Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 12
HÚSNÆÐISMÁL Ólíklegt er að skert aðgengi að lánsfé geti slegið á hækkun íbúðaverðs hér á landi. Verðhækkanir á markaðinum hafa enda ekki verið drifnar áfram af skuldsetningu, heldur skorti á íbúðum. Þetta er mat hagfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við. Hagdeild Íbúðalánasjóðs benti í lok síðasta mánaðar á að verulega hefði dregið úr verðhækkunum í Noregi eftir að þarlend stjórn­ völd lækkuðu lánshlutfall á íbúða­ lánum vegna kaupa á annarri íbúð. Var vísað til „norsku leiðarinnar“ í þessu sambandi. Telur hagdeildin að reynsla Norðmanna sýni að aukin eiginfjárkrafa til þeirra sem eiga fleiri en eina fasteign geti borið árangur á svæðum þar sem fram­ boðsskortur ríkir. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu­ maður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, bendir á að staðan á norskum fasteignamarkaði sé allt önnur en hér á landi. „Skuldsetning norskra heimila er mjög mikil og í raun farin að ógna fjármálalegum stöðugleika í landinu. Hér er staðan önnur, þar sem verðhækkanir hafa ekki verið drifnar áfram af aukinni skuldsetningu. Fremur hafa heimili verið að greiða niður skuldir.“ Ástæðan fyrir hækkandi fast­ eignaverði sé fyrst og fremst sú að ekki hafi verið byggt nægilega mikið til að mæta lýðfræðilegri þörf. „Það er annar og mun alvarlegri vandi en að Íslendingar séu að kaupa fleiri en eina fasteign,“ segir Ásdís. „Ef stjórnvöld ætla að grípa til svona íþyngjandi aðgerða þarf að liggja fyrir mjög góður rökstuðning­ ur. Hvað eru margir sem eiga tvær eða fleiri eignir? Er það algengt? Þessi tölfræði þyrfti að liggja fyrir. Mér finnst það ekki alveg gefið.“ Magnús Árni Skúlason, hagfræð­ ingur hjá Reykjavík Economics, segir erfitt fyrir stjórnvöld að beita stýritækjum sem þessum þegar eins mikill skortur er á íbúðum á viðráðanlegu verði og raunin er nú. Alls óvíst sé hvort þau virki sem skyldi við slíkar aðstæður. Í nýlegri skýrslu Reykjavík Economics um íbúðamarkaðinn er bent á að Seðla­ banki Íslands geti vissulega haft áhrif á verðþróun á markaðinum með beitingu stýritækja. Stjórn­ völd verði að stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Æskilegra væri ef lánastofnanir sýndu frumkvæði í að sjálfregluvæða starfsemi sína. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir reyndina væntanlega þá að ekki séu að jafnaði fleiri en eitt íbúðalán á mann eða fjölskyldu, að minnsta kosti hjá sömu fjármálastofnun. „Ef menn eru að sanka að sér íbúðum má ætla að þeir hafi félag um slíkt og séu því komnir út í atvinnurekst­ ur. Venjuleg íbúðalán eru ekki í boði fyrir félög. Án þess að ég þekki það finnst mér því mjög líklegt að fjár­ magnskostnaður við öflun fleiri en einnar íbúðar sé orðinn mun meiri en við öflun fyrstu íbúðar. kristinningi@frettabladid.is Hafna norsku leiðinni Hagfræðingar efast um að hömlur á lánshlutfalli geti slegið á hækkun íbúða- verðs. Þeir segja verðhækkanir ekki hafa verið drifnar áfram af skuldsetningu. Hagdeild Íbúðalánasjóðs telur að takmörkun á lánshlutfalli af hálfu stjórnvalda geti komið í veg fyrir frekari ofhitnun íbúðamarkaðarins. Fréttablaðið/anton Skuldsetning norskra heimila er mjög mikil og í raun farin að ógna fjármálalegum stöðug- leika í landinu. Ásdís Kristjánsdótt- ir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnu- lífsins Málverk eftir Kristínu Jónsdóttur og Jón Stefánsson Studio Stafn, Hátúni 6B, Sími 552 4700. Leitum eftir góðum málverkum, helst blómauppstillingum eftir Kristínu Jónsdóttur og Jón Stefánsson til kaups fyrir viðskiptavin. Ný verk í sölu á: studiostafn.is/listaverkasala Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með opið hús fyrir almenning á slökkvistöðinni í Hafnarfirði í dag, laugardaginn 10. júní, milli kl. 15 og 17 ALLIR VELKOMNIR Mikilvægt að börn séu í fylgd fullorðinna Opna húsið er á slökkvistöðinni við Skútahraun 6 í Hafnarfirði OPIÐ HÚS HJÁ www.shs.is SLÖKKVILIÐINU sjúkrabílar, kranabíll slökkvibílar, körfubíll og hoppukastalar Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is MOWER sláttuvélar með Briggs&Stratton