Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 94
Vorið 1905 komst upp kvittur í Reykjavík um að fundist hefði gull í bæjarlandinu. Verk-taki á vegum Reykja-víkurbæjar var þá að störfum í Vatnsmýrinni suðaustan- verðri við að bora eftir neysluvatni. Vatnsleitin skilaði ekki tilætluðum árangri og fljótlega komust stjórn- endur bæjarins að þeirri niðurstöðu að leiða yrði kalda vatnið til bæjarins alla leið frá Gvendarbrunnum. Þau vonbrigði gleymdust þó skjótt þegar fréttin barst af hinum væntanlega gullgróða. Segja má að skammvinnt gull- æði hafi brotist út í Reykjavík þessa vordaga, líkt og tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson og skáldið Ólafur Haukur Símonarson rifjuðu upp löngu síðar í dægurlaginu „Gull“, sem Eiríkur Hauksson söng inn á plötu. Lóðaeigendur í bænum sáu fram á mikinn hagnað og stofnað var félag um málmleitina. Hugmyndin um gullfund nánast í miðjum höfuðstaðnum virtist ekkert fráleit. Öllum voru í fersku minni frá- sagnir af gullævintýrum í Ameríku og ýmsir Vestur-Íslendingar voru sagðir hafa stórgrætt á gullleit í Klondike nokkrum árum fyrr. Sívaxandi hag- kerfi Vesturlanda öskraði á hvers kyns málma og jarðefni og sífellt bárust fréttir af merkum uppgötv- unum á sviði námugraftar víða um lönd. Hvers vegna ekki líka á Íslandi? Nákvæmari rannsóknir á hinni meintu gullæð skiluðu litlum árangri. Líklega höfðu bormennirnir látið blekkjast af gylltu svarfi sem til hafði orðið við boranirnar sjálfar. Aðrir álitu að hrekkjalómar hefðu verið á ferðinni og bárust böndin að manni sem nýlega hafði komið frá Kanada. Hvað sem þeim vangaveltum líður dofnaði gullvon Reykvíkinga skjótt þótt stöku menn hafi ekki viljað gefa hana upp á bátinn fyrr en eftir til- raunaboranir á þriðja áratugnum. En það var ekki bara í Reykjavík sem fréttir bárust af gullfundi árið 1905. Þá um sumarið taldi breskur verkfræðingur sig hafa fundið gull í Kröflu. Í kjölfarið falaðist enska námafyrirtækið sem maðurinn starf- aði fyrir eftir kaupum á landi Reykja- hlíðar í Mývatnssveit fyrir stórfé en Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um illþefjandi atvinnugrein. Auðæfi úr neðra PANTAÐU FRÍAN TÍMA Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098 HÁRÆÐASLIT Í ANDLITINU ? ÞAÐ ER TIL LAUSN - VIÐ FJARLÆGJUM HÁRÆÐASLIT ENDANLEGA Í ANDLITI Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com Snyrtistofan Hafblik Fyrir Eftir í hernaði, ýmist til að framkalla svo- kallaðan „herbrest“, háværan hvell sem átti að skjóta andstæðingum skelk í bringu eða til að útbúa „gríska eldinn“ – sem var nokkurs konar eld- varpa sem notuð var í sjóorrustum til að kveikja í skipum óvinarins. Með aukinni púðurframleiðslu á sextándu öld snarjókst eftirspurnin eftir brennisteini í Evrópu og verðið rauk upp í hvert sinn sem stórstyrj- aldir brutust út. Helstu brennisteins- námur álfunnar var að finna á Sikiley, en dönsku krúnunni fannst mikið til vinnandi að þurfa ekki að treysta á innflutning á þessari mikilvægu vöru. Óvenjulegar jarðfræðilegar aðstæður þarf til að brennisteins- námur myndist. Það gerist þar sem brennisteinsvetni streymir upp, gengur í samband við súrefni og myndar hreinan brennistein og vatn. Til að þessi blöndun heppnist má andrúmsloft ekki eiga of greiðan aðgang, heldur eru kjöraðstæðurnar í gljúpum og súrefnisríkum jarð- vegi. Á Íslandi eru slíkar aðstæður helst í Krísuvík suðvestanlands og á nokkrum stöðum í Þingeyjarsýslu