Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 106
1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R60 m e n n i n G ∙ F R É T T A B L A ð i ð
menning
Það var dásamleg til-finning að fá að deila titlinum. Án þess að fá að deila titlinum hefði þetta orðið óbærilegt. En með því að deila
honum þá er það á einhvern hátt
staðfesting á því að maður sé búinn
að gera eitthvað og að eitthvað raun-
verulegt sé þarna í kassanum sem
verður ekki opnaður fyrr en eftir
97 ár,“ segir rithöfundurinn Sjón
sem fyrir skömmu varð þriðji höf-
undurinn til þess að leggja verk inn
í Framtíðarbókasafn Óslóborgar
sem er afsprengi hugmyndar skosku
listakonunnar Katie Paterson.
Framtíðarbókasafnið byggir á
því að á sérstökum stað í skóglendi
Óslóborgar hefur verið plantað
1.000 trjám sem fá það hlutverk í
framtíðinni að verða nýtt til papp-
írsframleiðslu eftir hundrað ár, á
hundrað verkum jafn margra höf-
unda. Árlega í eina öld leggur höf-
undur inn verk til safnsins en fyrsta
árið var það Margaret Atwood, þá
David Mitchell og nú þriðja árið er
komið að Sjón. Verkin verða geymd
ólesin í sérstöku herbergi í nýju
borgarbókasafni í Ósló, sem er í
byggingu um þessar mundir, fram til
ársins 2114, þegar þau munu í fyrsta
sinn koma fyrir augu lesenda, ann-
arra en skapara sinna. En höfundum
er einungis heimilt að deila titli
verka sinn með samtímamönnum
og titillinn á verki Sjón er:
VII
Þegar enni mitt strýkst við kjólfald
engla
eða
Nokkuð um fallturninn, rússíbanann,
snúningsbollana
og önnur tilbeiðslutæki frá tímum síð-
iðnvæðingarinnar
Frá hugmynd til veruleika
Þessi stóri titill sem er í raun eins og
ljóð í sjálfu sér gleður Katie Paterson
sem segir gaman að fá að gefa lesend-
um svona smá smakk á verki sem nú
fái að liggja í dvala í 97 ár.
Katie Paterson er eins og skógur
hugmynda, uppsprettan virðist
óþrjótandi, allt getur sprottið. Fram-
tíðarbókasafnið er ein af þeim hug-
myndum og hún segir að fyrir fimm
eða sex árum hafi hún setið í lest og
verið að teikna trjáhringi í teikni-
blokkina sína. „Síðan kom þessi
tenging á milli trjáhringja, kafla og
bókar. Mér fannst þetta vera aug-
ljóst og skildi ekkert í mér að hafa
aldrei séð hvað þetta liggur beint við.
Bók er tré. Hún þróast og þroskast á
ólíkan máta en myndar svo þessa
einstöku heild þar sem engar tvær
bækur eru eins. Væri ekki dásamlegt
að rækta bók eins og við ræktum tré?
Og ekki bara eina bók heldur heilan
skóg af bókum.
Svona byrjaði þetta en hugmyndin
að láta nýjan höfund rækta nýja bók
á hverju ári kom dálítið seinna. Með
því finnst mér eins og hver og einn
höfundanna sé orðinn að kafla í
þessu stóra heildarverki eða safni.
Eitthvað sem er plantað í jörð fyrir
komandi kynslóðir,“ segir Katie og
bætir við að það sé nú ekki endilega
vandinn að fá slíka hugmynd því
annað sé að láta hana verða að veru-
leika. „Það var á því stigi sem Anne
Beate kom til sögunnar. Hún er ein-
stök kraftaverkakona.“
Anne Beate Hovind er þekkt fram-
kvæmdakona og stuðningsaðili við
listir í Noregi og það var hún sem
bar hitann og þungann af því að
gera hugmynd Katie að veruleika. En
Katie segir að upphafið að kynnum
þeirra megi rekja til þess að henni
hafi verið boðið á ráðstefnu um hægt
rými, það er að segja rými sem vex og
mótast á löngum tíma. „Innan þessa
verkefnis var verið að styrkja list-
sköpun út frá þessari hugmynd, að
verkin fengju tíma. Mættu vaxa inn
í það rými sem þeim var úthlutað
og mig minnir að við höfum verið
eitthvað að vinna í skóginum þegar
þessi litla og dálítið galna hugmynd
kom aftur upp í kollinum á mér.
Ég stundi þessari hugmynd upp
við Anne Beate og blessunarlega þá
býr hún yfir þeirri sýn og því hug-
rekki sem fáir sem styðja við listir
hafa í raun og veru. Hún greip hug-
myndina á lofti og nokkrum árum
síðar tókst henni að sannfæra borg-
aryfirvöld í Ósló um að láta okkur
eftir skóglendi. Það var ekki fyrr en
í framhaldi af því sem við fórum að
biðja rithöfunda um að taka þátt og
planta trjám.“
Hefur hjálpað mér að skilja
Það var mildur og fallegur dagur í
skóginum rétt utan við Ósló þegar
Sjón afhenti verkið sitt til varð-
veislu í Framtíðarbókasafnið. Fjöldi
fólks safnaðist saman, sumir langt
að komnir, og við athöfnina söng
Ásgerður Júníusdóttir, eiginkona
Sjón, tvö lög við undirleik Marion
Herrera hörpuleikara og það var
dálítið íslenskt sumar í lofti. Þetta
var falleg stund og Sjón segir að á
göngunni inn í skóginn hafi hann
áttað sig á því að þetta verk var unnið
eins og sáning.