bensínmótor Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ MOWER CJ18 BS 3,5hp Briggs&Stratton mótor, rúmtak 125 CC, skurðarvídd 46cm/18”. Safnpoki að aftan 60 L, skurðhæð og staða 25-85mm/8 31.990 Áður kr. 39.990 MOWER bensín sláttuorf Vél 0,7KW 31CC Skurðarbreidd 255 > 480mm MOWER CJ20 Sláttuvél m/drifi, BS 6,0 hp Briggs&Stratton mótor. Rúmtak 150 CC, skurðarvídd 51cm/20”, sjálfknúin 3,6 km/h, safnpoki að aftan 65 L, hliðar útskilun, skurðhæð og staða 25-75mm/8 50.390 Áður kr. 62.990 20% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR CE/GS VOTTUN 20% AFSLÁTTUR 17.590 Áður kr. 21.990 VIÐSKIPTI Greiningardeild Arion banka og hagfræðideild Landsbank­ ans eru ekki á einu máli um hvort Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti sína eða haldi þeim óbreyttum í næstu viku. Greiningardeild Arion banka spáir því að vextir verði lækk­ aðir um 0,25 prósentustig og segir litlar líkur á óbreyttum vöxtum, þá einkum og sér í lagi vegna veru­ legrar gengisstyrkingar krónunnar á undan förnum vikum. Gengi krón­ unnar hefur styrkst um 2,3 prósent frá síðasta fundi peningastefnu­ nefndar Seðlabankans. Hagfræðideild Landsbankans telur hins vegar að nefndin ákveði að halda vöxtunum óbreyttum. Greiningardeildir ósammála um vaxtaákvörðun Seðlabankans Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri. Fréttablaðið/GVa Telur hún að styrking krónunnar sé ekki af þeirri stærðargráðu að hún, ein og sér, nægi til að sann­ færa meirihluta nefndarinnar um að lækka vextina. Nefndin bíði enn eftir sterkari kjölfestu verðbólgu­ væntinga. Peningastefnunefndin tilkynnir um ákvörðun sína 14. júní. – kij Gengi krónunnar hefur styrkst um 2,3 prósent frá síðasta fundi peningastefnu- nefndar Seðlabankans. BANDARÍKIN Donald Trump, for­ seti Bandaríkjanna, rauf þögnina um mál James Comey, fyrrverandi stjórnanda FBI, með því segja að hann hefði logið er hann bar vitni fyrir þingnefnd í fyrradag. Þá bætti hann um betur og sagði að Comey væri ekki treystandi og að hann læki upplýsingum. BBC greinir frá því að í gær hafi Trump lýst því yfir í Hvíta húsinu að hann væri 100 prósent viljugur til að sverja eið og ræða um samræður sínar við Comey. Fyrr um daginn hafði Trump tjáð sig á Twitter um málið. Áður höfðu minni spámenn úr teymi hans riðið fram og sett út á vitnisburð Comey. Í hópi þeirra var Marc Kasowitz, lög­ maður Donalds Trump, en að hans mati gerðist Comey brotlegur við lög með því að vitna til einkasam­ tala sinna við forsetans. Háskóla­ kennarar í lagaskólum þar ytra voru hins vegar fljótir að hrekja þá fullyrðingu. Rússarannsóknin hefur reynst Trump erfið síðustu daga og viku. Ekki bætti úr skák í fyrradag þegar Comey sagði svo frá að í einkasam­ tölum sín og forsetans hefði Trump sagst „vona“ að Comey myndi sleppa því að rannsaka tengsl Michaels Flynn, þáverandi þjóðar­ öryggisráðgjafa Trumps, við Rússa. Teymi Trumps hefur ekki svarað þeim ásökunum heldur aðeins sagt að Comey hafi þar sagt ósatt. – jóe Bandaríkjaforseti segir Comey ljúga VIÐSKIPTI Snyrtivörurisinn L’Oréal tilkynnti í gær að félagið ætti í einka­ viðræðum við brasilíska félagið Nat­ ura Cosmeticos um sölu á keðjunni The Body Shop. Samkvæmt tilboði Natura Cosmeticos er keðjan metin á um einn milljarð evra, sem jafngildir um 110 milljörðum íslenskra króna. Í frétt The Financial Times segir að greinendur séu efins um að The Body Shop sé svo mikils virði. Keðjan hefur átt undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni og erfiðra markaðsaðstæðna. L’Oreal keypti The Body Shop fyrir um 652 milljónir dala árið 2006. Keðjan rekur um þrjú þúsund versl­ anir í 66 löndum og starfa þar um 22 þúsund manns. Stjórnendur L’Oreal tilkynntu fyrr á árinu að til stæði að selja keðjuna. – kij Vilja selja The Body Shop the body Shop er metin á 110 milljarða króna. nordicpHotoS/Getty donald trump á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Fréttablaðið/epa 1 0 . j Ú N Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R10 f R é T T I R ∙ f R é T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -5 2 5 0 1 D 0 D -5 1 1 4 1 D 0 D -4 F D 8 1 D 0 D -4 E 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.