norðanlands. Danakóngur eignaðist helstu brennisteinsnámur Norðurlands upp úr miðri sextándu öld og nýtti með góðum hagnaði. Mest var brenni- steinstakan á Þeistareykjum, þar sem styst var til hafnar á Húsavík. Gengu gjöfulustu námurnar skjótt til þurrðar og slæm umgengni um þær kom í veg fyrir að brennisteinninn endurnýjaðist sem skyldi. Erfiðleikar við vinnslu og óstöðugt verð gerðu það að verkum að lítil samfella var í brennisteinsnáminu. Hinir og þessir aðilar fengu vinnslu- leyfi en héldu fæstir lengi út í einu. Innréttingarnar, iðnfyrirtækið sem Skúli Magnússon fógeti veitti for- stöðu, hóf brennisteinshreinsun árið 1753 en fram að þeim tíma hafði allur brennisteinn verið sendur utan til hreinsunar. Fyrstu árin einbeitti fyrirtækið sér að námunum í Krísu- vík, en þegar þær gengu til þurrðar hófst vinnsla fyrir norðan. Var brennisteinn hreinsaður á Húsavík samfellt frá 1762 til 1852 og reyndist brennisteinsvinnslan einna farsælust af hinum fjölmörgu iðntilraunum sem Innréttingarnar brydduðu upp á. Eimreiðardraumar Hreinsunaraðferðirnar á Húsavík voru ófullkomnar og gengu helst út á að skola efnið með vatni og lýsi. Afurðin sem fékkst með þessum hætti þótti óvönduð og verðlítil. Snemma komu fram hugmyndir um að hreinsa brennisteininn með bræðslu, en þær komu ekki til framkvæmda. Árið 1852 var reksturinn orðinn svo veik- burða og námasvæðin í slæmu ásig- komulagi að ákveðið var að hvíla þau um nokkurra ára skeið. Um 1870 vaknaði enn áhugi á brennisteinsnýtingu í Mývatnssveit og voru þar á ferðinni breskir fjár- festar. Kaupsýslumaður að nafni Lock, sem landsmenn uppnefndu Brennisteins-Loka, fékk hálfrar aldar einkaleyfi á brennisteinsvinnslu árið 1872. Hugmynd hans var sú að leggja járnbraut frá Mývatnssveit til Húsa- víkur til efnisflutninga. Ekkert varð úr brautarlagningunni og framleiðslan lognaðist út af nánast strax, senni- lega vegna vanefnda erlendra sam- starfsaðila. Þessar áætlanir Locks voru dæmi- gerðar fyrir stóriðjuhugmyndir hér- lendis undir lok nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu, þar sem landsmenn einblíndu ekki á mögu- legar skatttekjur eða störf sem slíkar framkvæmdir myndu skapa, heldur var að miklu leyti horft til óbeins ágóða af samgöngumannvirkjum sem þær kölluðu á. Einkum voru margir spenntir fyrir járnbrautum. Þegar Wallace & Co. fékk leyfið til brennisteinsvinnslu árið 1904, var eitt af skilyrðunum að ráðist yrði í lagningu járnbrautar innan tíu ára. Voru Norðlendingar raunar svo bjart- sýnir að talað var um að verkið hæfist þegar á næsta sumri. Sáu bændur í Þingeyjarsýslu fram á mikla mögu- leika í flutningi afurða, auk þess sem vonir voru bundnar við að járnbraut- ir á vegum iðnfyrirtækja yrðu fyrsti vísirinn að stærra og víðtækara lesta- kerfi í landinu. Sem fyrr segir reyndist þó jafnlítið að marka loforð Bretanna þá og þrjátíu árum fyrr. Næst var hreyft við hugmyndinni um brennisteinsvinnslu í Mývatns- sveit á kreppuárunum. Stjórn Fram- sóknar og Alþýðuflokks skipaði Skipulagsnefnd atvinnuveganna sem falið var að gera fjölbreyttar tillögur um hvers kyns mögulega nýsköpun í framleiðslu landsmanna. Nefndin lét rannsaka vinnslumöguleika og söluhorfur fyrir brennistein. Í fram- haldi af þeim athugunum var stofnað sérstakt fyrirtæki, Brennisteinsverk- smiðjan sf. með þátttöku þriggja manna: efnaverkfræðingsins Jóns E. Vestdal og þeirra Þorvaldar Thor- oddsen og Ragnars Jónssonar. Þeir síðarnefndu