Fréttablaðið - 17.06.2017, Page 64

Fréttablaðið - 17.06.2017, Page 64
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Popp-elektró dúettinn PASHN samanstendur af Ragnhildi Veigarsdóttur og Ásu Bjart- marz en þær kynntust á síðasta ári í Listaháskóla Íslands þar sem þær stunda báðar nám. Þær lýsa tónlist sinni sem djúpu dökku rafpoppi eða jafnvel popptónlist með dökku ívafi sem fangi einstakt samband hljóma andrúmslofsins og kristaltærra radda þeirra beggja. PASHN (sem er borið fram eins og enska orðið passion) kemur fram á tónleikum í Hljómskála- garðinum í dag kl. 15.30 en fjöldi listamanna kemur fram þar í dag. „Við byrjuðum að semja saman í mars á síðasta ári til að geta tekið þátt í Músíktilraunum. Upphaflega vorum við fimm í sveitinni og við komumst í úrslit, þrátt fyrir lítinn tíma til að undirbúa okkur og það var mjög gaman að taka þátt,“ segir Ragnhildur. Eftir keppnina var liðskipan sveitarinnar svolítið í lausu lofti að sögn Ásu. „Við tvær vissum að við vildum halda áfram og taka þetta aðeins lengra. Hinar stelpurnar höfðu ekki eins mikinn tíma til að sinna þessu og eru sumar í annars konar námi en við. Því ákváðum við tvær að halda áfram og sjá hvað myndi gerast.“ Ólust upp í útlöndum Þær eiga báðar að baka langt tón- listarnám en ólust þó hvorugar upp á Íslandi. Ragnhildur ólst upp í Bandaríkjunum og hefur lagt stund á fiðlu- og píanónám áður en hún settist á skólabekk hér á landi 18 ára gömul. Ása ólst upp í Svíþjóð þar sem hún lærð á þver- flautu og píanó auk þess að stunda söngnám. Hún flutti til Íslands tvítug. Saman eru þær búnar að semja fullt af nýju efni og hafa haldið áfram að þróa eigin stíl. „Þegar við tókum þátt í Músíktilraunum á síðasta ári var Ása eina söng- konan en núna erum við að vinna í að syngja jafn mikið. Ég syng í nokkrum nýja laga okkar og bráð- lega verðum við búnar að jafna út sönghlutverkin,“ segir Ragnhildur. Lögin semja þær flest öll saman segir Ása. „Algengasta skiptingin er sú að Ragnhildur semji lagið sjálft, ég laglínu og grunnpróduseringu, og svo vinnum við textana saman. Svo klárum við lögin með Guðna Einarssyni upptökustjóra.“ Góðar viðtökur Nú þegar hafa tvö lög sveitarinnar fengið spilun, Weathering a Storm og Down. „Bæði lögin hafa fengið mjög góðar viðtökur. Weathering a Storm var fyrsta lagið sem við deildum og hefur verið spilað nokkrum sinnum í útvarpinu. Eftir að bæði lögin fóru í spilun hafa margir haft samband til að fá okkur til að spila á tónleikum og við erum búnar að vera að spila á fullu síðan í lok mars.“ Sveitin spilar á litla sviðinu í Hljómskálagarðinum milli kl. 15.30 og 16.15. „Við ætlum að spila sex lög fyrir tónleikagesti. Það má búast við ljúfum tónum og góðri stemningu. Við verðum með alls konar skemmtilegar græjur á sviðinu og ætlum bara að hafa gaman.“ Frekari spilamennska Fram undan er frekari spila- mennska og verður nóg að gera í sumar. „Við vorum að senda inn umsókn vegna Iceland Airwaves og komumst vonandi að. Annars erum við núna að vinna sem list- hópur Hins hússins og spilum oft í borginni í sumar. Planið er svo að gefa út tvö ný lög í sumar og svo EP plötu stuttu fyrir Airwaves í haust. Fyrstu tvö lögin okkar fengu svo góðar viðtökur og gáfu okkur spark í rassinn varðandi að klára önnur lög og gefa nýju lögin út í sumar. Lögin fara inn á Spotify og helstu tónlistarveitur þegar platan kemur út. Annars erum við virkar á Facebook (pashnofficial) og Insta- gram (pashnofficial) auk þess sem hlusta má á lögin okkar á YouTube rás sveitarinnar (PASHN). Popp með dökku ívafi Dúettinn PASHN kemur fram á tónleikum í Hljómskálagarðinum í dag. Hann skipa tvær ungar konur með fjölbreyttan bakgrunn í tónlist og söng. Ragnhildur Veigarsdóttir (t.v.) og Ása Bjartmarz skipa dúettinn PASHN sem kemur fram á tónleikum í Hljómskálagarð- inum í dag. MYND/ERNIR Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Síðir sumarkjólar Str. S-XXL Kjóll Kr. 5.990.- Litir, svart og blátt Kjóll Kr. 6.990.- Bæði lögin hafa fengið mjög góðar viðtökur. Weathering a Storm var fyrsta lagið sem við deildum og hefur verið spilað nokkrum sinnum í útvarpinu. Eftir að bæði lögin fóru í spilun hafa margir haft samband til að fá okkur til að spila á tónleikum. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . j ú N í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 9 6 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 D -9 7 1 8 1 D 1 D -9 5 D C 1 D 1 D -9 4 A 0 1 D 1 D -9 3 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.