Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 18
Bretland Í gær lágu niðurstöður fyrir í sögulegum þingkosning- unum í Bretlandi og komu þær mörgum verulega á óvart. Breski Íhaldsflokkurinn tapaði meiri- hluta sínum á þinginu. Flokkurinn missti tólf þingsæti og er nú með 318 þingsæti, en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamanna- flokkurinn bætti aftur á móti við sig hátt í þrjátíu sætum og er nú með 261 þingsæti. Staðan sem kom upp fól í sér mikla ringulreið þar sem enginn flokkur er með þingmeirihluta. Vox greinir frá því að venjulega þegar þessi staða komi upp stjórni stærsti stjórnmálaflokkurinn ríkis- stjórninni, en geti ekki samþykkt nein stórvægileg lög. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhalds- flokksins, hefur tilkynnt að hún hyggist mynda minnihlutastjórn með stuðningi Lýðræðislega sam- bandsflokksins (DUP) á Norður- Írlandi sem náði tíu mönnum á þing í kosningunum. Fjölmiðlar í Bretlandi töluðu í gær um „niðurlægingu“ og „mar- tröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. May boðaði til kosninganna með stuttum fyrirvara og þremur árum áður en þær áttu að fara fram til að efla meirihluta Íhaldsflokksins á þingi. Sú áætlun mistókst hins vegar og hafa kosningarnar frekar veikt stöðu May en bætt hana. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamanna- flokksins, kallaði í gær eftir afsögn May í kjölfar niðurstöðunnar. Nokkur atriði eru talin hafa haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Í fyrsta lagi var Corbyn talinn ná að heilla kjósendur á kosningavið- burðum síðustu vikna en sama má ekki segja um May. Einnig hlaut stefna Íhaldsflokksins er varðar heilbrigðismál mikla gagnrýni. Þá benda fyrstu tölur til þess að allt að 72 prósent ungra Breta hafi kosið í kosningunum en ungir kjós- endur eru líklegri til að kjósa Verka- mannaflokkinn. Fari Íhaldsflokkurinn í minni- hlutastjórn með stuðningi DUP þykir ljóst að staða flokksins verður ekki mjög sterk. DUP hefur sætt verulegri gagnrýni fyrir stefnu sína. Flokkurinn er vinstrisinnaðri en Íhaldsflokkurinn er kemur að útgjöldum ríkisins að sögn The Fin- ancial Times en er með mun harðari stefnu þegar kemur að samfélags- málum, til að mynda hjónabandi samkynhneigðra og fóstureyð- ingum. Þá trúa einhverjir meðlimir flokksins ekki á loftslagsbreytingar. Fulltrúar DUP hafa staðfest að þeir muni styðja ríkisstjórn Íhalds- flokksins. Saman eru flokkarnir með 328 atkvæði. Talið er að May myndi ríkisstjórn með ráðherrum úr röðum Íhaldsflokksins og geri einhvers konar óformlegt samkomulag við DUP um að þeir styðji minnihluta- stjórn í atkvæðagreiðslum á þingi. Í ræðu sinni í gær sagði Theresa May að þessi samvinna væri eini möguleikinn til að tryggja að Bret- land geti náð árangri í Brexit-við- ræðum sem eiga að hefjast 19. júní. Til þess að koma á minnihluta- stjórninni þarf May að halda ræðu sem nefnist „Drottningarræða“ og fá meirihluta þingsins til að kjósa með trauststillögu um að Íhaldsflokkur- inn geti verið leiðtogi þingsins. Það ætti að nást ef allir þingmenn DUP styðja tillöguna. Ef svo fer að meirihluti þingsins styður ekki tillöguna mun Verka- mannaflokkurinn líklega fá umboð til að mynda stjórn. Hart Brexit nú óvíst Í aðdraganda kosninganna skoðuðu greinendur hvaða áhrif þær myndu hafa á viðræður Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu. Vox greindi frá því að talið væri að May myndi sam- þykkja svokallað „hart Brexit“ sem myndi fela í sér veruleg takmörk á flæði fólks frá Evrópusambandinu til Bretlands. Þetta yrði gert á kostnað aðgangs Bretlands að frjálsum mark- aði við Evrópusambandsríkin. Niðurstaða kosninganna bendir þó til þess að svo verði ekki þar sem fylgi Íhaldsflokksins minnkaði tölu- vert. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði niðurstöðurnar benda til þess að það væri engin þörf fyrir „hart Brexit“. Óvíst er hvort viðræðurnar muni hefjast þann 19. júní eins og stefnt var að. Theresa May hefur ekki sýnt merki þess að hún muni segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins, en ef svo færi myndi það leiða til þess að upphaf viðræðna myndi frestast. Bretland yfirgefur Evrópusam- bandið sjálfkrafa í mars 2019. Þang- að til hafa stjórnvöld þar tækifæri til að semja um hvort útgangan verði með eða án aðgangs að Evrópu- markaðnum. Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. Pundið lækkaði vegna niðurstöðunnar Markaðir virðast óvissir um leiðtogahæfni May. The Financial Times greinir frá því að gengi pundsins hafi veikst eftir að útgönguspáin birtist á fimmtudagskvöld og lækkaði í kjölfar þess að May greindi frá minni- hlutastjórninni í gærmorgun. Í gærkvöldi hafði gengi pundsins lækkað um 1,7 prósent frá því að útgönguspáin birtist. Gengi hlutbréfa hækkaði hins vegar. FTSE 100 vísi- talan hækkað um 1,04 prósent. Staða May og Íhaldsflokksins er talin veikari nú en fyrir kosningar. FréttaBlaðið/EPa May virðist hafa vanmetið og vanáætlað stöðu sína mjög mikið. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2 318 sæti fékk Íhaldsflokkurinn í neðri deild breska þingsins. Íhaldsflokkurinn í sérstakri stöðu „Þessi laka útkoma Íhaldsflokksins hefur aðallega komið á óvart í þessum kosningum. Theresa May virðist hafa vanmetið Jeremy Corbyn og ofmetið eigin styrk. Þetta sést best á því að hún eyddi drjúgum tíma í kjördæmum þar sem Verkamannaflokkurinn hefur yfirleitt alltaf verið með meiri- hluta þegar kosningaúrslit eru skoðuð í sögulegu samhengi. Hún fór reglulega inn í kjördæmi þar sem Verkamannaflokkurinn er yfirleitt talinn vera með yfirhönd- ina í þeim tilgangi að ná þessum aukna meirihluta á breska þinginu. Þessi strategía hefur misheppnast hrapallega,“ segir Þorbjörn Þórðar- son, fréttamaður Stöðvar 2, sem er staddur í London til að fylgjast með kosningunum. „May virðist hafa vanmetið og vanáætlað stöðu sína mjög mikið. Í stað þess að berjast í þeim kjördæmum og tryggja öruggan sigur í tvísýnum kjördæmum eða þar sem Íhaldsmenn hafa yfirleitt náð manni á þing þá var hún að herja á vígi sem voru mjög erfið viðureignar.“ Hann segir marga sem hann hefur talað við mjög þreytta á stöðunni og fjölda kosninga. „Margir óttast að hjaðningavíg verði innan Íhaldsflokksins og Boris Johnson eða aðrir muni reyna að ná May úr formanns- stólnum. Það er landsþing í október. Margir eru þreyttir á þessu, fólk vill stöðugleika og vill að lýðræðislega kosin stjórnvöld noti kjör- tímabilið,“ segir Þor- björn. „Það er augljóst að marg- ir vildu senda Íhaldsflokknum skýr skilaboð um að þeir sæju í gegnum þá yfirlýsingu May að hún þyrfti sterkt lýðræðislegt umboð og þess vegna hefði kosningunum verið flýtt. Tilgangur kosninganna var ekki að það þurfti aukinn meirihluta til að leiða úrsögn úr Evrópusambandinu, tilgangurinn var að auka meirihlutann á þing- inu því Íhaldsflokkurinn var að mælast með svo mikið fylgi,“ segir Þorbjörn. Útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn nái að mynda ríkisstjórn með stuðningi DUP en að sögn Þor- björns er staða flokksins mjög sérstök. „Við erum ekki búin að sjá stjórnarsáttmálann og við erum ekki búin að sjá hvaða mál DUP mun setja á oddinn. Þetta er erfið staða fyrir Íhaldsflokkinn að vera í. Að vera með flokk með tíu þingmenn kjörna sem getur sett Íhaldsflokknum afarkosti gegn því að verja stjórnina í erfiðum málum. Þannig að þetta er sérstök staða sem Íhaldsflokkurinn er kominn í, í ljósi þeirra aðstæðna sem boðið var til snemmbúinna kosninga,“ segir Þorbjörn. Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is Jeremy Corbyn var ánægður með úrslit kosninganna. FréttaBlaðið/EPa 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 l a U G a r d a G U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -3 9 A 0 1 D 0 D -3 8 6 4 1 D 0 D -3 7 2 8 1 D 0 D -3 5 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.