ráku saman Smjörlíkis- gerðina Smára, sem Ragnar var einatt kenndur við. Öfugt við fyrri tilraunir, stefndu félagarnir ekki að því að moka burt brennisteinsgrjóti til hreinsunar og vinnslu annars staðar, heldur hugð- ust þeir bræða brennisteininn í hita- katli í grennd við námurnar. Með því að snöggkæla brennisteinsgufuna frá katlinum myndi hreinn brennisteinn falla til jarðar sem fínn salli. Þannig fengist mun betri og verðmætari afurð. Félagið reisti verksmiðjuhús í Bjarnarflagi á árunum 1938-9, sam- hliða því sem efnistaka á svæðinu hófs. Bræðsla hófst í lok ágúst 1939 og lofaði góðu. Á þriðja degi kom hins vegar í ljós hvílík mistök það voru að reisa húsið úr timbri. Hitinn frá katlinum leiddi til eldsvoða og verksmiðjan brann til kaldra kola. Stjórnendur fyrirtækisins létu þennan mótbyr ekki á sig fá og fáein- um vikum síðar, í október, var búið að steypa upp nýtt vinnsluhús. Fram- leiðsla hófst þá þegar og voru starfs- menn í óða önn að undirbúa veislu til að fagna gangsetningunni þegar sprenging varð í kæliklefum hússins, veggir hrundu og gólf sprungu upp. Enn var ráðist í viðgerðir, en þeim var ekki fyrr lokið en í ljós kom að botn bræðsluofnsins hafði gefið sig. Þar sem ofninn kom frá Þýskalandi reyndist ómögulegt að fá varahluti vegna stríðsins. Framleiðsla féll því niður yfir stríðsárin og þegar friður komst á voru markaðsaðstæður orðnar óhagstæðar með verðfalli á brennisteini. Aðstandendur Brennisteinsverk- smiðjunnar stórtöpuðu á tilraun- inni, en voru þó ekki alveg af baki dottnir. Þeir lýstu áhuga sínum við ríkisvaldið að taka þráðinn upp að nýju, en þremenningarnir voru þó ekki hafðir með í ráðum árið 1952 þegar Íslenska brennisteinsvinnslan hf. var stofnuð í húsakynnum gamla fyrirtækisins. Þar var notast við ein- faldari vinnsluaðferð sem gaf lakari vöru. Í ljós kom að tækjabúnaður var orðinn gamall og úr sér genginn auk þess sem ný bortækni vestur í Ameríku hafði gert brennisteins- vinnslu þar miklu ódýrari. Nýja fyrir- tækið lagði því upp laupana eftir um tveggja mánaða starfstíma. Þar með lauk sögu einhverrar elstu fram- leiðslugreinar á Íslandi – að minnsta kosti í bili. fékk ekki. Fréttirnar af gullinu í Kröflu fóru furðu lágt í íslenskum blöðum, sem gátu þeirra rétt í framhjáhlaupi. Má telja að sú varfærni blaðamanna skýrist af hinu misheppnaða gullæði í Reykjavík skömmu fyrr. Auk gullsins dýra sagðist sá breski hafi fundið blýhvítu, stein- efni sem hafði mikilvægu hlutverki að gegna við málningarframleiðslu. Ekki kom þó til frekari rannsókna á þessum jarðefnum, enda hvarf enska fyrirtækið, Wallace & Co., úr landi skömmu síðar með skuldahala og rúið orðspor. Verðmætur útflutningur Það var hvorki gull né blýhvíta sem leiddi fulltrúa Wallace & Co. til Mývatnssveitar, heldur áætlanir um brennisteinsvinnslu. Þau áform eru hlekkur í langri keðju tilrauna til brennisteinsnýtingar á Íslandi. Í þeirri sögu skiptast á skin og skúrir. Þegar best lét skilaði brennisteins- sala góðum hagnaði, en lítið mátti út af bera þar sem erfitt var að vinna hráefnið, flutningur kostnaðarsamur og markaðsverð sveiflukennt. Íslendingar hafa flutt út brenni- stein allt frá tólftu öld. Í fyrstu var efnið notað til lækninga en þó mest 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R48 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 D -8 D 9 0 1 D 0 D -8 C 5 4 1 D 0 D -8 B 1 8 1 D 0 D -8 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.