel
hérna og í húsinu,“ segir María
sem heldur úti blogginu paz.is.
Þar bloggar hún m.a. um heimili
og hönnun.
Spurð út í stílinn sem ein-
kennir heimilið segir María:
„Hann er klárlega skandinav-
ískur með hlýlegu ívafi. Ég er
með mikið af ljósum húsgögnum
og er mikið fyrir gærur, plaköt,
teppi og púða. Svo finnst mér
æðislegt að vera með plöntur til
að lífga upp á heimilið. En það
er alveg á mörkunum að vera
orðið of mikið af þeim hér á
heimilinu.“
Svo margt í uppáhaldi
María á erfitt með að velja uppá-
haldsrýmið sitt en það fyrsta
sem kemur upp í hugann er
hjónaherbergið, það rými er hún
búin að nostra mikið við. „Svo er
ég líka mjög ánægð með útkom-
una á barnaherbergjunum svo
það er alveg smá erfitt að velja.
Ætli sólstofan sé ekki samt í
mestu uppáhaldi.“
María kaupir húsgögn og
stofustáss úr öllum áttum. „Ég
er alls ekkert föst við einhverja
eina verslun. Húsgögnin í borð-
stofunni eru t.d. úr Pennanum
og Ilva en ég hef verslað soldið
mikið í Ilva og er mjög ánægð
með þjónustuna þar. Svo eru
innanstokksmunir héðan og
þaðan. Meðal annars úr Penn-
anum, Epal og Söstrene Grene.
Myndir og plaköt hef ég bæði
verið að panta af netinu og
kaupa hjá Reykjavík Bútik.“
Spreyið mikið notað
María er handlagin og hefur
gaman af því að dunda sér þegar
kemur að heimilinu. „Ég gerði
borðplöturnar í eldhúsinu
sjálf en þær málaði ég eins og
marmara. Ég skrifað færslu um
það á blogginu hvernig á að gera
það frá a til ö. Ég reyni síðan
að púkka upp á hluti sem mig
langar að gefa nýtt líf. Við notum
t.d. sprey mjög mikið til að gefa
hlutum nýtt útlit og spreyjuðum
t.d. blómapotta, mynda ramma,
hreindýrahausinn okkar og
margt fleira,“ segir María að
lokum.
Áhugasamir finna Instagram-
síðu bloggs Maríu undir not-
endanafninu Paz.is.
gudnyhronn@365.is
1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R40 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
1
1
-0
6
-2
0
1
7
1
7
:3
9
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
0
D
-B
5
1
0
1
D
0
D
-B
3
D
4
1
D
0
D
-B
2
9
8
1
D
0
D
-B
1
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
8
s
_
9
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K