„Ég tók við þessu fræi frá Katie síð-
astliðið haust og svo var það að spíra
innra með mér langt fram eftir í vetri.
Anne Beate spurði mig á leiðinni inn
í skóg hvort það væri komið sumar á
Íslandi og þá gerði ég mér grein fyrir
þessu, að ég hafði sáð að hausti og nú
væri sprotinn kominn í ljós þarna í
skóginum,“ segir Sjón hugsi og bætir
við að það sé merkilegt með þetta
verkefni að það sé eins og það fram-
leiði myndlíkingar.
„Það framleiðir tengsl og það felur
í sér svo mikla orku vegna þess að
það á heima í raunverulegum skógi.
Núna þegar ég hef séð, snert og talað
við þessi litlu tré, þá finn ég þessa
orku. Þetta er að sönnu einstakur
fundur hugar og handar. Hins and-
lega og hins náttúrulega. Og það er
þess vegna sem verkefnið framleiðir
myndlíkingar án fyrirhafnar.“
Á fundi með bókasafnsgestum
seinna um daginn, fyrir fullu húsi,
minntist Sjón líka á að það hefði
komið honum á óvart hvað það fól
í sér margar spurningar að skrifa
verk sem enginn ætti eftir að fá að
lesa fyrr en eftir öll þessi ár og að
honum gengnum. „Ég vona að ég
verði ekki eini höfundurinn sem
finnst þetta vera erfitt ferli. Fyrst
fannst mér þetta dálítið ógnvænlegt
en svo gerði ég mér grein fyrir því
að á næsta ári á ég fjörutíu ára höf-
undarafmæli. Mín fyrsta bók kom
út sumarið 1978 þegar ég var sextán
ára gamall. Þess vegna hugsaði ég
með mér hvað við hugsum ólíkt um
tímann eftir því hvar við erum stödd
í lífinu. Þetta er eins og einhver sagði:
Hvers vegna óttumst við að hætta að
vera til en erum aldrei hrædd við að
við höfum aldrei verið til? Þannig að
þetta verkefni hefur hjálpað mér að
skilja hvernig við hugsum fram og
aftur um tímann.“
Lesblind í bókaskógi
Katie Paterson er myndlistarkona,
list hennar er fyrst og fremst sjónræn
og upplifunarkennd, en skyldi hún
alltaf hafa sótt í bækur, verið lestrar-
hestur eins og þar stendur? „Það er
nú það. Ég er bullandi lesblind sem
er auðvitað frekar kaldhæðið,“ segir
Katie og hlær sínum bjarta hlátri
en Sjón segir að það hafi samt ekki
komið honum á óvart, því það sé
ekki óalgengt að snjallir mynd-
listarmenn séu einmitt lesblindir.
„Finnbogi Pétursson, Sigurður Guð-
mundsson og margir fleiri snjallir
myndlistarmenn eru einmitt les-
blindir en búa yfir þessari einstöku
færni til þess að tjá hug sinn og til-
finningar með sjónrænum hætti.“
Katie segir að hún hafi ekki einu
sinni komist að því að hún væri
lesblind fyrr en á síðasta ári í skóla.
„Þetta var alveg að fara með mig. Ég
skildi ekki hvað þetta var með mig
og orð. Þau eru þarna á blaðinu en
af hverju vilja þau ekki koma heil í
hausinn á mér?
En ég elska að lesa. Það tekur mig
bara lengri tíma en aðra og ég þarf
að hafa meira fyrir því. Ég þarf að
gefa mig alla í lesturinn og ég kemst
ekki upp með að hlaupa yfir eitt né
neitt. En fyrir vikið þá er ég líka ansi
vandfýsin á það sem ég les. En þetta
verkefni sem hefur nú tekið nokkur
ár í þróun og á eftir að endast mér
ævina á enda hefur gefið mér góða
afsökun fyrir því að leggjast í lestur.
Skoða verk höfunda frá öllum heims-
hornum en núna erum við komin
með stjórn þar sem hugmyndirnar
streyma inn og satt best að segja
fallast mér nánast hendur yfir öllum
þeim bókum sem ég þarf að lesa á
næstunni,“ segir Katie skellihlæjandi.
„En núna finnum við líka að
Gefur okkur von
þrátt fyrir vonleysi
mannkyns
Sjón varð fyrir skömmu þriðji rithöfund-
urinn til þess að leggja verk inn í Fram-
tíðarbókasafn skosku listakonunnar
Katie Paterson í Osló. Þar mun verkið
liggja ólesið fram til ársins 2114.
Katie Paterson, Sjón og Anne Beate Hovind í skóginum utan við Ósló þar sem bækur Framtíðarbókasafnsins gróa og skáldið afhenti verk sitt til varðveislu.
KAtie PAterSon, Future LiBrAry 2014-2114/PHoto ©BjørviKA utviKLing By KriStin von HirScH
Katie Paterson við einn af græðlingunum sem eftir hundrað ár verða að
pappír bókanna á Framtíðarbókasafninu.
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
↣
1
1
-0
6
-2
0
1
7
1
7
:3
9
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
0
D
-6
F
F
0
1
D
0
D
-6
E
B
4
1
D
0
D
-6
D
7
8
1
D
0
D
-6
C
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
2
8
s
_
9
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K